Kom, fylg mér
10.–16. mars: „Upphaf kirkju Krists“: Kenning og sáttmálar 20–22


„10.–16. mars: ,Upphaf kirkju Krists‘: Kenning og sáttmálar 20–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 20–22,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Joseph Smith prédikar fyrir fullu herbergi af fólki

10.–16. mars: „Upphaf kirkju Krists“

Kenning og sáttmálar 20–22

Verki frelsarans að leiða fram Mormónsbók var nú lokið. Verk endurreisnar hans var þó rétt að hefjast. Auk þess að endurreisa kenningu og prestdæmisvald, hafði Drottinn gert það ljóst með fyrri opinberunum að hann vildi líka endurreisa formlega stofnun – kirkjuna sína (sjá Kenning og sáttmálar 10:53; 18:5). Hinn 6. apríl 1830 fjölmenntu yfir 40 manns í bjálkahús Whitmer–fjölskyldunnar í Fayette, New York, til að verða vitni að stofnun kirkju Jesú Krists.

Sumir velta fyrir sér af hverju nauðsynlegt er að hafa skipulagða kirkju. Hið minnsta að hluta, gæti svarið falist í þeim opinberunum sem tengdust þessari fyrstu kirkjusamkomu árið 1830. Í þeim er sagt frá blessunum sem ekki hefðu verið mögulegar ef hin sanna kirkja Jesú Krists hefði ekki verið „formlega skipulögð og stofnsett“ á síðari dögum (Kenning og sáttmálar 20:1).

Sjá einnig Heilagir, 1:84–86; „Build Up My Church,“ í Revelations in Context, 29–32.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 20–21

Jesús Kristur hefur endurreist kirkju sína.

Af hverju höfum við skipulagða kirkju? Besta svarið er ef til vill „af því að Jesús Kristur skipulagði kirkju.“ Þegar þið lærið Kenningu og sáttmála 20–21, gætuð þið veitt athygli að margt er líkt með kirkjunni sem stofnuð var fornöld og þeirri sem hann hefur stofnað á okkar tíma. Notið eftirtalin ritningarvers til að læra um kirkju frelsarans í fornöld: Matteus 16:15–19; Jóhannes 7:16–17; Efesusbréfið 2:19–22; 3. Nefí 11:23–26; Moróní 4–5. Notið þessi vers til að læra um hina endurreistu kirkju: Kenning og sáttmálar 20:17–25, 60, 72–79; 21:1–2. Þið gætuð skráð það sem þið finnið í töflu eins og þessa:

Kenning

Helgiathafnir

Prestdæmisvald

Spámenn

Hin forna kirkja Krists

Kenning

Helgiathafnir

Prestdæmisvald

Spámenn

Hin endurreista kirkja Krists

Kenning

Helgiathafnir

Prestdæmisvald

Spámenn

Hvað lærið þið af þessu verkefni um ástæðu þess að Jesús Kristur stofnaði – og endurreisti – kirkju sína?

Sjá einnig Dallin H. Oaks, „Þörfin fyrir kirkju,“ aðalráðstefna, október 2021.

Hvetjið til miðlunar Þegar þið bjóðið fólki að miðla því sem það hefur verið að læra á eigin spýtur, mun það finna fyrir hvatningu til að halda áfram í persónulegu námi sínu. Hverju gætuð þið boðið öðrum að miðla?

Kenning og sáttmálar 20:37, 75–7922

Helgiathafnir hjálpa mér að verða eins og frelsarinn.

Þegar kirkjan var stofnuð, fræddi Drottinn hina heilögu um helgiathafnir, þar með talið skírn og sakramentið. Þegar þið lesið um þessar helgiathafnir, hugleiðið þá hvernig þær hafa hjálpað ykkur að finnast þið vera tengd frelsaranum. Hvernig hjálpa þessar helgiathafnir ykkur að „[vera ákveðin] í að þjóna [Jesú Kristi] allt til enda“? (vers 37). Þið gætuð líka lesið sakramentisbænirnar (vers 77, 79) og ímyndað ykkur að þið séuð að hlýða á þær í fyrsta sinn. Hvaða skilning hljótið þið?

Sjá einnig D. Todd Christofferson, „Hvers vegna sáttmálsvegurinn,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

piltur útdeilir sakramentinu

Kenning og sáttmálar 20:38–60

Prestdæmisþjónusta blessar kirkjumeðlimi og fjölskyldur þeirra.

Hafið þið einhvern tíma íhugað af hverju frelsaranum er mikilvægt að endurreisa prestdæmið í kirkju sinni? Lesið það sem hann biður prestdæmishafa að gera í Kenningu og sáttmálum 20:38–60, því það gæti aukið skilning ykkar. Hvernig hefur frelsarinn blessað ykkur og fjölskyldu ykkar fyrir tilstilli þess verks sem lýst er í þessum versum?

Auk þeirra sem vígðir eru prestdæminu, iðka konur sem settar eru í embætti til að þjóna í kirkjunni, líka vald Guðs þegar þær eru þátttakendur í verki hans. Til að læra hvernig, sjá þá Dallin H. Oaks forseti, „Lyklar og vald prestdæmisins“ (aðalráðstefna, apríl 2014).

Sjá einnig Topics and Questions, „Joseph Smith’s Teachings about Priesthood, Temple, and Women,“ Gospel Library.

Kenning og sáttmálar 21

trúarskólatákn
Að hlýða orði Guðs gefin fyrir munn spámanna hans mun veita mér guðlega vernd.

Kenning og sáttmálar 21:4–9 hafa að geyma boð um að fylgja spámanni Drottins og máttug loforð um fyrir þau sem það gera. Eftirfarandi hugmyndir geta hjálpað ykkur að hugleiða þessi vers:

  • Hvaða orð í versum 4–5 greina frá því sem frelsarinn vill að þið gerið við orð hans lifandi spámanns? Af hverju haldið þið að þörf sé á „þolinmæði og trú“ til að gera þetta?

  • Hugleiðið myndmálið sem frelsarinn notar í versi 6 til að lýsa blessunum þess að fylgja spámanni hans. Hvað haldið þið að „hlið heljar“ merki? Af hverju mun Drottinn „dreifa valdi myrkursins“ frá okkur? Hvað merkir að „láta himnana bifast yður til góðs“?

  • Hvað er Drottinn að biðja ykkur að gera fyrir munn núverandi forseta kirkjunnar? Hvernig hefur Drottinn uppfyllt loforð sín er þið hafið fylgt leiðsögn hans?

Skráið frekari skilning sem þið hljótið af eftirfarandi hlutum í boðskap öldungs Neils L. Andersen „Spámaður Guðs“ (aðalráðstefna, apríl 2018):

  • Ástæða þess að við fylgjum spámanninum:

  • Varðmaður í turni:

  • Látið ykkur ekki bregða:

Sjá einnig „Watchman on the Tower“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org; Topics and Questions, „Prophets,“ Gospel Library; „Kom, heyrið spámann hefja raust,“ Sálmar, nr. 8.

4:17

Watchman on the Tower

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 02

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 20–21

Kirkja Jesú Krists hefur verið endurreist.

  • Íhugið að nota kaflafyrirsögn Kenningar og sáttmála 21, kaflar 9 í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, eða myndbandið „Organization of the Church“ (ChurchofJesusChrist.org) til að hjálpa börnum ykkar að skilja það sem gerðist á þeim degi þegar kirkjan var stofnuð.

    2:37

    The Church of Jesus Christ Is Organized: A joyful Church meeting

  • Börn ykkar gætu ef til vill parað myndir af Jesú Kristi, einhverjum að þjóna, skírn og sakramentinu við vers í kafla 20 (sjá vers 21–23, 47, 72–74, 75–79). Notið þessar myndir og versin til að ræða blessanir þess að hafa hina endurreistu kirkju Jesú Krists.

Kenning og sáttmálar 20:37, 41, 71–74

Þegar ég skírist og staðfestist lofa ég að fylgja Jesú Kristi.

  • Börn ykkar gætu haft gaman af því að virða fyrir sér mynd af barni sem er skírt og staðfest. Þau geta tilgreint hvernig hún er í samræmi við boðin í Kenningu og sáttmálum 20:41, 71–74. Hvað lærið þið af Kenningu og sáttmálum 20:37 um fólk sem vill láta skírast? Þið gætuð líka sungið saman sönginn „Skírnin“ (Barnasöngbókin, 54) eða horft á myndbandið „The Baptism of Jesus“ (Gospel Library).

    3:10

    The Baptism of Jesus

    stúlka skírð og stúlka staðfest
  • Ef þið eigið börn sem hafa verið skírð og staðfest, spyrjið þau þá um upplifun þeirra. Eiga þau myndir sem þau gætu sýnt? Ræðið við þau um hvað þau eru að gera til að fylgja Jesú Kristi og hvernig hann blessað þau.

Kenning og sáttmálar 20:75–79

Ég get tekið á mig nafn Jesú og haft hann ávallt í huga.

  • Börn ykkar gætu leitað að orðinu „fús“ í bæði Kenningu og sáttmálum 20:37 (um skírn) og í versi 77 (sakramentisbæn). Hvað vill Jesús Kristur að við séum fús að gera? Börn ykkar gætu ef til vill horft á eitthvað sem hefur nafn ritað á sig (svo sem nafn vörumerkis eða persónunafn). Hvað segir nafnið okkur um hlutinn? Hver er merking þess að taka á sig nafn Jesú Krists?

  • Íhugið að lesa saman Kenningu og sáttmála 20:77 og biðja börn ykkar að tilgreina loforð okkar er við meðtökum sakramentið. Þau gætu ef til vill skipst á við að látast gera eitthvað sem þau geta gert til að „hafa [frelsarann] ávallt í huga“ og geta sér til um merkingu látbragðs hvers annars. Hvernig erum við blessuð þegar við höfum frelsarann ávallt í huga, samkvæmt versi 77?

Kenning og sáttmálar 21:4–6

Jesús blessar mig þegar ég fylgi spámanni hans.

  • Eftir að hafa lært um boðin og loforðin í Kenningu og sáttmálum 21:4–6, gætu börn ykkar skoðað mynd af núverandi spámanni og sagt frá einhverju sem þau hafa lært eða heyrt um hann. Segið hverju öðru frá því hvernig Jesús Kristur hefur blessað ykkur fyrir að fylgja spámanni sínum.

Nelson forseti

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Joseph Smith vígður af Oliver Cowdery

Oliver Cowdery vígir Joseph Smith, eftir Walter Rane

verkefnasíða fyrir börn