Trúarskóli eldri deildar
8 Upphaf kirkju Krists


„Upphaf kirkju Krists,“ kafli 8 í Heilagir: Saga Kirkju Jesú Krists á Síðari dögum, bindi 1, Sannleiksstaðall, 1815–1846 (2018)

Kafli 8: „Upphaf kirkju Krists“

Kafli 8

Upphaf kirkju Krists

Ljósmynd
Eintök af Mormónsbók

Snemma í júlí árið 1829, vissi Joseph, verandi með handrit í höndunum, að Drottinn vildi að hann gæfi Mormónsbók út og dreifði boðskap hennar vítt og breitt. Hinsvegar kannaðist útgáfuheimurinn ekki við hann og fjölskyldu hans. Hann varð að halda handritinu öruggu, finna prentara og koma eintökum af bókinni í hendur fólks sem var tilbúið að hugleiða möguleikann á nýrri ritningu.

Það yrði heldur ekki ódýrt að gefa út bók eins og Mormónsbók. Fjármál Josephs höfðu ekki lagast síðan hann hóf þýðinguna og allur peningurinn fór í að sjá fjölskyldunni farborða. Það sama mátti segja um foreldra hans, sem voru enn fátækir bændur sem unnu við land sem tilheyrði þeim ekki. Eini vinur Josephs sem gat átt möguleika á að fjármagna verkefnið var Martin Harris.

Joseph tók strax til hendinni. Áður en hann lauk þýðingunni hafði hann sótt um höfundarrétt til að vernda textann frá því að einhver gæti stolið honum eða framið ritstuld.1 Með aðstoð Martins hóf Joseph einnig leit að prentara sem myndi samþykkja að gefa bókina út.

Þeir fóru fyrst til Egbert Grandin, prentara í Palmyra, sem var á sama aldri og Joseph. Grandin neitaði tilboðinu samstundis, sannfærður um að bókin væri fölsun. Joseph og Martin létu þetta ekki stoppa sig og héldu áfram að leita og fundu fúsan prentara í nálægri borg. Áður en að þeir samþykktu tilboð hans, snéru þeir tilbaka til Palmyra og spurðu Grandin enn einu sinni, hvort hann væri til í að prenta bókina.2

Í þetta sinn virtist Grandin fúsari til að taka verkefnið að sér, en hann vildi fá 3000 dollara fyrir verkið og festa fimm þúsund eintök, áður en að hann hæfi verkið. Martin hafði þegar lofað að hann myndi aðstoða við að greiða fyrir prentunina, en hann gerði sér grein fyrir því að hann þyrfti kannski að taka út veð í bæ sínum, ef hann ætti að ná að safna slíkri upphæð. Þetta var heilmikil byrði fyrir Martin, en hann vissi að enginn annarra vina Josephs gæti aðstoðað hann með fjármagnið.

Áhyggjufullur fór Martin að efast um skynsemina í að fjármagna Mormónsbók. Hann átti eitt besta landið á svæðinu. Ef hann veðsetti það, átti hann það á hættu að tapa því. Ríkidæmi sem hann hafði verið að safna sér alla sína ævi, gæti horfið á augabragði ef Mormónsbók seldist ekki vel.

Martin sagði Joseph frá áhyggjum sínum og bað hann að leita eftir opinberun fyrir sig. Í svari til hans, talaði frelsarinn um fórn hans til að gera vilja föðurins, sama hver kostnaðurinn yrði. Hann lýsti sinni æðstu fórn sem hann færði til að greiða verð syndarinnar svo að allir mættu iðrast og vera fyrirgefið. Hann bauð síðan Martin að fórna eigin hagsmunum til að koma áætlun Guðs í framkvæmd.

„Þú skalt ekki horfa í eigur þínar, heldur láta þær fúslega af hendi til prentunar Mormónsbókar,“ sagði Drottinn. Drottinn fullvissaði Martin um að bókin innihéldi hið sanna orð Guðs og að hún myndi aðstoða aðra við að trúa á fagnaðarerindið.3

Martin hlýddi Drottni og veðsetti bæ sinn sem tryggingu fyrir greiðslu, þó að nágrannar hans myndu ekki skilja ákvörðun hans.4

Grandin skrifaði undir samning og hóf að skipuleggja hið fyrirferðamikla verkefni.5 Joseph hafði þýtt textann að Mormónsbók á þremur mánuðum, með aðstoð frá einum ritara í einu. Það tók Grandin og tólf menn, sjö mánuði að prenta og binda fyrstu eintökin að hinu 590 blaðsíðna verkefni.6


Þar sem hann hafði ráðið útgefanda, snéri Joseph aftur til Harmony í október 1829, til að vinna við bæ sinn og vera með Emmu. Á sama tíma fylgdust Oliver, Martin og Hyrum með prentuninni og sendu Joseph reglulegar upplýsingar um framvindu Grandin. 7

Minnugur þeirrar örvinglunar sem hann hafði upplifað þegar hann tapaði fyrstu blaðsíðunum sem hann þýddi, þá bað Joseph Oliver um að afrita handrit Mormónsbókar, eina blaðsíðu í einu, til að fara með til prentarans, svo að hægt væri að setja inn greinarmerkingar og stillingar8

Oliver naut þess að afrita bókina og bréf sem hann skrifaði á þeim tíma voru uppfull af málfari hennar. Oliver skrifaði til Josephs um þakklæti hans fyrir takmarkalausa friðþægingu Krists og bergmálaði orð Nefís, Jakobs og Amúlek úr Mormónsbók.

„Þegar ég byrja að skrifa um miskunnsemi Guðs,“ sagði hann við Joseph, „veit ég ekki hvenær ég á að stoppa, en tíminn og pappírinn bregðast.“9

Sami andi dró aðra að Mormónsbók er hún var í prentun. Thomas Marsh, fyrrverandi prentaranemi, hafði reynt að finna sér sess í öðrum kirkjum, en engin þeirra virtist kenna það fagnaðarerindi sem hann fann í Biblíunni. Hann trúði því að ný kirkja ætti eftir rísa sem myndi kenna endurreistan sannleika.

Þetta sumar fannst Thomas hann vera leiddur af andanum til að ferðast hundruð kílómetra frá heimili sínu í Boston til vesturhluta New York. Hann dvaldi á svæðinu í þrjá mánuði áður en að hann snéri aftur heim, óviss hvers vegna hann hefði ferðast svona langt. Á áningarstað á leiðinni tilbaka, spurði gestgjafi hans hvort hann hefði heyrt um „gullbók“ Josephs Smith. Thomas sagði konunni að það hefði hann ekki og fannst hann knúinn til að kynna sér þetta betur.

Hún sagði honum að hann ætti að tala við Martin Harris og leiðbeindi honum til Palmyra. Thomas fór strax þangað og fann Martin í prentsmiðju Grandin. Prentarinn afhenti honum sextán blaðsíður úr Mormónsbók og Thomas tók þær með sér til Boston, spenntur að deila hinni nýju trú með konu sinni, Elizabeth.

Elizabeth las blaðsíðurnar og trúði einnig að þær væru verk Guðs.10


Það haust, á meðan prentararnir unnu hörðum höndum að Mormónsbók þá hóf fyrrverandi dómari, Abner Cole, að gefa út dagblað hjá Grandin prentsmiðjunni. Er hann vann að kvöldi til í smiðjunni, eftir að starfsmenn Grandin höfðu farið heim, hafði Abner aðgang að prentuðum síðum úr Mormónsbók, sem var ekki enn bundin né tilbúin til sölu.

Abner byrjaði fljótlega að gera gys að „gullbiblíunni“ í dagblaði sínu og yfir veturinn prentaði hann útdrætti úr bókinni ásamt kaldhæðnum athugasemdum.11

Þegar Hyrum og Oliver komust að því sem Abner var að gera, gengu þeir á hann: „Hvaða rétt hefur þú til að prenta Mormónsbók á þennan hátt?“ Heimtaði Hyrum að vita. „Veistu ekki að við höfum höfundarréttinn að henni?“

„Það kemur þér ekkert við,“ sagði Abner. „Ég hef tekið prentsmiðjuna á leigu og mun prenta það sem ég vil.“

„Ég banna þér að prenta meira úr þessari bók í blaðið þitt,“ sagði Hyrum.

„Mér er alveg sama,“ sagði Abner.

Óviss með hvað taka ætti til ráða þá sendu Hyrum og Oliver skilaboð til Josephs í Harmony, sem snéri samstundis til Palmyra. Hann fann Abner í prentsmiðjunni, lesandi blað sitt í hægindum sínum.

„Þú virðist vera upptekinn við vinnu,“ sagði Joseph.

„Komdu sæll, herra Smith,“ sagði Abner þurrlega.

„Herra Cole,“ sagði Joseph, „Mormónsbók tilheyrir mér ásamt réttinum að útgáfu hennar og ég banna þér að skipta þér af henni.“

Abner henti af sér frakkanum og bretti upp ermarnar. „Viltu slást, herra?“ gelti hann og lamdi hnefunum saman. „Ef þú vilt slást, komdu þá bara.“

Joseph brosti. „Þú ættir bara að vera áfram í frakkanum,“ sagði hann. „Það er kalt og ég ætla ekki að slást við þig.“ Hann hélt rólega áfram, „ en þú verður að hætta að prenta bókina mína.“

„Ef þú heldur að þú sért sá sterkasti,“ sagði Abner, „farðu þá úr frakkanum og reyndu bara.“

„Það eru lög,“ svaraði Joseph, „og þú munt komast að því ef þú veist það ekki nú þegar. Ég mun hins vegar ekki slást við þig, því það hefur ekkert upp á sig.“

Abner vissi að hann var röngu megin við lögin. Hann róaði sig niður og hætti að prenta kafla úr Mormónsbók í dagblaðinu sínu.12


Prestur að nafni Solomon Chamberlin, var á leiðinni til Kanada þegar hann heyrði af „gullbiblíunni“ hjá fjölskyldu sem hann dvaldi hjá nærri Palmyra. Eins og Thomas Marsh þá hafði hann flakkað á milli kirkna allt sitt líf en var ósáttur við það sem hann sá. Sumar kirkjurnar kenndu kenningar fagnaðarerindisins og trúðu á andlegar gjafir, en þær voru ekki með spámenn Guðs né prestdæmi hans. Solomon fannst að sá tími væri í nánd að Drottinn myndi koma fram með kirkju sína.

Er Solomon hlustaði á fjölskylduna ræða um Joseph Smith og gullplöturnar þá fannst honum sem rafstraumur færi frá höfði sér niður í tær og hann ákvað að finna Smith fjölskylduna og kynna sér þessa bók.

Hann lagði af stað að heimili Smith fjölskyldunnar og hitti Hyrum við dyrnar. „Friður verði í þessi húsi,“ sagði Solomon.

Hyrum svaraði: „Ég vona að það verði friður.“

„Er einhver hér sem trúir á sýnir og opinberanir?“ spurði Solomon.

„Já,“ svaraði Hyrum, „við erum heimili sem trúum á sýnir.“

Solomon sagði Hyrum frá sýn sem hann hefði séð mörgum árum áður. Í henni hafði engill sagt að Guð ætti enga kirkju á jörðinni en að brátt myndi ein rísa upp sem hefði samskonar vald og postulakirkjan til forna. Hyrum og aðrir í húsinu, skildu hvað Solomon var að tala um og sögðu honum að þau deildu trú hans.

„Ég vildi óska þess að þið mynduð deila uppgötvunum ykkar með mér,“ sagði Solomon. „Ég held að ég geti tekist á við það.“

Hyrum bauð honum að dvelja á bæ Smith fjölskyldunnar sem gestur og sýndi honum handrit Mormónsbókar. Solomon kynnti sér það í tvo daga og fór með Hyrum til Grandin prentsmiðjunnar, þar sem prentarinn gaf honum sextíu og fjórar prentaðar síður. Solomon hélt áfram ferð sinni til Kanada, með óbundnar blaðsíðurnar með sér og kenndi allt sem hann vissi um hina nýju trú á ferðalagi sínu.13


Þegar 26. mars rann upp, árið 1830, þá höfðu fyrstu eintök Mormónsbókar verið innbundin og voru til sölu á jarðhæðinni í prentsmiðju Grandin. Þau voru þéttbundin inn í brúnt kálfsskinn og ilmuðu af leðri, lími, pappír og bleki. Orðin Mormónsbók sáust á kili bókarinnar í gylltum stöfum14

Þessar nýju ritningar voru Lucy Smith kærar og hún sá þær sem tákn um að Guð myndi fljótt safna börnum sínum saman og endurreisa fornan sáttmála sinn. Á titilsíðunni sagði að tilgangur bókarinnar væri að sýna hina stórkostlegu hluti sem Guð hafði gert fyrir fólk sitt áður fyrr, bjóða fólkinu í dag upp á sömu blessanir og sannfæra allan heiminn um að Jesús Kristur væri frelsari heimsins.15

Aftast í bókinni voru vitnisburðir hinna þriggja vitna og hinna átta vitna, þar sem þeir sögðu heiminum að þeir hefðu séð plöturnar og vissu að þýðingin væri sönn.16

Þrátt fyrir þessa vitnisburði þá vissi Lucy að sumir töldu bókina vera skáldsögu. Margir nágranna hennar trúðu því að Biblían væri fullnægjandi ritning fyrir þau, en gerðu sér ekki grein fyrir því að Guð hefði blessað meira en eina þjóð með orði sínu. Hún vissi einnig að sumir afneituðu boðskap hennar vegna þess að þeir trúðu að Guð hefði talað við heiminn einu sinni og myndi aldrei gera það aftur.

Þess vegna og af öðrum ástæðum, keyptu fæstir í Palmyra bókina.17 Sumir skoðuðu hins vegar blaðsíðurnar, fundu kraft kenningar hennar og fóru á hnéin til að spyrja Drottin hvort hún væri sönn. Lucy vissi sjálf að Mormónsbók væri orð Guðs og vildi deila því með öðrum.18


Joseph og Oliver byrjuðu undirbúninginn að skipulagningu kirkju Jesú Krists næstum því samstundis eftir að Mormónsbók var gefin út. Nokkrum mánuðum áður höfðu hinir fornu postular Drottins, Pétur, Jakob og Jóhannes, birst þeim og veitt þeim Melkísedeksprestdæmið eins og Jóhannes skírari hafði lofað. Þetta viðbótar valdsumboð leyfði Joseph og Oliver að veita þeim gjöf heilags anda, sem höfðu skírst. Pétur, Jakob og Jóhannes höfðu einnig vígt þá sem postula Jesú Krists.19

Á þessum tíma, á meðan þeir dvöldu á Whitmer heimilinu, höfðu Joseph og Oliver beðið um meiri þekkingu um þetta vald. Sem svar til þeirra, þá skipaði rödd Drottins þeim að vígja hvorn annan sem öldung í kirkjunni, en ekki fyrr en að aðrir trúaðir samþykktu að fylgja þeim sem leiðtogum í kirkju frelsarans. Þeim var einnig sagt að vígja aðra embættismenn kirkjunnar og að veita þeim sem höfðu verið skírðir, gjöf heilags anda.20

Þann 6. apríl, 1830, hittust Joseph og Oliver á Whitmer heimilinu til að fylgja boðorðum Drottins og skipuleggja kirkju hans. Til að uppfylla skilyrði laganna þá völdu þeir sex manns til að verða fyrstu meðlimir hinnar nýju kirkju. Um fjörtíu menn og konur tróðu sér inn í og í kringum litla húsið til að verða vitni að þessum atburði.21

Í hlýðni við leiðbeiningar Drottins áður, þá báðu Joseph og Oliver söfnuðinn að styðja þá sem leiðtoga í ríki Guðs og gefa það í skyn ef fólkið tryði því að það væri rétt af þeim að stofna kirkju. Hver og einn meðlimur safnaðarins veitti samþykki sitt og Joseph lagði hendur sínar á höfuð Olivers og vígði hann sem öldung í kirkjunni. Því næst skiptust þeir á og Oliver vígði Joseph.

Seinna útdeildu þeir brauði og víni sakramentisins í minningu um friðþægingu Krists. Þeir lögðu síðan hendur sínar á þá sem höfðu skírst, staðfestu þá sem meðlimi kirkjunnar og veittu þeim gjöf heilags anda22 Andi Drottins úthelltist yfir þá sem voru á samkomunni og sumir í söfnuðinum hófu að spá. Aðrir lofsungu Drottin og allir fögnuðu saman.

Joseph meðtók einnig fyrstu opinberunina sem var ætluð öllum söfnuði hinnar nýju kirkju. „Sjá, heimildaskrá skal haldin meðal yðar,“ bauð Drottinn þeim og áminnti fólk sitt um að þau ættu að rita helga sögu sína, varðveita frásagnir um verk þeirra og vitnisburð um hlutverk Josephs sem spámann, sjáanda og opinberara.

„Hann hef ég innblásið til að flytja málstað Síonar með máttugum krafti til góðs,“ segir Drottinn „Því að hans orði skuluð þér taka á móti með fullkominni þolinmæði og trú.“ „Því að gjörið þér það, munu hlið heljar eigi á yður sigrast.“23


Seinna stóð Joseph við á og horfði á föður sinn og móður skírast inn í kirkjuna. Eftir að hafa gengið sitthvoran stíginn í mörg ár, í leit sinni að sannleika, voru þau loksins sameinuð í trú. Þegar faðir hans steig upp úr vatninu, tók Joseph í hönd hans, aðstoðaði hann upp á bakkann og faðmaði hann.

„Guð minn;“ kallaði hann upp og gróf andlit sitt í bringu föður síns, „ég hef lifað það að sjá föður minn skírast inn í hina sönnu kirkju Jesú Krists!“24

Það kvöld laumaði Joseph sér út í nálægan skóg, með hjartað fullt af tilfinningum. Hann vildi vera einsamall, fjarri fjölskyldu og vinum. Þau tíu ár sem höfðu liðið síðan hann fékk fyrstu sýnina, hafði hann sé himnana opnast, skynjað heilagan anda og verið leiðbeint af englum. Hann hafði einnig syndgað og tapað gjöf sinni, einungis til að iðrast, meðtaka miskunn Guðs og þýða Mormónsbók með krafti hans og náð.

Nú hafði Jesús Kristur endurreist kirkju sína og veitt Joseph valdsumboð með sama prestdæmi og postularnir höfðu haft til forna, þegar þeir báru fagnaðarerindið um heiminn.25 Hamingjan sem hann upplifði var of mikil til að hann gæti haldið henni inni og þegar Joseph Knight og Oliver fundu hann seinna sama kvöld, var hann grátandi.

Gleði hans var full. Verkið var hafið.26

Heimildir

  1. Copyright for Book of Mormon, júní 11, 1829, í JSP, D1:76–81.

  2. “Prospect of Peace with Utah,” Albany Evening Journal, maí 19, 1858, [2]; “From the Troy Times,” Albany Evening Journal, maí 21, 1858, [2]; John H. Gilbert, Memorandum, sept. 8, 1892, ljósrit, Church History Library.

  3. Kenning og sáttmálar 19 (Opinberun, u.þ.b sumarið 1829, á josephsmithpapers.org); sjá einnig Historical Introduction to Revelation, í kringum sumarið 1829 [DC 19], í JSP, D1:85–89; og Knight, Reminiscences, 6–7.

  4. McBride, “Contributions of Martin Harris,” 1–9; Joseph Smith History, 1838–56, bindi A-1, 34, í JSP, H1:352 (drög 2).

  5. John H. Gilbert, Statement, okt. 23, 1887, Church History Library; Indenture, Martin Harris to Egbert B. Grandin, Wayne County, NY, ág. 25, 1829, Wayne County, NY, Mortgage Records, bindi 3, 325–26, örfilma 479,556, U.S. and Canada Record Collection, Family History Library; Historical Introduction to Revelation, u.þ.b. 1829 [DC 19], í JSP, D1:85–89.

  6. Copyright for Book of Mormon, jún 11, 1829, í JSP, D1:76–81; John H. Gilbert, Memorandum, sept. 8, 1892, ljósrit, Church History Library; Porter, “The Book of Mormon,” 53–54.

  7. John H. Gilbert, Memorandum, sept. 8, 1892, ljósrit, Church History Library; Lucy Mack Smith, History, 1844–45, bók 9, [8]; Joseph Smith to Oliver Cowdery, okt. 22, 1829, í JSP, D1:94–97.

  8. John H. Gilbert, Memorandum, sept. 8, 1892, ljósrit, Church History Library; Lucy Mack Smith, History, 1844–45, bók 9, [2]; “Printer’s Manuscript of the Book of Mormon,” í JSP, R3, Hluti 1:xxvi. Efni: Printing and Publishing the Book of Mormon

  9. Oliver Cowdery to Joseph Smith, nóv. 6, 1829, í JSP, D1:100–101; Mósía 3:18–19; 5:5–7; 4 Nefí 1:17; sjá einnig Oliver Cowdery to Joseph Smith, des. 28, 1829, í JSP, D1:101–4.

  10. Thomas B. Marsh, “History of Thomas Baldwin Marsh,” LDS Millennial Star, júní 4, 1864, 26:359–60; júní 11, 1864, 26:375–76.

  11. Lucy Mack Smith, History, 1844–45, bók 9, [9]. Fyrir dæmi um útdrætti úr Mormónsbók sem Abner Cole gaf út , sjá “The Book of Mormon,” Reflector, sept. 16, 1829, 10; “Selected Items,” Reflector, sept. 23, 1829, 14; “The First Book of Nephi,” Reflector, jan. 2, 1830, 1; and “The First Book of Nephi,” Reflector, jan. 13, 1830, 1. Efni: Critics of the Book of Mormon

  12. Lucy Mack Smith, History, 1844–45, bók 9, [9]–[12]; Lucy Mack Smith, History, 1845, 166–68.

  13. Chamberlin, Autobiography, 4–11.

  14. Copyright for Book of Mormon, júní 11, 1829, í JSP, D1:76–81; John H. Gilbert, Memorandum, sept. 8, 1892, ljósrit, Church History Library; “Book of Mormon,” Wayne Sentinel, mar. 26, 1830, [3]. Sumar bækur voru einnig bundnar inn í sauðskinn.

  15. Titilsíða Mormónsbókar, u.þ.b snemma í júní 1829, í JSP, D1:63–65; sjá einnig Lucy Mack Smith to Solomon Mack, jan. 6, 1831, Church History Library.

  16. Vitnisburður hinna þriggja vitna, seinni hluta júní 1829, í JSP, D1:378–82; Vitnisburður hinna átta vitna, seinni hluta 1829, í JSP, D1:385–87.

  17. Tucker, Origin, Rise, and Progress of Mormonism, 60–61.

  18. Sjá Lucy Mack Smith to Solomon Mack, jan. 6, 1831, Church History Library.

  19. Joseph Smith History, u.þ.b. sumarið 1832, 1, í JSP, H1:10; Kenning og sáttmálar 27:12–13 (Opinberun, u.þ.b. ág. 1830, i Kenning og sáttmálar 50:3, 1835 útgáfa, á josephsmithpapers.org); Oliver Cowdery to Phineas Young, mar. 23, 1846, Church History Library; “Joseph Smith Documents Dating through júní 1831,” i JSP, D1:xxxvii–xxxix; sjá einnig Cannon og aðrir, “Priesthood Restoration Documents,” 163–207. Efni: Restoration of the Melchizedek Priesthood

  20. Joseph Smith History, 1838–56, bindi A-1, 27, í JSP, H1:326–28 (drög 2).

  21. Joseph Smith History, 1838–56, bindi A-1, 37, í JSP, H1:364 (drög 2); Stevenson, Journal, des. 22, 1877; jan. 2, 1887; An Act to Provide for the Incorporation of Religious Societies (apr. 5, 1813), Laws of the State of New-York (1813), 2:212–19. Efni: Founding Meeting of the Church of Christ

  22. Joseph Smith History, 1838–56, bindi A-1, 37–38, í JSP, H1:364–71 (drög 2).

  23. Joseph Smith History, 1838–56, bindi A-1, 37, í JSP, H1:366; Kenning og sáttmálar 21 (Opinberun, apr. 6, 1830, á josephsmithpapers.org); “History of Joseph Smith,” Times and Seasons, okt. 1, 1842, 3:928–29.

  24. Lucy Mack Smith, History, 1844–45, bók 9, [12]; Knight, Reminiscences, 8; sjá einnig Bushman, Rough Stone Rolling, 110.

  25. Joseph Smith History, 1838–56, bindi A-1, 38, í JSP, H1:372 (drög 2); Joseph Smith, “Latter Day Saints,” í Rupp, He Pasa Ekklesia, 404–5, í JSP, H1:506.

  26. Knight, Reminiscences, 7.