2022
Þjóna í kirkjuköllunum
Mars 2022


„Þjóna í kirkjuköllunum,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Helstu trúarreglur

Þjóna í kirkjuköllunum

Kirkjuleiðtogar biðja meðlimi að þjóna við sérstök verkefni sem nefnast „kallanir.“ Kallanir veita meðlimum tækifæri til að þjóna öðrum og komast nær Guði.

Ljósmynd
maður í hjólastól kennandi námsbekk í kirkju

Ljósmynd eftir David Bowen Newton

Þegar við þjónum í köllunum okkar, erum við að hjálpa við verk Guðs. Við kennum öðrum um himneskan föður og Jesú Krist og hjálpum öðrum að komast nær þeim. Við hljótum líka blessanir þegar við þjónum trúfastlega.

Meðtaka kallanir

Ljósmynd
ungur maður stendur frammi fyrir kirkjusöfnuði.

Þeir sem þjóna í kirkjunni eru kallaðir af Guði. Kirkjuleiðtogar biðja fyrir innblæstri til að vita hvern á að kalla til þjónustu í hverri köllun. Leiðtogar biðja síðan meðlimi að þjóna og útskýra skyldur köllunarinnar. Í flestum köllunum eru meðlimir studdir á kirkjusamkomu. Meðlimir deildar eða greinar sýna stuðning með handauppréttingu. Það merkir að þeir séu fúsir til að styðja þann einstakling sem kallaður er. Meðlimnum er síðan veitt blessun af prestdæmisleiðtoga. Það er kallað að vera settur í embætti. Meðlimnum verður veitt valdsumboð til að starfa í kölluninni og aðrar blessanir til að hjálpa honum eða henni að þjóna.

Biskupar

Biskup er leiðtogi deildar. (í grein er greinarforseti svipaður og biskup.) Stikuforseti mælir með verðugum prestdæmishafa til að verða kallaður sem biskup. Æðsta forsætisráðið samþykkir köllunina. Biskup er síðan studdur og settur í embætti til þjónustu. Honum eru líka veittir prestdæmislyklar, sem merkir að hann hefur valdsumboð til að sjórna deildinni. Sem biskup, þjónar hann og leiðir alla meðlimi deildarinnar.

Forsætisráð

Forsætisráð leiða prestdæmissveitir, Líknarfélagið, Barnafélagið og sunnudagaskólann, yfirleitt forseti og tveir ráðgjafar. Forsætisráð öldungasveitar er kallað og sett í embætti af forsætisráði stiku. Biskupsráð biður meðlimi að þjóna í öðrum forsætisráðum í deildinni og setur þá í embætti. Allir leiðtogar þjóna meðlimum í sveitum sínum eða samtökum. Þeir huga að þörfum meðlima og hjálpa þeim að finna elsku Guðs.

Ljósmynd
kona færir móður með barn í fangi mat

Aðrar kallanir

Aðrar kirkjukallanir eru m.a. kennsla, aðstoð við tónlist, skýrsluhald, viðburðaskipulag fyrir ungmenni eða börn og önnur þjónusta. Sérhver köllun í kirkjunni er mikilvæg og gefur meðlimum kost á að þjóna öðrum og Guði. Þegar við vinnum saman að því að framfylgja köllunum okkar, styrkjum við aðra og stuðlum að vexti kirkjunnar.