2022
Ég vel að hlýða á hann
Mars 2022


„Ég vel að hlýða á hann,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Frá Síðari daga heilögum: Trúaðar konur

Ég vel að hlýða á hann

Þegar systir minntist á köku í vitnisburði sínum, vakti það athygli mína og ég tók að hlusta.

Ljósmynd
lyklakippa á borði, með konu á bæn í bakgrunni

Ég fæddist í kirkjuna, svo ég sótti Barnafélagið og viðburði ungmenna. Ég naut þess að vera í Barnafélaginu, vegna söngvanna og kennslunnar.

Þegar ég var unglingur flutti ég í nýja deild og fór þá stöðugt minna í kirkju. Ég fór á flesta vikulega viðburði ungmenna, en hélt mig út af fyrir mig og tók lítinn þátt. Ég naut þess ekki að vera í kirkju á sunnudögum, en kom endrum og eins. Mér varð ljóst að ég hafði í raun ekki snúist til trúar á fagnaðarerindið og kenningar þess. Ég átti ekki minn eigin vitnisburð.

Eins og mér var tamt þá tók hugurinn að reika á einni föstu- og vitnisburðarsamkomunni. Ég var í raun ekki að hlusta á deildarmeðlimi gefa vitnisburði sína, en sagði þó amen við lok hvers þeirra. Systir ein fór síðan upp að ræðupúltinu og hóf að gefa vitnisburð sinn. Þegar hún minntist á köku, vakti það athygli mína og ég tók að hlusta.

„Ég tala alltaf við himneskan föður, jafnvel þegar ég baka köku,“ sagði hún. „Ég flyt stutta bæn um að kakan muni lyftast og heppnast vel. Ég veit að hann svarar bænum okkur.“

Ég hugsaði ekki mikið um þann vitnisburð fyrr en bílinn okkar vildi ekki fara í gang þegar ég þurfi að fara í búðina til að kaupa mat. Á þeirri stundu varð mér hugsað um orð systurinnar. Ég fór því aftur í svefnherbergið mitt og bað Guð að hjálpa okkur að gangsetja bílinn. Ég kraup og baðst fyrir. Þegar ég lauk bæninni, tók ég bíllyklana og setti þá í svissinn. Ég var síðan bænheyrð – hljóð heyrðist og bíllinn fór í gang.

Svarið við þessari einföldu bæn varð til þess að ég fór næstum því frá fráhvarfi á veg sem hjálpaði mér að hljóta persónulegan vitnisburð og snúast fyllilega til trúar á fagnaðarerindið. Orð eftirlætis Barnafélagslags míns: „Í faðmi frelsarans,“ 1 urðu meira en aðeins söngtexti. Þau vekja tilfinningar sem eru hluti af sjálfri mér.

Ég biðst núna fyrir yfir öllu. Þótt svarið eða tímasetningin sé ekki alltaf eins og ég þrái, þá vel ég enn að hlýða á hann er ég minnist orða Nefís: „Þér verðið að biðja án afláts og megið aldrei láta hugfallast“ (2. Nefí 32:9).