Kom, fylg mér
31. mars–6. apríl: „Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman“: Kenning og sáttmálar 29


„31. mars–6. apríl: ‚Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman‘: Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 29,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Jesús Kristur umlukinn trúuðum

31. mars–6. apríl: „Jesús Kristur mun safna fólki sínu saman“

Kenning og sáttmálar 29

Þótt að kirkja Jesú Krists hafi verið stofnuð 1830, átti enn eftir að opinbera ýmsan sannleika fagnaðarerindisins og ýmsir kirkjumeðlimir höfðu spurningar. Þeir höfðu lesið spádóma í Mormónsbók varðandi samansöfnun Ísraels og uppbyggingu Síonar (sjá 3. Nefí 21). Hvernig átti það að gerast? Opinberanirnar sem Hiram Page sagðist hafa hlotið fjölluðu um þetta efni og urðu aðeins til að auka á forvitni meðlimanna (sjá Kenningu og sáttmála 28). Aðrir veltu fyrir sér falli Adams og Evu og andlegum dauða. Drottinn tók þessu spurningum fagnandi árið 1830 og fagnar spurningum okkar í dag. „Hvers sem þér biðjið í trú,“ sagði hann við hina heilögu, „sameinaðir í bæn samkvæmt mínum boðum, það mun yður gefast“ (Kenning og sáttmálar 29:6). Í raun, eins og hin ríkulega kenningarlega opinberun í Kenningu og sáttmálum 29 sýnir, svarar Drottinn stundum spurningum okkar með því að veita okkur sannleika og þekkingu langt umfram spurningu okkar.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 29

Himneskur faðir hefur áætlun um sáluhjálp barna sinna.

Kenning og sáttmálar 29 kennir mörg sannindi um áætlun Guðs fyrir ykkur. Þegar þið lesið, leitið þá að sannleika sem þið lærið um hvert eftirfarandi atriða í áætluninni:

Hvaða skilning hlutuð þið? Ef það er gagnlegt fyrir ykkur, þá gætuð þið skrifað skilning ykkar í svæðið með myndunum aftast í þessum lexíudrögum. Hvernig hafa þessi sannindi áhrif á líf ykkar?

Sjá einnig Topics and Questions, „Plan of Salvation,“ Gospel Library.

Komið til mín

Hluti af Komið til mín, eftir Jenedy Paige

Kenning og sáttmálar 29:1–28

trúarskólatákn
Jesús Kristur býður mér að hjálpa við samansöfnun fólks síns fyrir síðari komu sína.

Jesús Kristur talar um að safna fólki sínu saman „líkt og þegar hæna safnar ungum sínum undir vængi sér“ (Kenning og sáttmálar 29:2). Hvað kennir þessi samlíking ykkur um Jesú Krist? Hvaða fleiri hugsanir eða hughrif berast ykkur þegar þið ígrundið samlíkinguna um hænu og unga í þessum lexíudrögum? Hugsið um það hvernig ykkur hefur fundist Jesú Kristur safna ykkur saman og vernda ykkur.

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 29:1–11, leitið þá að skilningi á:

  • Hverjum mun safnað saman.

  • Hver er merking „samansöfnunar“ í Kristi.

  • Hvers vegna við söfnumst saman í honum.

Hugleiðið af hverju þið viljið að annað fólk safnist saman í Jesú Kristi. Hvað finnst ykkur þið hvött að gera til hjálpar?

Þið gætuð spurt ykkur sjálf sömu spurningar meðan þið horfið á myndbandið „A Witness of God” (Gospel Library) eða lesið eða hlustið á sálm um samansöfnun, eins og „Ísrael, Drottinn á þig kallar“ (Sálmar, nr. 5). Hvað finnst ykkur Drottinn vera að reyna að kenna ykkur um samansöfnun sína?

2:40

A Witness of God

Russell M. Nelson forseti sagði: „Nú á samansöfnunin sér þó stað í hverju landi. Drottinn hefur lýst yfir stofnun Síonar á hverju því svæði sem hann hefur gefið hinum heilögu sem fæðingar- og þjóðernisaðsetur“ („Samansöfnun hins tvístraða Ísraels,“ aðalráðstefna, október 2006). Hvernig hjálpar samansöfnun á þennan hátt okkur að „vera að öllu leyti [viðbúin]“ fyrir síðari komu frelsarans? (vers 8; sjá einnig vers 14–28).

Sjá einnig Russell M. Nelson og Wendy W. Nelson, „Hope of Israel“ (heimslæg æskulýðssamkoma, 3. júní 2018), Gospel Library; D. Todd Christofferson, „Kenningin að tilheyra,“ aðalráðstefna, október 2022; Topics and Questions, „Gathering of Israel,“ Gospel Library.

Kenning og sáttmálar 29:31–35

„Allt er andlegt fyrir mér.“

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 29:31–35, spyrjið ykkur sjálf þá: „Í hvaða skilningi eru öll boðorð andleg?“ Þið gætuð skráð nokkur boðorð og ígrundað þau andlegu sannindi sem tengjast hverju þeirra. Upprifjun á For the Strength of Youth: A Guide for Making Choices gæti verið gagnleg – þar eru kennd sum eilíf sannindi að baki nokkurra boðorða Guðs.

Hvernig hefur það áhrif á viðhorf ykkar til boðorða Guðs að vita að „allt er andlegt“? Íhugið að leita líka að andlegri merkingu eða tilgangi á öðrum sviðum lífs ykkar.

Sjá einnig 2. Nefí 9:39.

Einblínið á Jesú Krist. „Hvert umræðuefni fagnaðarerindisins [er] tækifæri til að kenna og læra um Jesú Krist“ (Kenna að hætti frelsarans, 6). Hvað lærið þið um eiginleika hans, hlutverk hans og fordæmi hans þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 29?

Kenning og sáttmálar 29:36–50

Jesús Kristur frelsar okkur frá fallinu.

Hvernig gætuð þið notað Kenningu og sáttmála 29:36–50 til að útskýra af hverju við þörfnumst endurlausnar fyrir milligöngu Jesú Krists?

Fall Adams og Evu færði dauða og synd í heiminn, en það bjó líka leið að endurlausn og gleði í Kristi. Lesið vers 39–43 með það í huga og skráið orð og orðtök sem vekja ykkur gleði. Hvað vekur ykkur áhuga varðandi það sem Adam og Eva sögðu um fallið í HDP Móse 5:10–12?

Sjá einnig „Why We Need a Savior“ (myndband), Gospel Library.

2:15

Why We Need a Savior

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 02

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 29

Himneskur faðir hefur áætlun um sáluhjálp barna sinna.

  • Til að hefja umræðu um áætlun himnesks föður fyrir okkur, gætuð þið og börn ykkar rætt um það þegar þið gerðuð áætlun, eins og fyrir ferðalag eða til að vinna að verkefni. Þið gætuð líka miðlað dæmum um áætlanir, eins og að sýna dagatal með verkefnum skrifuð á það eða leiðbeiningar til að búa til eitthvað. Af hverju eru áætlanir gagnlegar? Þið gætuð síðan rætt hvað himneskur faðir vill fá áorkað og hvernig áætlun hans hjálpar okkur að ná því fram.

  • Þið gætuð notað myndirnar aftast í þessum lexíudrögum til að hjálpa börnum ykkar að finna vers í Kenningu og sáttmálum 29 sem kenna um mismunandi hluta áætlunar himnesks föður. Þið gætuð líka klippt út myndirnar og beðið börn ykkar að setja þær í rétta röð. Af hverju erum við þakklát fyrir að himneskur faðir hefur áætlun fyrir okkur? Hvernig hefur vitneskja okkar um hana áhrif á daglegt líf okkar?

Kenning og sáttmálar 29:1–2, 7–8

Jesús Kristur er að safna fólki sínu saman fyrir endurkomu sína.

  • Teikningin hér að neðan af hænu að safna saman ungum sínum eða myndbandið „Chicks and Hens“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti hjálpað börnum ykkar að sjá fyrir sér samlíkinguna í Kenningu og sáttmálum 29:1–2. Þið gætuð síðan lesið þessi vers saman og rætt hvernig hæna verndar unga sína og hvernig það er svipað því sem frelsarinn getur gert fyrir okkur.

    1:24

    Chicks and Hens

    hænumóðir með unga safnaða saman undir vængjum sínum

    Ég myndi safna yður saman, eftir Liz Lemon Swindle

  • Hvað myndi hvetja börn ykkar til að vilja hjálpa frelsaranum að safna saman fólki hans? Þau gætu viljað heyra um upplifun einhvers sem hefur „safnast“ til hans með því að ganga í kirkjuna hans. Hver til að mynda kynnti kirkjuna fyrir fjölskyldu ykkar? Hvernig höfum við verið blessuð af því að hlýða því kalli frelsarans að safnast til hans? Hvernig getum við hjálpað öðrum að safnast til hans? (Sjá „A Message for Children from President Russell M. Nelson“ [myndband], ChurchofJesusChrist.org.)

    3:30

    Video: A Message for Children from President Russell M. Nelson

Kenning og sáttmálar 29:11

Jesús mun koma aftur.

  • Mynd af síðari komu frelsarans (svo sem Trúarmyndabók, nr. 66) eða söngur um hana (svo sem „Þegar hann kemur afturBarnasöngbókin, 46) gæti hjálpað ykkur og börnum ykkar að ræða Kenningu og sáttmála 29:11. Hjálpið börnum ykkar að gæta að orðtökum í ritningunum sem tengjast einhverju á myndinni eða í söngnum. Miðlið hvert öðru hvað ykkur finnst um að Jesús Kristur komi aftur til jarðar.

The resurrected Jesus Christ (wearing white robes with a magenta sash) standing above a large gathering of clouds. Christ has His arms partially extended. The wounds in the hands of Christ are visible. Numerous angels (each blowing a trumpet) are gathered on both sides of Christ. A desert landscape is visible below the clouds. The painting depicts the Second coming of Christ. (Acts 1:11)

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

kort sem sýnir hin sex svið áætlun sáluhjálpar
verkefnasíða fyrir börn