Kom, fylg mér
3.–9. mars: „Lær af mér“: Kenning og sáttmálar 19


„3.–9. mars: ,Lær af mér,‘ Kenning og sáttmálar 19,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 19,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Jesús gengur eftir slóða nærri tré

Hluti af Gethsemane-vegurinn, eftir Steve McGinty

3.–9. mars: „Lær af mér“

Kenning og sáttmálar 19

Það tók Martin og Lucy Harris mörg ár að eignast eitt besta býlið í Palmyra, New York. Árið 1829 varð þó ljóst að einungis væri mögulegt að gefa úr Mormónsbók, ef Martin skuldsetti býlið sitt til að greiða prentaranum. Martin átti vitnisburð um Mormónsbók, en ekki Lucy. Ef Martin skuldsetti býlið og sala Mormónsbókar yrði dræm, myndi hann missa býlið, stofna hjónabandi sínu í hættu og skaða orðspor sitt í samfélaginu. Þó að aðstæður okkar séu aðrar en Martins, þá stöndum við öll frammi fyrir erfiðum spurningum eins og þeim sem hann stóð frammi fyrir: Hvers virði er fagnaðarerindi Jesú Krists mér? Hverju er ég fús til að fórna til að hjálpa við framrás Guðs ríkis? Martin Harris ákvað að lokum að veðsetja býlið sitt svo hægt væri að prenta fyrstu 5.000 eintökin af Mormónsbók. En jafnvel þessi fórn – og öll fórn sem við gætum fært – er lítil miðað við fórn Jesú Krists, sem er „æðstur allra“ (Kenning og sáttmálar 19:18), sem blæddi úr hverri svitaholu til frelsunar hins iðrandi.

Ef þið viljið vita meira um útgáfu Mormónsbókar, sjá þá Heilagir, 1:76–84.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 19:1–12

„Ég, Guð, er óendanlegur.“

Joseph Smith útskýrði að opinberunin í kafla 19 væri „boðorð Guðs … til Martins Harris, gefið af honum sem eilífur er“ (kaflafyrirsögn). Gætið að því í versum 1–12 þar sem Drottinn leggur áherslu á eilíft eðli sitt. Af hverju haldið þið að mikilvægt hafi verið fyrir Martin Harris að vita þetta um Drottin? Af hverju er mikilvægt fyrir ykkur að vita þetta?

Af hverju haldið þið að Jesús Kristur sé kallaður „upphafið og endirinn“? (vers 1).

Kenning og sáttmálar 19:15–20

trúarskólatákn
Jesús Kristur þjáðist svo ég gæti iðrast og komið til hans.

Nýja testamentið lýsir þjáningum frelsarans í Getsemane út frá upplifun þeirra sem urðu vitni að þeim. Í Kenningu og sáttmálum 19:15–20 sagði Jesús Kristur eigin orðum frá þjáningu sinni. Þegar þið lesið þessa helgu, persónulegu frásögn, gætið þá því hvernig frelsarinn lýsir þjáningu sinni. Ígrundið hvað hvert orð eða orðtak kennir ykkur. Af hverju var frelsarinn fús til að þjást? Þið getið lært meira í Jóhannesi 15:13; Mósía 3:7; Alma 7:11–12; Kenningu og sáttmálum 18:10–13.

Tilfinningarnar sem vakna þegar þið lærið um þjáningar frelsarans, gætu kallað fram spurningar eins og þessar: Af hverju þurfti frelsarinn að þjást fyrir syndir mínar? Af hverju þarf ég að iðrast til að hljóta allar blessanir fórnar hans? Þið gætuð fundið innsýn varðandi þessar spurningar og aðrar í boðskap öldungs Ulisses Soares „Jesús Kristur: Sálnahirðir okkar“ (aðalráðstefna, apríl 2021). Hvaða hughrif berast ykkur í náminu? Hugleiðið að skrá tilfinningar ykkar til Jesú Krists og fórnar hans fyrir ykkur.

Sem hluti af námi ykkar og tilbeiðslu, gætuð þið leitað að sálmi sem þið getið hlustað á eða sungið og lýsir þakklæti ykkar til frelsarans fyrir þjáningar hans fyrir ykkar hönd. „Um Jesú ég hugsa“ (Sálmar, nr. 65) er tilvalinn.

Hvað finnst ykkur að himneskur faðir og Jesús Kristur vilji að þið gerið með það sem þið hafið upplifað og lært?

Sjá einnig „Jesus Christ will help you,“ For the Strength of Youth: A Guide for Making Choices (2022), 6–9; Topics and Questions, „Atonement of Jesus Christ,“ „Repentance,“ Gospel Library; D. Todd Christofferson, „Hin guðlega gjöf iðrunar,“ aðalráðstefna, október 2011; „Jesus Suffers in Gethsemane“ (myndband), Gospel Library.

8:48

The Savior Suffers in Gethsemane

Kenning og sáttmálar 19:23

Við hljótum frið af því að læra um Jesú Krist og fylgja honum.

Ígrundið boð frelsarans: „Lær af mér.“ Hvað lærið þið um Jesú Krist af Kenningu og sáttmálum 19? Skráið hugsanir ykkar og íhugið hvernig þessi sannleikur um frelsarann hjálpar ykkur að finna frið. Hver er merking þessara orða fyrir ykkur: „Gakk í hógværð anda míns“?

Sjá einnig Henry B. Eyring, „Finna persónulegan frið,“ aðalráðstefna, apríl 2023; „Peace in Christ“ (myndband), Gospel Library.

4:10

Peace in Christ

Kenning og sáttmálar 19:26–41

Blessanir Guðs eru verðmætari en fjársjóðir jarðar.

Mormónsbók seldist ekki mjög vel í Palmyra. Martin Harris neyddist því að lokum til að selja stóran hluta af býli sínu til að greiða skuldina við prentarann (sjá „The Contributions of Martin Harris,“ Revelations in Context, 7–8). Íhugið fórn Martins – og blessanirnar sem þið hafið hlotið vegna hennar – við lestur Kenningar og sáttmála 19:26–41. Þið gætuð líka hugsað um það sem Drottinn hefur beðið ykkur um að fórna. Hvað finnið þið í þessum versum sem innblæs ykkur til að færa slíkar fórnir af „gleði“? (sjá einnig vers 15–20).

málverk af býli í Palmyra

Hluti af Býli Martins Harris, eftir Al Rounds

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 01

Hugmyndir fyrir kennslu barna

KS 19:16‒19

Jesús Kristur þjáðist fyrir mig.

  • Þið gætuð hjálpað börnum ykkar að finna lotningu og þakklæti fyrir frelsarann með því að lesa saman Kenningu og sáttmála 19:16–19 eða „kafla 51: Jesús þjáist í Getsemanegarðinum,“ í Sögur úr Nýja testamentinu, 129–32, eða horfa á samsvarandi myndband í Gospel Library. Hugleiðið að gera hlé til að ganga úr skugga um að börn ykkar skilji og fá þau til að tjá tilfinningar sínar. Hvað er til að mynda „þetta“ í versi 16 sem Jesús þjáðist fyrir í okkar þágu? (sjá Mósía 3:7; Alma 7:11–12). Hvað lærum við af þessari lýsingu um þjáningar hans? Hvernig getum við sýnt þakklæti fyrir það sem hann gerði fyrir okkur?

1:47

Chapter 51: Jesus Suffers in the Garden of Gethsemane

Hjálpið börnum að læra í ritningunum. Sum börn eiga erfitt með að lesa ritningarnar. Það gæti hjálpað þeim að einbeita sér að einu versi eða orðtaki.

  • Þið og börn ykkar gætuð leitað í Sálmum eða Barnasöngbókinnni og fundið söngva sem hjálpa ykkur að tjá tilfinningar ykkar til Jesú Krist (sjá atriðaskrá í þessum bókum).

Jesús biðst fyrir í Getsemane

Kenning og sáttmálar 19:18–19, 24

Jesús Kristur hlýddi himneskum föður, jafnvel þegar það var erfitt.

  • Það var mjög erfitt að þjást fyrir syndir okkar, en Jesús Kristur var fús til að gera það til að hlýða föður sínum og sýna kærleika sinn til hans og okkar. Þið gætuð horft saman á mynd af Jesú Kristi þjást í Getsemane (eins og þær sem eru í þessum lexíudrögum) og beðið börn ykkar að segja ykkur hvað þau viti um það sem á sér stað á myndinni. Þið gætuð lesið saman Kenningu og sáttmála 19:18–19, 24 til að leggja áherslu á að þjáning fyrir syndir okkar hafi verið það erfiðasta sem nokkur hafi gert, en vegna þess að Jesús elskaði föður sinn og okkur, þá hlýddi hann vilja Guðs (sjá einnig Mósía 3:7). Hvað biður Guð okkur að gera sem er erfitt? Hvernig getum við fundið hugrekki til að hlýða honum?

Kenning og sáttmálar 19:23

„Lær af mér og hlusta á orð mín.“

  • Þið gætuð hjálpað börnum ykkar að koma fram með einfaldar hreyfingar sem gætu fallið að orðtökum í Kenningu og sáttmálum 19:23. Lesið þetta vers nokkrum sinnum meðan þau gera hreyfingarnar. Hvernig gætuð þið lært af Kristi og hlustað á orð hans?

Kenning og sáttmálar 19:38

Blessanir Guðs eru verðmætari en fjársjóðir jarðar.

  • Þið og börn ykkar gætuð skipst á við að halda á Mormónsbók og sagt frá því sem ykkur er kært varðandi hana. Ræðið stuttlega um fórn Martins Harris svo mögulegt væri að prenta Mormónsbók (sjá Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 33). Hvað sagði Drottinn við Martin í Kenningu og sáttmálum 19:38 sem gæti hafa hjálpað honum að vera trúfastur og hlýðinn? Hjálpið börnum ykkar að hugsa um eitthvað sem þau gætu fórnað til að hlýða Guði eða hjálpa við verk hans.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

málverk af Jesú í Getsemane

Kristur biðst fyrir í Getsemanegarðinum, eftir Hermann Clementz

verkefnasíða fyrir börn