„17.–23. mars: ‚Leita þess, sem betra heims er‘: Kenning og sáttmálar 23–26,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 23–26,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
17.–23. mars: „Leita þess, sem betra heims er“
Kenning og sáttmálar 23–26
Fyrir flesta er það lotning og friðsæl reynsla að skírast. Skírn Emmu Smith og annarra var hins vegar trufluð af múg sem hæddi þau, ógnaði þeim og neyddi þau til að flýja. Síðar, í þann mund sem Joseph hugðist staðfesta hina nýju meðlimi, var hann tekinn höndum fyrir að raska ró samfélagsins með prédikun sinni. Hvernig gat Emma fundið fullvissu um að hún væri að gera rétt í allri þessari andstöðu? Á sama hátt og við getum öll fundið hana – með opinberun frá Drottni. Hann talaði til Emmu um „[það] sem betra [heims] er“ – ríki hans – og stað hennar í honum. Hann bauð henni að óttast ekki, að „[lyfta] upp hjarta [sínu] og fagnaðarerindi Jesú Krists“ og „[halda] fast við þá sáttmála sem [hún hafði] gjört.“ Þessi hvatningarorð og leiðsögn er „rödd [hans] til allra“ (Kenning og sáttmálar 25:9–10, 13, 16).
Sjá einnig Heilagir, 1:89–90, 94–97.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Frelsarinn getur „lyft [mér] upp úr þrengingum [mínum].“
Opinberunin í Kenningu og sáttmálum 24 var gefin til að „styrkja, hvetja og leiðbeina“ Joseph Smith og Oliver Cowdery á erfiðum tíma (kaflafyrirsögn; sjá einnig Heilagir, 1:94–96). Leitið orða í Kenningu og sáttmálum 24 sem ykkur finnst hefðu styrkt og hvatt þá.
Hvað segja eftirtalin ritningarvers ykkur um það hvernig frelsarinn hjálpar ykkur í erfiðleikum ykkar?
Jesaja 40:28–31
Hluti af Hann læknaði marga af alls kyns sjúkdómum, eftir J. Kirk Richards
Ég hef mikilvægu hlutverki að gegna í ríki Guðs.
Þegar Emma sá endurreisnina gerast fyrir tilstilli eiginmanns síns, Josephs Smith, gæti hún hafa velt fyrir sér hvert hlutverk hennar gæti verið. Finnið svörin sem Guð veitti í Kenningu og sáttmála 25. Finnið þið eitthvað í þessum kafla sem ykkur finnst vera „rödd [hans] til [ykkar]“? (vers 16).
Sjá einnig „An Elect Lady“ (myndband), Gospel Library; „Thou Art an Elect Lady,“ í Revelations in Context, 33–39; Joy D. Jones, „Afar göfug köllun,“ aðalráðstefna, apríl 2020.
"An Elect Lady"
„Hald áfram í hógværð.“
Hvað finnst ykkur orðið „hógværð“ merkja? Íhugið að leita í kafla 25 að orðum og orðtökum sem hjálpa ykkur að skilja merkingu þess að vera hógvær. Boðskapur öldungs Davids A Bednar „Hógvær og af hjarta lítillátur“ gæti líka hjálpað (aðalráðstefna, apríl 2018). Hvernig er Jesús Kristur ykkur fordæmi um hógværð? (sjá Matteus 11:28–30). Hugsið um það í lífi ykkar sem þið getið gert af „hógværð.“
Kenning og sáttmálar 25:10, 13
„Leggja til hliðar það, sem þessa heims er, og leita þess, sem betra er.“
Þegar þið hugleiðið leiðsögn Drottins í Kenningu og sáttmálum 25:10, gætið það hjálpað að skrá „það, sem þessa heims er“ sem hann vill að við „[leggjum] til hliðar.“ Þið gætuð síðan skráð það „sem betra [heims] er“ og hann vill að við leitum. Þið gætuð hið minnsta valið eitt af fyrri listanum sem þið munið leggja til hliðar og eitt af síðari listanum sem þið munið leita.
Russell M. Nelson forseti hefur sett fram leiðsögn og loforð um að „[leggja] til hliðar margt sem þessa heims er.“ Gætið að því í boðskap hans „Andlegir fjársjóðir“ (aðalráðstefna, október 2019). Hvernig munið þið fylgja leiðsögn hans?
Þegar þið lesið vers 13, hugsið þá um sáttmálana sem þið hafið gert við himneskan föður og Jesú Krist. Hver er merking þess að „halda sér fast“ að þessum sáttmálum? Hvernig hjálpa sáttmálarnir ykkur að „leggja til hliðar það, sem þessa heims er og leita þess, sem betra er“?
Hér eru nokkur fleiri ritningarvers sem gætu hjálpað ykkur að greina á milli „[þess] sem þessa heims er“ og þess, sem betra er“: Matteus 6:19, 21, 25–34; Lúkas 10:39–42; 2. Nefí 9:51.
Sjá einnig Topics and Questions, „Sacrifice,“ Gospel Library.
Hvetjið til miðlunar. Ef þið eruð að kenna öðrum hvernig á að „leggja til hliðar það, sem þessa heims er,“ íhugið þá að bjóða þeim að miðla því sem þau gera til fylgja leiðsögn hans. Við getum hlotið mikinn styrk og hugrekki af því að hlýða á innsýn og upplifanir hvers annars.
Drottinn hefur unun af „söng hjarta“ míns.
Hverjir eru sumir „söngvar hjartans“ – söngvar sem tjá tilfinningar ykkar til himnesks föður eða Jesú Krists? Íhugið að hlusta á nokkra þeirra. Hvað er það við þessa söngva sem gerir þá sérstaka fyrir ykkur?
Þið gætuð líka hugleitt hvernig þessir sálmar eru eins og bæn. Hvað eiga helg tónlist og bæn sameiginlegt? Hvernig hefur ykkar helgu söngvum verið „svarað með blessun“?
Sjá einnig „Oh, What Songs of the Heart,“ Hymns, nr. 286.
„Allt skal gjört með almennri samþykkt í kirkjunni.“
Orðtakið „almenn samþykkt“ í þessu versi vísar til þess gjörnings að rétta upp hendur til að sýna að við styðjum og stöndum við bakið á einstaklingi sem hlýtur köllun eða prestdæmisvígslu. Hvernig mynduð þið útskýra fyrir gesti á kirkjusamkomu hvað í því felst að styðja einhvern? Hvaða svör finnið þið í boðskap Henrys B. Eyring forseta „Máttur trúarlegs stuðnings“? (aðalráðstefna, apríl 2019).
Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Frelsarinn getur „lyft [mér] upp úr þrengingum [mínum].“
-
Til að læra um eitthvað af þeim þrengingum eða erfiðleikum sem Joseph Smith og hinir fyrri Síðari daga heilögu stóðu frammi fyrir, gætuð þið lesið „kafla 11: Fleiri ganga í kirkjuna,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 46–47, eða horft á samsvarandi myndband í Gospel Library. Þið og börn ykkar gætuð síðan lært um það sem Drottinn sagði við Joseph um þrengingar hans í Kenningu og sáttmálum 24:1, 8. Þið gætuð líka sagt hvert öðru frá því hvernig Drottinn hefur hjálpað ykkur á erfiðum tímum.
1:52Chapter 11: More People Join the Church: April–June 1830
-
Til að læra merkingu þess að vera „þolinmóður í þrengingum,“ gætuð þið og börn ykkar endurgert tilraunina í myndbandinu „Continue in Patience“ (Gospel Library). Hvað kennir Kenning og sáttmálar 24:8 okkur um þolinmæði? Hvernig lætur frelsarinn okkur vita að hann sé „með“ okkur í þrengingum okkar?
2:42Continue in Patience
Jesús hefur unun af „söng hjartans.“
-
Eftir að hafa lesið Kenningu og sáttmála 25:12, gætuð þið greint hvert öðru frá eftirlætis sálmi ykkar eða kirkjusöng – ykkar „söng hjartans“ – og sungið hann saman. Miðlið hverju öðru ástæðu þess að þið hafið unun af þessum söngvum. Af hverju gleðst Drottinn þegar við syngjum þessa söngva? Hvernig eru söngvar okkar eins og „bæn til [hans]?
Kenning og sáttmálar 25:13, 15
Sáttmálar mínir við himneskan föður færa mér gleði.
-
Til að skilja merkingu þess að „halda sér fast við sáttmálana“ (Kenning og sáttmálar 25:13), gætu börn ykkar skipst á við að halda utan um eitthvað eins þétt og þau geta. Þið og börn ykkar gætuð síðan rætt hvernig þið „haldið“ ykkur „fast“ við sáttmála ykkar. Ef þörf er á, rifjið þá upp með börnum ykkar sáttmálana sem við gerum (sjá Mósía 18:8–10; Kenning og sáttmálar 20:37; og verkefnasíða þessarar viku).
-
Til að börnin skilji samhengi Kenningar og sáttmála 25:13, gætuð þið sagt þeim frá því að þetta sé nokkuð sem Drottinn mælti til Emmu Smith stuttu eftir skírn hennar. Af hverju myndi þetta vera góð leiðsögn fyrir einhvern sem nýlega var skírður?
Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.
Sálmar Emmu, eftir Liz Lemon Swindle