2022
Breyta deilum í elsku
Mars 2022


„Breyta deilum í elsku,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Velkomin í þessa útgáfu

Breyta deilum í elsku

Ljósmynd
Jósef frá Egyptalandi sættist við bræður sína

Jósef frá Egyptalandi, eftir Michael T. Malm

Stundum upplifum við deilur í samböndum okkar. Að vita hvernig breyta á skaðlegum deilum í uppbyggilegar umræður, er nauðsynlegt fyrir velferð okkar. Það reynist okkur þó erfitt.

Skaðlegar deilur eru svo yfirþyrmandi. Deilur geta verið hömlulausar. Valkostir virðast takmarkaðir. Við verðum kvíðin og vanmáttug. Brostin sambönd og klofin samfélög eru skilin eftir í rústum.

Við getum þó tekið þátt í uppbyggilegum umræðum og forðast neikvæðar deilur. Við getum tileinkað okkur réttvísi og miskunn, styrkt sambönd okkar og leyst langvarandi vandamál. Friður er mögulegur – í samböndum og samfélögum okkar.

Sem sáttasemjari, eiginmaður og faðir, hef ég komist að því að fagnaðarerindi Jesú Krists getur veitt okkur það ljós og þann styrk sem við þurfum til að breyta deilum í elsku.

Í þessu blaði getið þið lesið um það hvernig Jakobi, Esaú og Jósef tókst að ná fram sáttum í fjölskyldum sínum og hvernig við getum gert það sama á heimilum okkar og í samfélögum okkar (sjá bls. 20). Þið getið líka lesið áhrifamikla grein eftir öldung D. Todd Christofferson um það hvernig þrengingar geta fágað okkur, ef við snúum okkur til Drottins eftir liðsinni (sjá bls. 6).

Svo mörg okkar bera sárar og þungar byrðar brostinna sambanda heima fyrir og í heiminum. Ég vona að efni þessa blaðs veiti þeim von sem finnst sættir vonlausar, að það innblási trú um að við séum ekki einsömul og, það sem mikilvægast er, að við finnum elsku Jesú Krists á þann hátt að hún umbreyti ekki aðeins hjarta okkar sjálfra, heldur líka hjarta þeirra sem við eigum í basli með.

Með kærleika,

Chad Ford

Prófessor í menningarlegri friðaruppbyggingu, Brigham Young háskóla – Havaí