Barnavinur
Þið getið skipt sköpum
Janúar 2024


„Þið getið skipt sköpum,“ Barnavinur, jan 2024, 32.

Frá vini til vinar

Þið getið skipt sköpum

Úr viðtali við Oliviu Kitterman og Rachel Peterson.

Himneskur faðir og Jesús Kristur elska ykkur svo mikið. Af því að þeir elska ykkur, hafa þeir boðið ykkur að gera sáttmála, eða loforð, við þá. Þið byrjið að gera þessi loforð þegar þið skírist.

Eftir skírnina hljótið þið gjöf heilags anda. Þið verðið meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Það þýðir að himneskur faðir treystir ykkur til að halda sáttmála ykkar.

Hvað getið þið, sem fullgildir meðlimir í kirkjunni, gert til að halda sáttmála ykkar? Þið getið boðið aðra velkomna í Barnafélagið. Þið getið setið hjá einhverjum sem eru nýir og hjálpað þeim að læra söngvana. Þið getið hjálpað á Barnafélagsviðburðum. Þið getið líka verið leiðtogar í fjölskyldu ykkar. Þið getið beðið um að hafa fjölskyldubæn eða sagt frá því sem þið lærðuð í Barnafélaginu.

Eftir að þið meðtakið heilagan anda, getið þið séð þarfir annarra á nýjan hátt. Þið getið beðið til himnesks föður og sagt: „Hjálpaðu mér að vita hverjum ég get hjálpað í dag.“ Þá getur heilagur andi hjálpað ykkur að taka eftir einhverjum sem situr einn eða sagt ykkur að heilsa vini. Þið skiptið sköpum þegar þið veljið að hjálpa öðrum. Þið starfið sem meðlimir kirkju himnesks föður!

Himneskur faðir elskar ykkur. Hann vill að þið leiðið með fordæmi hvert sem þið farið, svo þið getið fært aðra nær honum. En þið þurfið ekki að gera þetta einsömul. Himneskur faðir og Jesús Kristur munu aldrei hætta að hjálpa ykkur. Þið getið fundið til öryggis því þeir eru með ykkur. Þið getið ímyndað ykkur að Jesús standi alltaf við hlið ykkar.

  • „Hinn ævarandi sáttmáli,“ Líahóna, okt. 2022.