2022
Myndi ég hverfa á braut?
Mars 2022


„Myndi ég hverfa á braut?“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Frá Síðari daga heilögum: Trúaðar konur

Myndi ég hverfa á braut?

Eftir að mér hafði verið misboðið á viðburði Líknarfélagsins, þurfti ég að taka ákvörðun.

Ljósmynd
kona horfir á mynd af frelsaranum

Uppstilling

Stuttu eftir að ég gekk í kirkjuna, spaugaði leiðtogi Líknarfélagsins varðandi skrítnar aðstæður. Allt í einu tók hún að spauga um mig fyrir framan allar hinar. Mér leið óþægilega og var misboðið.

Mín fyrsta hugsun var að koma ekki aftur í deildina. Ég lauk upp ritningunum og reyndi að finna huggun. Þegar ég las kom ég að ritningarversi þar sem Jesús spurði þá sem var misboðið af kennslu hans: „Ætlið þið að fara líka?“ (Jóhannes 6:67).

Í huga mér svaraði ég samstundis: „Nei, ég mun ekki fara í burtu!“

Ég hringdi í Líknarfélagsforsetann og hún ráðlagði mér að hringja í systurina sem hafði spaugað um mig. Ég hringdi í hana og tjáði henni tilfinningar mínar. Niðurstaðan var sú að kímnigáfa væri af hinu góða, en að við ættum ekki að skopast að einhverjum sem við ekki þekkjum fyrir framan hóp fólks. Við ræddum líka um tillitssemi gagnvart nýjum meðlimum.

Ég sótti þessa deild áfram meðan ég bjó í borginni. Ég hlaut margar dásamlegar upplifanir eftir að hafa tekið trú á fagnaðarerindið.

Í persónulegri viðleitni minni til að sigrast á því að láta móðgast, hefur mér fundist þessi orð kirkjuleiðtoga okkar gagnleg:

„Ef einhver segir eða gerir eitthvað sem telst móðgandi, er frumskylda okkar að neita að móðgast og síðan ræða einslega, heiðarlega og opinskátt við viðkomandi.“ 1

„Ég lofa ykkur því að þegar þið veljið að móðgast ekki, … munu þið finna ást [frelsarans].“ 2

Ég er þakklát fyrir að hafa valið að yfirgefa ekki kirkjuna vegna tillitslausrar athugasemdar. Ég er líka þakklát fyrir að vera meðlimur í hinni endurreistu kirkju, þar sem ég hlýt styrk til að vera trúföst og vera áfram á vegi lærisveinsins. Ég met mikils leiðsögn spámanna og postula, sem kenna okkur hvernig við eigum að haga samskiptum við bræður okkar og systur í fagnaðarerindinu.

Ég get áfram verið trúföst og valið að láta ekki móðgast. Ég get lagt áherslu á eigin viðleitni til að vera kristileg og finna elsku og velþóknun frelsarans.

Mun ég hverfa á braut? Nei. Ég á vitnisburð um að þetta sé hin endurreista kirkja Jesú Krists á jörðinni í dag og að hún hafi „orð eilífs lífs“ (Jóhannes 6:68).

Heimildir

  1. David A. Bednar, “Og þeim er við engri hrösun hætt,“ aðalráðstefna, október 2006.

  2. Neil L. Andersen, „Fara aldrei frá honum,“ aðalráðstefna, október 2010.