Ritningar
Titilsíða Mormónsbókar


Mormónsbók

Frásögn skrifuð á
töflur með
hendi Mormóns
fengin af töflum Nefís

Mormónsbók er þess vegna útdráttur úr heimildum Nefíþjóðarinnar og einnig Lamaníta — Skrifuð fyrir Lamaníta, sem eru leifar af Ísraelsætt, og einnig fyrir Gyðinga og Þjóðirnar — Skrifuð eftir boði og einnig með spádóms- og opinberunaranda — Skrifuð og innsigluð og falin Drottni, svo að heimildunum yrði ekki tortímt — Til að koma fram fyrir gjöf og kraft Guðs og verða þýdd — Innsigluð með hendi Morónís og falin Drottni til að koma fram á sínum tíma með Þjóðunum. Þýðing hennar varð fyrir gjöf Guðs.

Mormónsbók er einnig útdráttur úr Bók Eters, sem er heimild um þjóð Jareds, sem tvístrað var á þeim tíma, er Drottinn spillti máli fólksins, þegar það var að byggja turn til að ná til himins — En þetta á að sýna leifum Ísraelsættar, hve mikið Drottinn hefur gjört fyrir feður þeirra, og til þess að þeir fái þekkt sáttmála Drottins og viti, að þeim er ekki að eilífu vísað frá — Þetta er einnig til að sannfæra Gyðingana og Þjóðirnar, um að Jesús er Kristur, hinn Eilífi Guð, er opinberar sig öllum þjóðum — En séu gallar hér á, þá eru þeir mistök manna. Dæmið því ekki það, sem Guðs er, svo að þér verðið flekklaus fundin við dómstól Krists.

Þýdd af frummáli á töflunum yfir á enska tungu
af Joseph Smith, yngri