2022
Guð getur liðsinnt okkur á erfiðum tímum
Mars 2022


„Guð getur liðsinnt okkur á erfiðum tímum,“ Líahóna, Mars/Apríl 2022.

Reglur hirðisþjónustu

Guð getur liðsinnt okkur á erfiðum tímum

Við getum notað það sem við lærum af raunum okkar til að hjálpa öðrum.

Ljósmynd
kona situr og horfir á sólarlag við sjóinn

Ljósmynd frá Getty Images

Marcela Endrek, innfædd í Córdoba, Argentínu, var lasin og dauf í dálkinn. Það hvíldi mikið á henni. Á sama tíma og henni fannst að engin leið væri út úr vandanum hlustaði hún á ráðstefnuræðu sem fjallaði um bæn. Sú hugsun knúði á hjartað að biðjast einlæglega fyrir varðandi það sem hrjáði hana.

Hún tók að biðja reglubundið um lausn. Bænirnar veittu henni frið og huggun, jafnvel þótt heilsa hennar yrði ekki betri. Í raun versnaði ástand hennar, þar til hún gat ekki lengur unnið. Að hafa ekki ráð á lækniskostnaði, varð til að auka streituna enn frekar.

Af nauðsyn tók hún að kynna sér hvernig hún gæti tekist á við heilsufarsvanda sinn á einhvern annan hátt. Hún fann sig knúna til að huga að því að breyta matarvenjum sínum og furðaði sig á gagnlegt það var. Bati hennar var svo tilkomumikill að hún tók að læra næringarfræði af alvöru.

Nokkru síðar hitti Marcela yngri konu að nafni Evelyn, sem glímdi við sama vanda og hún sjálf – veikindi og depurð og leitaði óðfús svara. Marcela sá sjálfa sig í þessari nýju vinkonu. Hún miðlaði einhverju af því sem hún hafði lært um mataræði og næringu. Hún sagði Evelyn líka frá vitnisburði sínum um mátt bænarinnar. Hún hvatti Evelyn til að biðja, svo hún gæti líka fundið elsku Guðs og vitað að hann væri meðvitaður um hana.

Nokkrum dögum síðar varð Marcela uppnuminn er hún hitti Evelyn aftur. Breytingin var augljós, bæði líkamlega og andlega. Evelyn sagði að líf hennar væri að breytast og að hún gæti fundið elsku Guðs til sín.

Af raunum sínum og áskorunum, hlaut Marcela bæði samkennd og gagnlegar upplýsingar til að hjálpa öðrum.

Bjargað til að bjarga öðrum

Ljósmynd
Jósef dreifir korni á tíma hungursneyðar í Egyptalandi

Jósef í Egyptalandi, eftir Robert T. Barrett

Sagan af Jósef í Egyptalandi er annað dæmi um hvað getur gerst þegar við erum ákveðin í því að treysta Guði í raunum okkar: Hann megnar ekki aðeins að frelsa okkur, heldur getur hann komið okkur í aðstöðu til að nota reynslu okkar öðrum til hjálpar (sjá 1. Mósebók 37–45).

Jósef var ákveðinn í að treysta Guði og halda boðorð hans, þrátt fyrir svik, missi og fangavist. Vegna trúar Jósefs á Guð og fúsleika hans til að standast þolraunir sínar gremjulaust af þolinmæði, „var [Drottinn] með Jósef“ (1. Mósebók 39:21) og kom honum í aðstöðu til að blessa marga (sjá 1. Mósebók 45:5–8).

Reglur til að hafa í huga

Þegar þið íhugið hvernig þið getið þjónað öðrum, hugsið þá um þær reglur sem fram koma í frásögnunum:

  • Áskoranir okkar geta verið blessanir. Ef við „[biðjum] ávallt og [trúum]“ í áskorunum okkar, mun himneskur faðir láta þær verða okkur til góðs (sjá Kenning og sáttmálar 90:24; sjá einnig Rómverjabréfið 8:28).

  • Áskoranir geta undirbúið okkur. Ef við verðum bljúg í raunum okkar, getur Guð notað reynslu okkar til að kenna og breyta okkur (sjá Kenning og sáttmálar 112:13).

  • Áskoranir okkar geta orðið að tækifæri til þjónustu. Ef við erum fús til að treysta á himneskan föður, mun hann koma okkur í aðstöðu til að nota það sem við höfum lært af eigin reynslu til að hjálpa öðrum (sjá Mósía 24:13–14).

Hvað getum við gert?

Biðjið til að vita hvernig reynsla ykkar getur hjálpað við að blessa þá sem þið eruð hirðisþjónar fyrir. Liðsinnið þeim síðan.