Ritningar
Bók Móse 8


8. Kapítuli

(Febrúar 1831)

Metúsala spáir — Nói og synir hans prédika fagnaðarerindið — Mikið ranglæti ríkir — Kalli um iðrun enginn gaumur gefinn — Guð ákvarðar tortímingu alls holds með flóði.

1 Og allir dagar Enoks voru fjögur hundruð og þrjátíu ár.

2 Og svo bar við, að aMetúsala, sonur Enoks, var ekki tekinn, svo að sáttmálar Drottins, sem hann gjörði við Enok, mættu uppfyllast. Því að sannlega gjörði hann sáttmála við Enok um að Nói skyldi verða ávöxtur lenda hans.

3 Og svo bar við, að Metúsala spáði því, að af lendum sínum kæmu öll ríki jarðar (gegnum Nóa) og hann tók sér dýrðina sjálfur.

4 Og mikil hungursneyð varð í landinu, og Drottinn lagði sára bölvun á jörðina og margir íbúar hennar dóu.

5 Og svo bar við, að Metúsala lifði eitt hundrað áttatíu og sjö ár og gat Lamek —

6 Og Metúsala lifði sjö hundruð áttatíu og tvö ár, eftir að hann gat Lamek, og gat sonu og dætur —

7 Og allir dagar Metúsala voru níu hundruð sextíu og níu ár, og hann andaðist.

8 Og Lamek lifði eitt hundrað áttatíu og tvö ár og gat son —

9 Og hann nefndi hann aNóa, og sagði: Þessi sonur mun vera oss huggun í erfiði voru og striti handa vorra, vegna jarðarinnar, sem Drottinn hefur bbölvað.

10 Og Lamek lifði fimm hundruð níutíu og fimm ár, eftir að hann gat Nóa, og gat sonu og dætur —

11 Og allir dagar Lameks voru sjö hundruð sjötíu og sjö ár, og hann andaðist.

12 Og Nói var fjögur hundruð og fimmtíu ára gamall og gat aJafet. Og fjörutíu og tveimur árum síðar gat hann bSem með henni, sem var móðir Jafets, og þegar hann var fimm hundruð ára gamall gat hann cKam.

13 Og aNói og synir hans bhlýddu á Drottin og gáfu gaum að, og þeir nefndust csynir Guðs.

14 Og er þessum mönnum tók að fjölga á jörðunni og þeim fæddust dætur, sáu asynir mannanna, að þessar dætur voru fríðar og tóku sér konur meðal þeirra, já, að vild sinni.

15 Og Drottinn sagði við Nóa: Dætur sona þinna hafa aselt sig, því að sjá, reiði mín er tendruð gegn mannanna sonum, því að þeir vilja ekki hlýða rödd minni.

16 Og svo bar við, að Nói spáði og kenndi það sem Guðs er, já, eins og það var frá upphafi.

17 Og Drottinn sagði við Nóa: Andi minn mun ekki ætíð atakast á við manninn, því að hann skal vita, að allt bhold mun deyja. Veri dagar hans þó eitt hundrað og tuttugu ár, og ef menn iðrast ekki, mun ég senda cflóðin yfir þá.

18 Og á þeim tímum voru arisar á jörðunni, og þeir sóttust eftir lífi Nóa, en Drottinn var með Nóa og bkraftur Drottins var yfir honum.

19 Og Drottinn avígði bNóa eftir creglu sinni, og bauð honum að fara og dboða mannanna börnum fagnaðarerindi sitt, já, eins og það var gefið Enok.

20 Og svo bar við, að Nói kallaði öll mannanna börn til aiðrunar, en þau hlýddu ekki orðum hans —

21 Og eftir að þeir höfðu hlýtt á hann, komu þeir einnig til hans og sögðu: Sjá, við erum synir Guðs. Höfum við ekki tekið okkur dætur mannanna? Og aetum við ekki og drekkum og kvænumst og gefum í hjónaband? Og konur okkar ala okkur börn. Og þau eru máttugir menn, líkt og menn til forna, nafntogaðir menn. Og þeir hlýddu ekki orðum Nóa.

22 Og Guð sá, að aranglæti manna var orðið mikið á jörðunni og að sérhver maður miklaðist í eigin hjarta, og bhugsanir hans voru einungis og stöðugt illar.

23 Og svo bar við, að Nói hélt áfram aprédikun sinni fyrir fólkinu og sagði: Hlýðið á og gefið gaum að orðum mínum —

24 aTrúið og iðrist synda yðar og látið bskírast í nafni Jesú Krists, Guðssonarins, rétt eins og feður vorir, og þér munuð hljóta heilagan anda, svo að allt geti copinberast yður. En ef þér gjörið þetta ekki munu flóðin falla yfir yður. Engu að síður hlýddu þeir ekki.

25 Og Nói harmaði og hann kvaldist í hjarta sínu, að Drottinn hafði skapað manninn á jörðunni, og það hryggði hann.

26 Og Drottinn sagði: Ég vil atortíma manninum, sem ég skapaði, af yfirborði jarðar, bæði manni og dýri, skriðkvikindum og fuglum loftsins, því að Nói harmar, að ég hef skapað þau, og að ég hef gjört þau. Og hann hefur ákallað mig, því að þau hafa sóst eftir lífi hans.

27 Og þannig fann Nói anáð í augum Drottins, því að Nói var réttvís maður og bfullkominn meðal kynslóðar sinnar. Og hann cgekk með Guði, og svo gjörðu og synir hans þrír, Sem, Kam og Jafet.

28 Jörðin var aspillt í augsýn Guðs, og hún var full af ofbeldi.

29 Og Guð leit á jörðina, og sjá, hún var spillt, því að allt hold hafði spillt háttum sínum á jörðunni.

30 Og Guð mælti við Nóa: Endir alls holds blasir við mér, því að jörðin er full af ofbeldi, og sjá. Ég mun atortíma öllu holdi af jörðunni.