2022
Sækjum musterið heim
Mars 2022


„Sækjum musterið heim,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Frá Síðari daga heilögum: Trúaðar konur

Sækjum musterið heim

Þegar ég baðst fyrir um það hvernig ég gæti hjálpað tengdamóður minni, varð mér hugsað um musterið.

Ljósmynd
Bogotá-musterið, Kólumbíu

Ljósmynd af Bogotá musterinu í Kolombíu, eftir Ivan Ortiz Ponce

Í Kóvid-19 faraldrinum, var musterið í Bogotá, Kólumbíu, lokað. Þar sem ég gat ekki lengur farið í musterið, ímyndaði ég mér stundum að ég gengi um musterið og minntist þjónustu minnar þar sem musterisþjóns.

Tengdadamóðir mín varð alskaplega veik nokkru eftir að einangrunin hófst í Kólumbíu. Þegar ég baðst fyrir um það hvernig ég gæti hjálpað henni, varð mér hugsað um musterið.

Þegar ég hugsaði um musterið, fann ég að heilagur andi hvatti mig til að spyrja móður mína hvort hún myndi vilja fara með mér á „einn dásamlegasta stað jarðar“ í huganum.

Veikum rómi sagði hún: „Já.“

Við ímynduðum okkur að við hæfum ferð okkar frá heimili hennar í Medellín, ferðuðumst heim til mín í Bogotá og kæmum síðan að musterinu. Við ímynduðum okkur að við færum inn í musterið og þjónuðum. Við ímynduðum okkur að við sætum saman í himneska herberginu og flyttum þakklætisbæn til Drottins.

Eftir það sárbáðum við himneskan föður um að tengdamóðir mín mætti endurheimta heilsuna, samkvæmt hans vilja, svo hún gæti að lokum farið aftur til musterisins í eigin persónu. Það var sérstök, hátíðleg upplifun sem styrkti hana og hvatti.

Ein frásögn um frelsarann, sem snertir mig einna mest, gerðist í borginni Kapernaum. Þessi fráögn kennir okkur að Drottinn getur blessað og læknað aðra með hjálp fjölskyldumeðlima og vina.

Þegar fólkið í Kapernaum heyrði að Jesús væri í ákveðnu húsi, færðu þeir til hans mann sem var lamaður.

„Þegar þeir gátu ekki komist með hann til Jesú fyrir fólkinu rufu þeir þekjuna uppi yfir honum, grófu þar í gegn og létu síga ofan rekkjuna sem hinn lami lá í.“

Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín.“ (Sjá Markús 2:1–11.)

Eins og maðurinn með lömunarveikina, þá læknaðist tengdamóðir mín fyrir mátt frelsarans með prestdæmisblessun og fyrir trú hennar og trú fjölskyldu og vina.

Á þessum óvissutímum, veit ég að við getum fengið leiðsögn til að styrkja og hvetja þá sem þurfa. Ef við snúum okkur til himnesks föður og munum alltaf eftir honum og syni hans, getum við hlotið frið, von og lækningu.