2022
Hringdu fyrst í mig
Mars 2022


„Hringdu fyrst í mig,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Frá Síðari daga heilögum: Trúaðar konur

Hringdu fyrst í mig

Ég gleðst yfir því að hafa ekki misst af því tækifæri að hjálpa systur sem þarfnaðist mín og sem ég þarfnaðist.

Ljósmynd
eldri og yngri koma spjalla saman

Þegar ég var ung móðir með fyrsta barnið mitt, var eiginmaður minn í skóla. Við unnum bæði hlutastörf til að endar næðu saman.

Ég hlakkaði til frídags frá vinnu og hafði ákveðið að horfa á gamla bíómynd í sjónvarpinu. Þetta var fyrir tíma mynddiska eða streymisþjónusta.

Bíómyndin átti að byrja nákvæmlega klukkan 10 að morgni, þegar sonur okkar fengi sér blund. Í henni lék Cary Grant, ein af mínum eftirlætis bandarísku kvikmyndastjörnum.

Kvöldið fyrir hinn langþráða frídag, hringdi Líknarfélagsforsetinn í mig. Systir í deildinni okkar fékk vægt heilablóðfalli og þarfnaðist aðhlynningar daginn eftir, þar til sonur hennar kæmi heim frá vinnu.

„Ég myndi gera það sjálf, en ég er með gesti,“ sagði Líknarfélagsforsetinn. Hún útskýrði að hún gæti ekki beðið neinn annan að gera þetta og bauðst til að gæta sonar okkar meðan ég annaðist systurina. Ég samþykkti með semingi.

Morgunin eftir kom ég með son minn og fór til systurinnar. Hún hét Louise og þegar í stað vaknaði hjá mér ástúð til hennar. Hún hefði getað verið amma mín hvað aldur varðar, en hún hafði nýlega dáið.

Ég hjálpaði Louise að klæða sig og hafði síðan morgunverð til reiðu. Hún settist í þægilegan stól og kveikti á sjónvarpinu. Klukkan var brátt 10. Þegar hún fór í gegnum rásirnar með fjarstýringunni, sagði hún: „Það er bara ekkert í sjónvarpinu.“

Ég hikaði og sagði síðan: „Það er bíómynd með Cary Grant á rás 11.“

„Er það virkilegt,“ sagði hún. „Ég elska Cary Grant!“

Við horfðum á myndina og virkilega nutum hennar. Á eftir sagði hún mér frá lífi sínu þegar hún var á mínum aldri. Hún sagði mér frá syni sínum og ég sagði henni frá syni mínum. Hún ræddi um kirkjuna og hversu mikið hún saknaði hennar.

Þegar sonur hennar koma aftur, lofaði ég að koma aftur. Ég bað Líknarfélagsforsetann að hringja fyrst í mig, ef Louise þarfnaðist einhvers.

Einhvern tíma á næstu tveimur vikum, fékk Louise annað heilablóðfall og andaðist áður en mér gafst tækifæri til að fara aftur til hennar. Við höfðum aðeins átt saman níu klukkustundir og bíómynd, en hún varð að góðri vinkonu. Ég hugsa oft um hana.

Ég er þakklát fyrir að hafa ekki misst af því að hjálpa systur sem þarfnaðist mín – og sem ég þarfnaðist, þótt mér væri það ekki ljóst.