„21.–27. apríl: ‚Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir‘: Kenning og sáttmálar 37–40,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 37–40,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
Hluti af Heilagir flytja til Kirtland, eftir Sam Lawlor
21.–27. apríl: „Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir“
Kenning og sáttmálar 37–40
Kirkjan var hinum fyrri heilögu meira en staður til að hlusta á einhvern prédika á sunnudögum. Í opinberununum voru notuð orð eins málstaður, ríki, Síon og, nokkuð oft, verk. Það getur hafa verið hluti af því sem laðaði marga að hinni endurreistu kirkju. Eins margir og hrifust af kenningunni, þá þráðu margir einnig eitthvað sem þeir gátu helgað lífi sínu. Þrátt fyrir það var ekki auðvelt að hlýða boði Drottins sem hann gaf árið 1830 um að safnast saman í Ohio. Fyrir marga þýddi það að yfirgefa þægileg heimili sín fyrir ókunnar slóðir (sjá „Raddir endurreisnarinnar: Samansöfnun í Ohio“). Í dag getum við séð greinilega það sem þessir heilögu gátu einungis séð með augum trúar, að Drottinn ætlaði þeim miklar blessanir í Ohio.
Þörfin fyrir að safnast saman í Ohio er löngu liðin hjá, en heilagir í dag safnast enn saman um þann sama málstað: Að „leiða fram Síon“ (Kenning og sáttmálar 39:13). Á sama hátt og hinir fyrri heilögu, er okkur boðið að hverfa frá „[veraldlegum hlutum]“ (Kenning og sáttmálar 40:2) og treysta á loforð Drottins: „Þú skalt hljóta … ríkulegri blessun en þú hefur áður þekkt“ (Kenning og sáttmálar 39:10).
Sjá einnig Heilagir, 1:109–11.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Guð safnar okkur saman til að blessa okkur.
Meðlimir kirkjunnar í Fayette, New York, þurftu að færa erfiðar fórnir til að flytja til Ohio (um 400 km í burtu) veturinn 1831. Þegar þið lesið um boð Drottins í Kenningu og sáttmálum 37:3–4, gætuð þið hugsað um þær fórnir sem Drottinn hefur beðið ykkur að færa. Þegar þið síðan lærið Kenningu og sáttmála 38:1–33, leitið þá að sannleika um frelsarann sem hvetur til trúar á að fylgja leiðsögn hans. Hvað lærið þið af versum 11–33 varðandi blessanir samansöfnunar sem fylgjendur Jesú Krists?
„Heyrið raust mína og fylgið mér.“
Hvernig getum við gert Jesú Krist að „löggjafa“ okkar? Hvernig verðum við „frjáls þjóð“ með því að fylgja lögmálum hans?
Sjá einnig 2. Nefí 2:26–27.
Ef ég er viðbúinn þarf ég ekkert að óttast.
Hvenær hafið þið upplifað regluna sem Drottinn opinberaði í Kenningu og sáttmála 38:30: „Séuð þér viðbúnir þurfið þér ekki að óttast“? Þegar þið lærið kafla 38, gætið þá að því hvernig Drottinn undirbýr sína heilögu svo þeir geti tekist á við framtíðina af hugrekki. Hvernig vill hann að þið búið ykkur undir áskoranir svo þið þurfið ekki að óttast?
Sjá einnig David A. Bednar, „Með þessu munum við reyna þá,“ aðalráðstefna, október 2020.
Guð vill að við „[séum] eitt.“
Hinir heilögu sem söfnuðust saman í Ohio komu frá ólíkum aðstæðum. Það sama á líklega við um fólkið í deild ykkar. Drottinn býður fólki sínu hins vegar að „[vera] eitt“ (vers 27). Hvernig fáum við áorkað slíkri einingu? Hvaða hugmyndir berast ykkur við lestur Kenningar og sáttmála: 24 27? Af hverju þurfum við að vera sameinuð til að verða fólks Guðs?
Lestur þessara versa gæti líka hvatt ykkur til að hugsa um sambönd ykkar – til að mynda við fjölskyldumeðlimi, deildarmeðlimi og sveitar- eða bekkjarmeðlimi. Hvað gæti verið að koma í veg fyrir að þið séuð eitt í Kristi? Hvernig getur frelsarinn hjálpað ykkur að „[vera] eitt“? Myndböndin „Friend to All“ eða „Love in Our Hearts“ á (Gospel Library) gætu hjálpað ykkur að svara þessum spurningum. Þið gætuð líka fundið hugmyndir í boðskap öldungs Dales G. Renlund, „Friður Krists rífur niður vegg fjandskapar,“ aðalráðstefna, október 2021.
A Friend to All
Love in Our Hearts
Hvernig gætuð þið hjálpað þessum hópum að vera sameinaðri? Íhugið til að mynda að senda eða texta vingjarnleg skilaboð til meðlima sveitar ykkar, bekkjar eða fjölskyldu. Hvaða einstaklings finnst ykkur þið hvött til að ná til?
Hvað hrífur ykkur varðandi fordæmi frelsarans í Efesusbréfinu 2:14, 18–22; 2. Nefí 26:24–28?
Sjá einnig Quentin L. Cook, „Hjörtu tengd böndum réttlætis og einingar,“ aðalráðstefna, október 2020; „Elskið hver annan,“ Sálmar, nr. 117; Topics and Questions, „Belonging in the Church of Jesus Christ,“ Gospel Library.
Kenning og sáttmálar 38:39; 39–40
Himneskur faðir þráir að gefa mér ríkidæmi eilífðar.
Hver er munurinn á „auðæfum jarðarinnar“ og „auðæfum eilífðarinnar,“ að ykkar mati? (Kenning og sáttmálar 38:39). Hvaða upplifanir hafa kennt ykkur að meta auðæfi eilífðarinnar?
Hafið þetta hugfast þegar þið lesið um James Covel í köflum 39–40 (svo og hinn sögulega bakgrunn í fyrirsögnum kaflanna). Íhugið hvernig upplifun hans gæti átt við um ykkur. Sem dæmi, hugsið um þann tíma þegar „hjarta [ykkar] … var réttlátt fyrir [Guði]“ (Kenning og sáttmálar 40:1). Hvernig voruð þið blessuð fyrir trúfesti ykkar? Íhugið líka hvaða „veraldlegu hlutum“ þið standið frammi fyrir. Hvernig gætu þeir staðið í vegi þess að þið takið á móti orði Guðs „með gleði“? (Kenning og sáttmálar 39:9; 40:2). Hvað finnið þið í þessum köflum sem hvetur ykkur til að vera stöðugri í hlýðni ykkar við Guð.
Sjá einnig Matteus 13:3–23.
Tileinkið ykkur ritningarnar. „Ein leið til að hjálpa nemendum að sjá tenginguna við [ritningarnar], er að spyrja spurninga eins og: ‚Hvernig gæti þetta hjálpað ykkur með eitthvað sem þið eruð að ganga í gegnum núna?‘ ‚Af hverju er mikilvægt fyrir ykkur að vita þetta?‘ ‚Hverju gæti þetta breytt fyrir líf ykkar?‘“ (Kenna að hætti frelsarans, 23). Spurningarnar í þessu verkefni um Kenningu og sáttmála 39–40 eru fleiri dæmi um spurningar sem geta hjálpað okkur að tileinka okkur þessar opinberanir í lífi okkar.
Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Kenning og sáttmálar 37; 38:31–33
Guð safnar okkur saman til að blessa okkur.
-
Kortið og verkefnasíðan aftast í þessum lexíudrögum gætu hjálpað börnum ykkar að skilja hvað það er sem Guð bauð í Kenningu og sáttmálum 37:3. Þið gætuð ef til vill hjálpað þeim að finna staðina sem tilgreindir eru í þessum opinberunum. Þið gætuð líka hjálpað þeim að finna orðtök í Kenningu og sáttmálum 38:31–33 sem lýsa af hverju Guð vill að fólk sitt safnist saman.
Guð vill að við „[séum] eitt.“
-
Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 38:24–25 með börnum ykkar, ræðið þá merkingu þess að meta bróður sinn eða systur eins og sjálfan sig (sjá einnig Matteus 7:12). Hjálpið þeim að endurtaka ritningarversið og nota nafn hvers annars í stað „bróður sinn.“
-
Til að kenna börnum ykkar merkingu þess að „[vera] eitt“ (Kenning og sáttmálar 38:27), gætuð þið hjálpað þeim að teikna stóran tölustaf númer 1 og skreyta hann með nöfnum og teikningum eða myndum af hverjum einstaklingi í fjölskyldu ykkar eða námsbekk. Við hlið tölustafsins 1, gætuð þið skrifað eitthvað sem þið munuð gera til að auka einhug ykkar.
-
Íhugið að vera með sýnikennslu þar sem fram kemur hvernig hægt er að sameina efni svo það verði eitt, eins og vefnaðarbúta sem verða að einu bútasaumsteppi eða hráefni sem verður að einu brauði. Hvað kenna þessi dæmi okkur um að verða eitt eins og fólk Guðs?
Ef ég er viðbúinn þarf ég ekkert að óttast.
-
Þegar þið lesið saman Kenningu og sáttmála 38:30, gætuð þið og börn ykkar rætt nýlegar upplifanir sem kröfðust undirbúnings. Þið gætuð síðan spurt börn ykkar að einhverju því sem himneskur faðir vill að við búum okkur undir. Segið börnum ykkar fá upplifun þar sem undirbúningur hjálpaði við að óttast ekki. Þið gætuð líka horft saman á myndbandið „Men‘s Hearts Shall Fail Them“ (Gospel Library).
Men's Hearts Shall Fail Them
Ég hlýt gjöf gjöf heilags anda við staðfestingu.
-
Íhugið að sýna mynd af einhverjum sem er staðfestur. Biðjið börnin að lýsa því sem er að gerast á myndinni. Þið getið líka boðið þeim að benda alltaf á myndina þegar þau heyra orðin heilagur andi í Kenningu og sáttmálum 39:6, 23 (eða í söng eins og „Heilagur andi,“ Barnasöngbókin, 56). Miðlið hvert öðru hvernig heilagur andi hefur blessað ykkur.
Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.