Ritningar
Alma 12


12. Kapítuli

Alma ræðir við Seesrom — Aðeins hinum trúföstu er gefið að þekkja leyndardóma Guðs — Menn eru dæmdir af hugsunum sínum, trú, orðum og verkum — Hinir ranglátu munu líða andlegan dauða — Þetta dauðlega líf er reynslutími — Endurlausnaráætlunin gjörir upprisuna að veruleika og einnig fyrirgefningu syndanna fyrir trú — Sá sem iðrast á rétt á miskunn fyrir hinn eingetna son. Um 82 f.Kr.

1 Nú, þegar Alma sá, að orð Amúleks höfðu þaggað niður í Seesrom, þar eð hann sá, að Amúlek hafði séð í gegnum alygar hans og blekkingar, ætlaðar honum til tortímingar, og sá, að hann var tekinn að skjálfa af bsektarkennd, þá lauk hann upp munni sínum, tók að tala til hans og staðfesta orð Amúleks, skýra málin eða útskýra ritningarnar enn frekar en Amúlek hafði gjört.

2 Fólkið umhverfis heyrði orðin, sem Alma mælti við Seesrom, því að mannfjöldinn var mikill, en honum fórust orð á þessa leið:

3 Nú sérð þú Seesrom, að þú hefur verið gripinn í lygum þínum og slægð, því að þú hefur ekki einungis logið að mönnum, heldur hefur þú og logið að Guði. Því að sjá. Hann þekkir allar ahugsanir þínar, og þú sérð, að andi hans hefur gjört okkur hugsanir þínar kunnar —

4 Og þú sérð, að við vitum, að áform þitt var mjög slóttugt og í samræmi við kænsku djöfulsins, til þess gjört að egna þetta fólk á móti okkur með lygum og prettum og fá það til að smána okkur og vísa okkur burtu —

5 En þetta var áform aandstæðings þíns, og hann hefur beitt valdi sínu í þér. Nú vil ég, að þú hafir hugfast, að það, sem ég segi við þig, það segi ég til allra.

6 Og sjá. Ég segi yður öllum, að þetta var snara andstæðingsins, sem hann ætlaði sér að veiða þetta fólk í, svo að honum tækist að beygja yður undir vilja sinn og umlykja yður ahlekkjum sínum og fjötra yður til ævarandi tortímingar í samræmi við kröftuga fjötra sína.

7 En þegar Alma hafði mælt þessi orð, tók Seesrom að nötra enn meira, því að hann sannfærðist enn frekar um vald Guðs. Og hann var einnig sannfærður um, að Alma og Amúlek þekktu hann, því að hann sannfærðist um, að þeir þekktu hugsanir hans og áform, því að spádómsandinn hafði gefið þeim kraft til að vita það.

8 Og Seesrom tók að spyrja þá ákaft til þess að fá að vita meira um Guðs ríki. Og hann sagði við Alma: Hvað þýðir þetta, sem Amúlek sagði um upprisu dauðra, að allir muni rísa upp frá dauðum, bæði réttlátir og ranglátir, og verða leiddir fyrir Guð til að verða dæmdir af verkum sínum?

9 Og nú tók Alma að útskýra þetta fyrir honum og sagði: Mörgum er gefið að þekkja aleyndardóma Guðs, en samt sem áður hafa þeir ströng boð um að láta ekki buppi nema þann hluta orðs hans, sem hann birtir mannanna börnum, í samræmi við þann gaum, sem þau gefa honum og þá kostgæfni, sem þau auðsýna honum.

10 Og þess vegna mun sá, sem aherðir hjarta sitt, meðtaka blítinn hluta orðsins, en þeim, sem cekki herðir hjarta sitt, honum mun dveitast stærri hluti orðsins, þar til honum er gefið að kynnast leyndardómum Guðs, þar til hann þekkir þá til fulls.

11 En þeim, sem vilja herða hjörtu sín, er gefinn minni ahluti orðsins, þar til þeir vita bekkert um leyndardóma hans, og þá hneppir djöfullinn þá í ánauð og leiðir þá að vilja sínum til tortímingar. Þetta er það, sem átt er við með chlekkjum dvítis.

12 Og Amúlek hefur sagt á skýran og einfaldan hátt frá adauðanum og upprisunni frá því dauðlega til hins ódauðlega, og að vér verðum leidd fyrir dómgrindur Guðs til að verða bdæmd af verkum vorum.

13 En ef hjörtu vor hafa forherst, já, ef vér höfum hert svo hjörtu vor gegn orðinu, að það hefur ekki fundist í oss, þá mun hlutskipti vort verða skelfilegt, því að þá munum vér fordæmd.

14 Því að aorð vor munu dæma oss, já, öll verk vor munu dæma oss. Vér munum ekki flekklaus fundin. Og hugsanir vorar munu einnig dæma oss, og í þessu skelfilega ástandi munum vér ekki dirfast að líta upp til Guðs vors og yrðum því fegnust, ef vér gætum skipað hömrum og bfjöllum að falla yfir oss og chylja oss fyrir návist hans.

15 En þetta getur ekki orðið. Vér verðum að ganga fram og standa frammi fyrir honum í dýrð hans, veldi, mætti, tign og yfirráðum og viðurkenna, oss til ævarandi ahneisu, að allir bdómar hans eru réttvísir, að hann er réttvís í öllum verkum sínum og að hann er miskunnsamur mannanna börnum, að hann hefur allt vald til að frelsa sérhvern mann, sem trúir á nafn hans og ber ávöxt samboðinn iðruninni.

16 Og sjá. Nú segi ég yður, að þá tekur við dauði, já, hinn aannar dauði, sem er andlegur dauði. Þá mun sá, sem deyr í syndum sínum, hvað stundlegan bdauða áhrærir, einnig cdeyja andlegum dauða. Já, hann mun deyja gagnvart öllu, sem réttlætið varðar.

17 Þá er sá tími kominn, að kvalir þeirra verði sem adíki elds og brennisteins, þar sem logarnir stíga upp, alltaf og að eilífu, og þá er sú stund upp runnin, að þeir hlekkjast ævarandi tortímingu, í samræmi við vald Satans og ánauð, þar eð hann hefur undirokað þá vilja sínum.

18 Ég segi yður, að þá munu þeir verða rétt eins og aengin endurlausn hafi átt sér stað, því að samkvæmt réttvísi Guðs er ekki unnt að endurleysa þá. Og þeir geta ekki bdáið, því að ekkert er lengur forgengilegt.

19 Nú bar svo við, að þegar Alma hafði mælt þessi orð, varð fólkið enn meira undrandi —

20 En einn þeirra, Antíóna nokkur, foringi meðal þeirra, gekk fram og spurði hann: Hvað þýðir það, sem þú hefur sagt, að maðurinn muni rísa upp frá dauðum og breytast úr dauðlegu ástandi yfir í aódauðlegt ástand, þannig að sálin geti aldrei dáið?

21 Og hvað merkir sú ritning, sem segir, að Guð hafi sett akerúb og logandi sverð austan við aldingarðinn bEden, til að fyrstu foreldrar okkar skyldu ekki komast þar inn og neyta af ávexti lífsins trés og lifa að eilífu? En á því sjáum við, að útilokað var, að þau mundu lifa að eilífu.

22 Þá sagði Alma við hann. Þetta er það, sem ég ætlaði að fara að útskýra. Vér sjáum nú, að Adam aféll með því að neyta af hinum forboðna bávexti, samkvæmt orði Guðs. Og þannig sjáum vér, að með falli hans varð allt mannkyn cglatað og fallið.

23 Og sjá. Ég segi yður, að hefði Adam verið mögulegt að aneyta af ávexti lífsins trés á þeim tíma, hefði enginn dauði verið til, og orðið hefði verið innihaldslaust og gjört Guð að lygara, því að hann sagði: bEf þú neytir þess, munt þú vissulega deyja.

24 Og vér sjáum, að adauðinn kemur yfir mannkynið, já, sá dauði, sem Amúlek talaði um og er stundlegur dauði. En engu að síður var bmanninum veitt svigrúm til að iðrast. Þess vegna varð þetta líf reynslutími, tími til að cbúa sig undir að mæta Guði, tími til að búa sig undir það óendanlega ástand, sem vér höfum talað um og fylgir í kjölfar upprisu hinna dauðu.

25 Án aendurlausnaráætlunarinnar, sem lögð var við grundvöllun veraldar, hefði engin bupprisa dauðra getað átt sér stað. En endurlausnaráætlunin var lögð fram, sem gjöra skal þá upprisu dauðra að veruleika, sem talað hefur verið um.

26 Og sjá nú. Ef fyrstu foreldrar vorir hefðu getað gengið fram og neytt af alífsins tré, hefðu þeir orðið vansælir alla tíð, þar eð þeir hefðu engan reynslutíma hlotið og bendurlausnaráætlunin þar með orðið ógild og orð Guðs innantómt og ekkert gildi haft.

27 En sjá, svo fór ekki, heldur varð mönnum aáskilið að verða að deyja. Og eftir dauðann verða þeir að gangast undir dóm, já, þann sama bdóm, sem vér höfum rætt um, sem er endalokin.

28 Og þegar Guð hafði ákvarðað, að þetta skyldi henda manninn, sjá, þá sá hann, að ráðlegt var að maðurinn vissi deili á því, sem hann hafði búið þeim.

29 Þess vegna sendi hann aengla til að tala við þá, og þannig sáu menn dýrð hans.

30 Og frá þeim tíma tóku þeir að ákalla nafn hans. Guð atalaði því við menn og kynnti þeim bendurlausnaráætlunina, sem fyrirbúin hafði verið allt frá cgrundvöllun veraldar, og þetta kunngjörði hann þeim í samræmi við trú þeirra og iðrun og heilagleika verka þeirra.

31 Þess vegna gaf hann mönnunum aboðorð, en áður höfðu þeir brotið fyrstu bboðorðin, sem snertu hið stundlega, og orðið sem guðir, þar eð þeir cþekktu gott frá illu, sem aftur gjörði þeim mögulegt að dframkvæma eða breyta að vilja sínum og geðþótta, hvort heldur var illt eða gott —

32 Guð gaf þeim þess vegna boðorð, eftir að hafa akunngjört þeim endurlausnaráætlunina, um að þeir skyldu ekkert illt gjöra, en refsingin við slíku var hinn annar bdauði, sem var ævarandi dauði gagnvart því sem réttlætið varðar, því að yfir slíka náði endurlausnaráætlunin ekki, því að ekki er hægt að tortíma verkum créttvísinnar, samkvæmt æðri gæsku Guðs.

33 En Guð ávarpaði mennina í nafni sonar síns (því að þetta var endurlausnaráætlunin, sem lögð var) og sagði: Ef þér iðrist og herðið ekki hjörtu yðar, þá mun ég sýna yður miskunn fyrir minn eingetna son —

34 Hver sem þess vegna iðrast og herðir ekki hjarta sitt, mun eiga kröfu til amiskunnar, fyrir minn eingetna son, til bfyrirgefningar synda sinna, og hann mun ganga inn til chvíldar minnar.

35 En hver sem herðir hjarta sitt og misgjörir, sjá, ég sver í heilagri reiði minni, að hann skal eigi inn ganga til hvíldar minnar.

36 Og sjá nú, bræður mínir. Ég segi yður, að ef þér herðið hjörtu yðar, þá munuð þér ekki ganga inn til hvíldar Drottins. Misgjörðir yðar munu því styggja hann, svo að hann sendir heilaga reiði sína yfir yður eins og í hinni afyrstu ögrun, já, samkvæmt orði hans, jafnt í hinni síðustu ögrun sem í hinni fyrstu, sálum yðar til ævarandi btortímingar, eða samkvæmt orði hans, til hins síðasta dauða sem til hins fyrsta.

37 Og bræður mínir. Iðrumst nú, þegar vér vitum þetta, og það er sannleikur, og herðum ekki hjörtu vor, svo að vér aögrum ekki Drottni Guði vorum og köllum yfir oss heilaga reiði hans í þessum síðari boðorðum, sem hann hefur gefið oss, heldur göngum inn til bhvíldar Guðs, sem fyrirbúin er, samkvæmt orði hans.