„22.–28. september: ‚[Regla] Guðssonarins‘: Kenning og sáttmálar 106–108,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 106–108,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
22.–28. september: „[Regla] Guðssonarins
Kenning og sáttmálar 106–108
Við fyrstu nálgun virðist Kenning og sáttmálar 107 snúast einungis um stjórnskipan prestdæmisembætta fyrir kirkju Drottins. Á þeim tíma sem þessi opinberun var gefin út, hafði meðlimafjöldi kirkjunnar vaxið hraðar getu hinna fáu leiðtoga sem voru til staðar. Það var því vissulega gagnlegt og nauðsynlegt að útskýra hlutverk og ábyrgð Æðsta forsætisráðsins, Tólfpostulasveitarinnar, hinna Sjötíu, biskupa og sveitarforsætisráða. Það er þó mun meira sem hin guðlegu fyrirmæli í kafla 107 geyma en einungis hvernig stjórnskipan kirkjunnar skyldi háttað. Hér kennir Drottinn okkur um kraft hans og vald, „Hið heilaga prestdæmi eftir reglu Guðssonarins“ (vers 3). Tilgangur prestdæmisins er að opna aðgang að „öllum andlegum blessunum kirkjunnar“ svo að öll börn Guðs sjái „himnana ljúkast upp fyrir sér“ og „eigi samfélag við allsherjarsöfnuð og kirkju frumburðarins og njóti samfélags og návistar Guðs föðurins og Jesú, meðalgöngumanns hins nýja sáttmála“ (vers 18–19). Þegar hann kennir okkur um prestdæmi sitt er frelsarinn að kenna okkur um sig sjálfan og hvernig við getum komið til hans.
Sjá „Restoring the Ancient Order,“ í Revelations in Context, 208–12.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Drottinn styður mig þegar hann kallar mig til þjónustu.
Í Kenningu og sáttmálum 106 and 108 veitti Drottinn tveimur meðlimum, sem voru kallaðir til að þjóna í kirkju hans, leiðsögn og gaf þeim loforð. Þegar þið lærið um leiðsögn hans, gætuð þið hugsað um ykkar eigin tækifæri til að þjóna Drottni – kannski sem hirðisþjónustuverkefni, kirkjuköllun, ábyrgðarskyldur í fjölskyldu ykkar eða andlega hvatningu til að gera gott.
Hver finnst ykkur vera boðskapur Drottins til ykkar í þessum opinberunum? Hvaða orðtök eru ykkur einkar þýðingarmikil? Hér eru nokkur til hugleiðingar:
-
Hvenær hefur Drottinn veitt ykkur „náð [eða guðlega aðstoð] og fullvissu“ til að þið gætuð þjónað honum? (Kenning og sáttmálar 106:8).
-
Hvað teljið þið að felist í því að styrkja aðra „í öllum gjörðum þínum“? (Kenning og sáttmálar 108:7).
Þegar öldungur Carl B. Cook fékk erfitt kirkjuverkefni, hlaut hann styrk frá reynslu forföður síns. Lesið um það í boðskap hans „Þjóna“ (aðalráðstefna, október 2016). Íhugið að skrifa bréf til að hvetja afkomendur ykkar – eða ykkur sjálf í framtíðinni – til að taka á móti tækifærum til að þjóna. Bréfið ætti að innifela þann sannleika sem þið lærið af boðskap öldungs Cook, Kenningu og sáttmála 106 og 108 og ykkar eigin reynslu.
Sjá einnig Henry B. Eyring, „Gakk með mér,“ aðalráðstefna, apríl 2017; Topics and Questions, „Serving in Church Callings,“ Gospel Library; „Warren Cowdery“ og „‘Wrought Upon’ to Seek a Revelation,“ í Revelations in Context, 219–23, 224–28.
Kenning og sáttmálar 107:1–4, 18–20
Prestdæmið er „eftir reglu Guðsonarins.“
Drottinn hefur „opinberun [sína] um prestdæmið“ (Kenning og sáttmálar 107, kaflafyrirsögn) á því að kenna okkur upprunalegt heiti Melkísedeksprestdæmisins (sjá vers 1–4). Hvers vegna haldið þið að það sé mikilvægt að vita það? Hvaða áhrif hefur þetta nafn á tilfinningar ykkar til prestdæmisins?
Hafið þetta í huga er þið lesið um prestdæmið, sérstaklega í versum 18–20. Hvað felst í því að „sjá himnana ljúkast upp“? Hvað merkir það að „njóta samfélags og návistar Guðs föðurins og Jesú“? Hvernig gerir kraftur og vald prestdæmisins þetta allt aðgengilegt ykkur?
Sjá einnig Alma 13:2, 16; Kenning og sáttmálar 84:19–27.
Einblínið á Krist. „Það er margt að kenna í endurreistu fagnaðarerindi Jesú Krists – reglur, boðorð, spádóma og ritningarsögur. Allt þetta eru greinar af sama tré, því það hefur allt sama tilganginn: Að hjálpa öllum að koma til Krists og fullkomnast í honum (sjá Jarom 1:11; Moróní 10:32). Þannig að sama hvað þið eruð að kenna, munið þá að þið eru í raun að kenna um Jesú Krist og hvernig á að verða eins og hann“ (Kenna að hætti frelsarans, 6). Dæmi: Þegar þið kennið – og lærið – um prestdæmið í Kenningu og sáttmálum 107, spyrjið þá ítrekað „Hvað erum við að læra um frelsarann?“
Þjónar Drottnins eru „studdir … með trausti, trú og bænum kirkjunnar.“
Hvað haldið þið að það merki að styðja þjóna Drottins með trausti ykkar? trú ykkar? bænum ykkar?
Sjá einnig „Vorn spámann vér þökkum þér Drottinn,“ Sálmar, nr. 7.
Kenning og sáttmálar 107:23–24, 33–35, 38, 91–92
Spámenn og postular vitna um Jesú Krist.
Joseph Smith miðlaði kafla 107 árið 1835 til nýkallaðrar Tólfpostulasveitar (sjá kaflafyrirsögnina). Hvað kenndi Drottinn þeim um köllun þeirra í versum 23–24, 33–35, 38? Hvernig hefur vitnisburður ykkar um Jesú Krist styrkst með kenningum og þjónustu lifandi postula hans?
Í versum 91–92 kennir Drottinn um postulann með lengstan starfsaldur, forseta kirkjunnar. Hvernig er hann „í líkingu Móse“? (sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Móses,“ Gospel Library).
Sjá einnig David A. Bednar, „Útvaldir til að bera vitni um nafn mitt,“ aðalráðstefna, október 2015.
Kenning og sáttmálar 107:27–31, 85–89
Drottinn framkvæmir verk sitt fyrir tilstilli ráða.
Gætið að því sem Drottinn kenndi um ráð í Kenningu og sáttmálum 107:27–31, 85–89. Hvað gerir ráð áhrifaríkt? Hvernig gætuð þið heimfært þessar reglur upp á kirkjukallanir ykkar, heimili og aðrar ábyrgðarskyldur?
Sjá einnig M. Russell Ballard, „Fjölskyldufundir,“ aðalráðstefna, apríl 2016: Almenn handbók, 4.3–4.4, Gospel Library.
Drottinn býður fjölskyldum að eiga samráð.
Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Kenning og sáttmálar 107:18–20
Jesús Kristur blessar mig með prestdæmiskrafti sínum.
-
Þegar þið og börn ykkar lesið saman í Kenningu og sáttmálum 107:18–19, leggið þá áherslu á orðtakið „öllum andlegum blessunum.“ Þið og börn ykkar gætuð ef til vill talið upp þær blessanir sem við hljótum frá prestdæminu. Þið gætuð gert leik úr því – séð hver getur gert lengsta listann. Börn ykkar gætu einnig teiknað eða fundið myndir til að tákna þessar blessanir (sjá verkefnasíðu þessarar viku). Þið gætuð síðan talað um það hvernig helgiathafnir prestdæmisins (eins og skírn eða sakramentið) hjálpa okkur að meðtaka blessanir Guðs.
Kenning og sáttmálar 107:21–26, 33–35, 91–92
Útvaldir þjónar Drottins leiða kirkju hans.
-
Hver ráðstefnuútgáfa Líahóna hefur að geyma blaðsíðu með myndum af aðalvaldhöfum. Hugleiðið að skoða þessar myndir með börnum ykkar er þið lesið um ábyrgðarhlutverk þeirra í Kenningu og sáttmálum 107:21–26, 33–35, 91–92. Þið og börn ykkar gætuð rætt ástæður þess að þið eruð þakklát Drottni fyrir að hafa gefið þeim þessar skyldur.
-
Börn ykkar geta lært meira um þjóna Drottins í „General Church Leadership“ á ChurchofJesusChrist.org Kannski gæti hvert barna ykkar lært um einn þessara leiðtoga og kennt hvert öðru um hann eða hana. Miðlið hvert öðru því hvernig þið vitið að þessir leiðtogar eru sannir þjónar Jesú Krists.
-
Eftir að hafa lesið saman Kenningu og sáttmála 107:22, gætuð þið og börn ykkar skipst á við að halda uppi mynd af Æðsta forsætisráðinu og miðlað því hvernig þið getið stutt þá sem þjóna Drottins.
Æðsta forsætisráðið
Ég get sýnt aðgát við að lifa eftir sáttmálum mínum.
-
Til að hefja umræður um þessi vers, gætuð þið boðið börnum ykkar að gera eitthvað sem krefst fullrar athygli þeirra, eins og að fylla bolla án þess að sulla út fyrir. Hvað gerist þegar við gætum ekki að okkur? Síðan gætuð þið lesið í Kenningu og sáttmálum 108: 3 til að komast að því sem Drottinn vill að við gerum með aðgát. Hvaða „eiða“ (loforð eða sáttmála) gerum við við Guð? Hvernig getum við gætt betur að okkur við að halda þá? Þið gætuð miðlað hluta af boðskap systur Becky Craven „Vandvirkur eða værukær“ (aðalráðstefna, apríl 2019). Þið gætuð líka sungið söng um að halda sáttmála, svo sem „Hetja vil ég vera“ (Barnasöngbókin, 85).
Að hella vatni með gætni væri hægt að líkja við það að gæta vel að okkur við að halda sáttmála okkar.
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.