Kom, fylg mér
Raddir endurreisnarinnar: Samansöfnun í Ohio


„Raddir endurreisnarinnar: Samansöfnun í Ohio,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Samansöfnun í Ohio,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Táknmynd radda endurreisnarinnar

Raddir endurreisnarinnar

Samansöfnun í Ohio

Kirtland á fjórða áratugi 19. aldar

Kirtland-þorpið, eftir Al Rounds

Phebe Carter

Picture of Phoebe Carter Woodruff, wife of Wilford Woodruff, circa 1840.

Meðal hinna mörgu heilögu sem söfnuðust saman í Ohio á fjórða áratugi nítjándu aldarinnar var Phebe Carter. Hún gekk í kirkjuna í norðausturhluta Bandaríkjanna á miðjum þrítugsaldri, þótt foreldrar hennar hefðu ekki gert það. Hún ritaði síðar um þá ákvörðun sína um að flytja til Ohio, til að sameinast hinum heilögu:

„Vinir mínir furðuðu sig á ætlun minni, sem og ég sjálf, en það var eitthvað hið innra sem knúði mig áfram. Sorg móður minnar yfir því að ég færi að heiman var næstum meiri en ég fékk borið, og ef það hefði ekki verið fyrir andann hið innra, hefði mér að lokum fallist hugur. Móðir mín sagði að hún myndi heldur vilja sjá á eftir mér í gröfina, en að ég færi þannig einsömul út í hinn miskunnarlausa heim.

„,[Phebe], sagði hún á áhrifaríkan hátt, ‚viltu koma aftur heim til mín, ef þú uppgötvar að mormónismi er falskur?‘

„Ég svaraði: ‚Já móðir mín, ég skal gera það.‘ … Svar mitt létti á áhyggjum hennar, en sorgin var okkur öllum mikil að kveðjast. Þegar leið að brottför minni, treysti ég mér ekki til að kveðja, svo ég skrifaði kveðjuorð til hvers og eins og skildi þau eftir á borðinu mínu, hljóp niður og stökk upp í vagninn. Þannig yfirgaf ég mitt ástkæra æskuheimili til að sameinast hinum heilögu Guðs.“

Í einum þessara kveðjubréfa skrifaði Phebe:

„Kæru foreldrar – ég yfirgef nú foreldrahús mitt um tíma. … Ég veit ekki hversu lengi – en ekki án þakklætis fyrir þá góðvild sem ég hef notið frá bernsku fram á þennan dag – en forsjónin virðist haga málum öðruvísi nú en áður. Leggjum þetta allt í hendur forsjónarinnar og verum þakklát fyrir að hafa fengið að búa saman svo lengi, við jafn jákvæðar aðstæður og raun ber vitni, í þeirri trú að allt verði okkur til góðs, ef við elskum Guð framar öllu. Verum viss um að geta beðið til Guðs, sem mun heyra einlægar bænir allra sköpunarverka sinna og veita okkur það sem okkur er fyrir bestu. …

„Móðir, ég trúi að það sé vilji Guðs fyrir mig að fara vestur og hef verið sannfærð um að svo hafi verið lengi. Nú hefur leiðin opnast. … Ég trúi að það sé andi Drottins sem hefur gert það mögulegt, sem í öllu er nægjanlegt. Verið ekki áhyggjufull yfir barni ykkar, Drottinn mun hugga mig. Ég trúi því að Drottinn muni annast mig og veita mér það sem mér er fyrir bestu. … Ég fer, því meistari minn kallar – hann hefur gert skyldu mína skýra.“

Heimildir

  1. Edward W. Tullidge, The Women of Mormondom (1877), 412.

  2. Bréf Phebe Carter til foreldra sinna, engin dagsetning, Sögusafn kirkjunnar, Salt Lake City, greinarmerki færð í nútímahorf. Phebe gekk í kirkjuna árið 1834, flutti til Ohio um 1835 og giftist Wilford Woodruff árið 1837.