„24.–30. mars: ‚Allt verður að gjörast með reglu‘: Kenning og sáttmálar 27–28,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 27–28,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
24.–30. mars: „Allt verður að gjörast með reglu“
Kenning og sáttmálar 27–28
Opinberanir voru enn tiltölulega ný hugmynd fyrir hina heilögu er endurreisninni miðaði áfram. Fyrri meðlimir kirkjunnar vissu að spámaðurinn Joseph Smith gæti hlotið opinberanir fyrir kirkjuna. En gátu aðrir það? Spurningar sem þessar urðu mikilvægar þegar Hiram Page, eitt hinna átta vitna að gulltöflunum, trúði að hann hefði hlotið opinberanir fyrir kirkjuna. Margir staðfastir heilagir trúðu því að opinberanir þessar væru frá Guði. Drottinn svaraði með því að kenna að „allt verður að gjörast með reglu“ í kirkju minni (Kenning og sáttmálar 28:13). Í því fólst að einungis einn einstaklingur væri „útnefndur til að meðtaka boð og opinberanir“ fyrir alla kirkjuna (Kenning og sáttmálar 28:2). Aðrir gátu þó hlotið persónulega opinberun varðandi sinn eigin þátt í verki Drottins. Reyndar eru þessi orð Drottins til Olivers Cowdery áminning til okkar allra: „Þér [mun] gefið hvað gjöra skal“ (Kenning og sáttmálar 28:15).
Sjá einnig „All Things Must Be Done in Order,“ Revelations in Context, 50–53.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Ég meðtek sakramentið í minningu um Jesú Krist.
Sally Knight og Emma Smith skírðust í júní 1830, en staðfesting þeirra var trufluð af múgi. Tveimur mánuðum síðar heimsóttu Sally og Newel, eiginmaður hennar, Emmu og Joseph og var þá ákveðið að þau yrðu staðfest og að hópurinn meðtæki sakramentið saman. Þegar Joseph var að afla víns fyrir sakramentið, var hann stöðvaður af engli.
Lesið Kenningu og sáttmála 27:1–4 til að komast að því hvað engillinn kenndi honum um sakramentið. Hvað er lagt til í þessum versum um það hvernig frelsarinn vill að við nálgumst sakramentið? Hver finnst ykkur vera merking þess að meðtaka það „með einbeittu augliti á dýrð [hans]“? Hugleiðið þetta – og gætið að öðru sem veitir innsýn í sakramentið – við lestur Lúkasar 22:19–20 og 3. Nefís 18:1–11. (Sjá einnig myndböndin „The Last Supper,“ “Jesus Christ Blesses Bread in Remembrance of Him” og „Jesus Christ Blesses Wine in Remembrance of Him,“ Gospel Library).
The Last Supper
Jesus Christ Blesses Bread in Remembrance of Him | 3 Nephi 18:1-7
Jesus Christ Blesses Wine in Remembrance of Him | 3 Nephi 18:8-11
Til að læra hvernig gera má sakramentið að tilbeiðsluupplifun, íhugið þá að kynna ykkur boðskap öldungs D. Todds Christofferson „Brauðið sem niður steig af himni“ (aðalráðstefna, október 2017). Hvað kenndi öldungur Christofferson sem getur hjálpað ykkur að tengjast betur frelsaranum gegnum sakramentið? Hugleiðið hvað þið getið gert til að búa ykkur betur undir að meðtaka tákn friðþægingar frelsarans og auka lotningu ykkar eða tilgang gagnvart þeim.
Íhugið að syngja, hlusta á eða lesa sakramentissálm, eins og „Þá ást og visku veitti hann“ (Sálmar, nr. 69), og skrifið tilfinningar ykkar varðandi að taka þátt í þessari helgiathöfn.
Notið tónlist. Helg tónlist býður andanum að vitna um sannleika fagnaðarerindisins. Hún getur hjálpað ykkur að skilja og skynja þann sannleika svo hann verði ykkur hugfastur. Tónlist auðgar líka námið.
Sjá einnig Kenning og sáttmálar 20:77, 79; 59:9–13; Topics and Questions, „Sacrament,“ Gospel Library; „Að öðlast og viðhalda fyrirgefningu synda með helgiathöfnum,“ David A. Bednar í „Ætíð njóta fyrirgefningar synda okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2016.
Always Retain a Remission of Your Sins
Drottinn veitir þjónum prestdæmislykla til að leiða verk sitt.
Hvað vitið þið um spámennina í þessum versum? Þið gætuð leitað frekari upplýsinga um þá í Leiðarvísi að ritningunum. Hvaða blessanir standa okkur opnar með lyklunum sem þessir spámenn höfðu?
Alvæpni Guðs hjálpar mér að verjast hinu illa.
M. Russell Ballard forseti sagði: „Það er ekkert eitt stórt eða tilkomumikið sem við getum gert til að vopnast andlega. Sannur andlegur kraftur á rætur í mörgum litlum verkum samofnum í andlegan varnarvef gegn öllu illu“ („Be Strong in the Lord,“ Ensign, júlí 2004, 8).
Þegar þið lærið um alvæpni Guðs í Kenningu og sáttmálum 27:15–18, gætuð þið búið til töflu eins og þessa. Hvað gerið þið til að íklæðast hverjum hlut alvæpnis Guðs?
|
Hluti alvæpnisins |
Varinn líkamshluti |
Möguleg merking þess líkamshluta |
|---|---|---|
Hluti alvæpnisins Brynja réttlætisins | Varinn líkamshluti Hjarta | Möguleg merking þess líkamshluta Þrár mínar og ástríður |
Hluti alvæpnisins Hjálmur hjálpræðisins | Varinn líkamshluti Höfuð eða hugur | Möguleg merking þess líkamshluta |
Hluti alvæpnisins | Varinn líkamshluti | Möguleg merking þess líkamshluta |
Hluti alvæpnisins | Varinn líkamshluti | Möguleg merking þess líkamshluta |
Sjá einnig „Efesusbréfið 6:11–18; Jorge F. Zeballos, „Byggja upp líf með viðnámsþrótti gegn andstæðingnum,“ aðalráðstefna, október 2022.
Jesús Kristur leiðir kirkju sína með lifandi spámanni sínum.
Ímyndið ykkur hvernig það væri, ef allir gætu hlotið boðorð og opinberanir fyrir alla kirkjuna. Þegar Hiram Page sagðist hafa hlotið slíka opinberun, urðu margir meðlimir kirkjunnar ráðvilltir. Í Kenningu og sáttmálum 28 opinberaði Drottinn reglu opinberunar í kirkju sinni. Hvað lærið þið af þessum kafla um hið einstaka hlutverk forseta kirkjunnar? Hvað lærið þið um það hvernig Guð getur leiðbeint ykkur?
Sjá einnig Dale G. Renlund, „Rammi fyrir persónulega opinberun,“ aðalráðstefna, október 2022.
Hvers vegna var trúboð meðal Lamanítanna mikilvægt?
Einn tilgangur Mormónsbókar er að „Lamanítar fái vitneskju um feður sína og viti um fyrirheit Drottins“ (Kenning og sáttmálar 3:20). Þetta er í samræmi við fyrirheit sem Drottinn veitti hinum ýmsu spámönnum Mormónsbókar (sjá t.d. 1. Nefí 13:34–41; Enos 1:11–18; Helaman 15:12–13). Hinir fyrri meðlimir kirkjunnar litu á amerísku indíánana sem afkomendur fólksins í Mormónsbók. (Opinber afstaða kirkjunnar í dag er sú að Lamanítar „[séu] meðal forfeðra amerískra índíána“ [formáli Mormónsbókar].)
Til að lesa meira um trúboð Olivers í nálægum indíánaættbálkum, sjá þá „A Mission to the Lamanites,” Revelations in Context, 45–49. Hvað kennir þetta trúboð ykkur um Drottin og verk hans?
Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Sakramentið hjálpar mér að hafa Jesú Krist hugfastan.
-
Börn gætu velt fyrir sér af hverju við notum vatn fyrir sakramentið þegar Jesús notaði vín (sjá Lúkas 22:19–20; 3. Nefí 18:1–11). Þið gætuð lesið saman Kenningu og sáttmála 27:1–2 og rætt merkingu þess að meðtaka sakramentið „með einbeittu augliti á dýrð Guðs“ (vers 2). Hvað getum við gert til að einblína á frelsarann meðan við meðtökum sakramentið?
-
Það gæti ef til vill hjálpað börnum ykkar að hafa hann í huga þegar þau meðtaka sakramentið að hafa myndir, ritningarvers eða söngtexta um frelsarann. Þau gætu haft gaman af því að búa til bækling með eitthvað af slíkum myndum, versum og textum. Þeir gætu sjálf teiknað myndir eða fundið myndir í tímaritinu Barnavini.
Hluti af Síðasta kvöldmáltíðin, eftir Simon Dewey
Alvæpni Guðs verndar mig.
-
Þið gætuð sýnt börnum ykkar alvæpni eins og það sem er í þessum lexíudrögum eða á verkefnasíðu í lexíudrögum fyrir Efesusbréfið í Come, Follow Me – For Primary: New Testament 2023. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 27:15–18, hjálpið þeim þá að finna hluti alvæpnisins á myndinni. Hvernig getur alvæpni Guðs hjálpað okkur svo við fáum „staðist hinn illa dag“? (vers 15).
Kenning og sáttmálar 28:2, 6–7
Spámaðurinn hlýtur opinberun fyrir kirkjuna; ég get hlotið opinberun fyrir líf mitt.
-
Ef þið eigið mörg börn, gætuð þið boðið þeim að leika „fylgja leiðtoganum,“ og beðið tvö eða fleiri börn að vera leiðtogar á sama tíma. Hvað gerist þegar leiðtogarnir eru fleiri en einn? Þið gætuð síðan lært um Hiram Page (sjá „kafla 14: Spámaðurinn og opinberanir fyrir kirkjuna,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 56–57, eða samsvarandi myndbandi í Gospel Library; eða kaflafyrirsögn Kenningar og sáttmála 28). Hvernig leiðrétti himneskur faðir glundroðann meðal kirkjumeðlima fyrri tíðar? Hvernig leiðir hann kirkjuna á okkar tíma? (sjá Kenning og sáttmálar 28:2). Gefið vitnisburði ykkar um að núverandi spámaður sé kallaður af Drottni til að leiða kirkju hans á okkar tíma.
1:21Chapter 14: The Prophet and Revelations for the Church: September 1830
-
Þótt opinberun fyrir kirkjuna verði alltaf veitt gegnum spámanninn, þá getum við öll verið leidd af heilögum anda. Þið gætuð hjálpað börnum ykkar að leita í eftirfarandi ritningarversum og skrá hvernig heilagur andi getur leiðbeint okkur: Kenning og sáttmálar 28:1, 4, 15; Jóhannes 14:26; Moróní 8:26; 10:4–5. Miðlið hvert öðru hvernig þið hafið notið leiðsagnar heilags anda.
Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.