Barnavinur
Kom, fylg mér – Verkefni
Janúar 2024


Kom, fylg mér – Verkefni,“ Barnavinur, jan. 2024, 28–29.

Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld eða ritningarnám – eða bara til ánægju!

1.–7. janúar

Vitnisburður ykkar

Ljósmynd
Alt text

Myndskreyting: Katy Dockrill

Fyrir kynningarsíður Mormónsbókar

Mormónsbók var fyrst skrifuð á gulltöflur. Fólkið sem sá töflurnar skrifuðu að það vissi að þær væru sannar (sjá Vitnisburð þriggja vitna og Vitnisburð átta vitna). Skrifið eða teiknið eigin vitnisburð um Mormónsbók og setjið hann í ritningarnar ykkar.

8.–14. janúar

Miðla fjársjóði

Ljósmynd
alt text

Fyrir 1. Nefí 1–5

Ritningarnar eru dýrmætur fjársjóður (sjá 1. Nefí 5:21). Teiknið útlínur gimsteina á pappír og klippið út. Biðjið hvern og einn um að skrifa vers úr Mormónsbók á gimsteinana. Blandið gimsteinunum saman og skiptist á að velja einn og lesa ritningarversið.

15.–21. janúar

Skýrar og dýrmætar töflur

Ljósmynd
alt text

Fyrir 1. Nefí 6–10

Drottinn sagði Lehí að gera annað sett af töflum í sérstökum og viturlegum tilgangi (sjá 1. Nefí 9). Gerið ykkar eigin töflur úr samanbrotnum pappír eða pappabútum. (Þið getið jafnvel vafið pappír ykkar eða pappa í álþynnu!) Skrifið eða teiknið það sem þið lærið úr Mormónsbók á töflurnar ykkar.

22.–28. janúar

Elska Guðs

Ljósmynd
alt text

Fyrir 1. Nefí 11–15

Lesið ritningarsöguna um draum Lehís á síðu 26. Teiknið nú tré. Látið hvern fjölskyldumeðlim bæta við laufi á tréð og segja eitthvað eitt sem himneskur faðir hefur gefið okkur til að sýna okkur að hann elskar okkur.