Kom, fylg mér
1.–7. september: „Síon til sáluhjálpar“: Kenning og sáttmálar 94–97


„1.–7. september: ‚Síon til sáluhjálpar‘: Kenning og sáttmálar 94–97,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 94-97,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Kirtland-musterið

Kirtland-musterið, eftir Al Rounds

1.–7. september: „Síon til sáluhjálpar“

Kenning og sáttmálar 94–97

Til forna bauð Drottinn Móse að byggja tjaldbúð „allt eftir þeirri fyrirmynd, sem [honum] var sýnd á fjallinu“ (Hebreabréfið 8:5; sjá einnig 2. Mósebók 25:8–9). Tjaldbúðin átti að vera fyrir miðju í búðum Ísraelsmanna í eyðimörkinni (sjá 4. Mósebók 2:1–2).

Árið 1833 bauð Drottinn Joseph Smith að byggja musteri „ekki að hætti heimsins“ heldur fremur „á þann hátt, sem ég mun sýna“ (Kenning og sáttmálar 95:13–14; sjá einnig 97:10). Líkt og var með tjaldbúðina í eyðimörkinni, þá var musterinu ætlað að vera miðjubygging í Kirtland (sjá Kenning og sáttmálar 94:1).

Í dag má finna musteri um allan heim. Jafnvel þó þau séu ekki í miðborgum okkar, þá beina þau okkur til Krists, sem ætti að vera miðpunktur lífs okkar. Þótt hvert musteri sé frábrugðið að útliti, þá er okkur kennd sama guðlega fyrirmynd í þeim öllum – sem er himnesk áætlun um að leiða okkur aftur í návist Guðs. Helgiathafnir og sáttmálar tengja okkur Kristi og styrkja fölskyldur okkar „ekki að hætti heimsins,“ heldur að þeirri fyrirmynd sem Guð sýnir okkur.

Sjá Heilagir, 1:169–70; „A House for Our God,“ í Revelations in Context, 165–73.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 94; 97:10–17

Ég get að „fullu helgað [mig] Drottni.“

Í Kenningu og sáttmálum 94, veitir Drottinn leiðsögn um stjórnsýslubyggingar í Kirtland – skrifstofu og prentsmiðju. Hvað vekur áhuga ykkar varðandi það sem Drottinn segir um þessar byggingar í Kenningu og sáttmálum 94:2–12? Hvernig ber því saman við það sem hann segir um musterið í 97:10–17?

Hver finnst ykkur vera merking þess að vera að „fullu [helgaður] Drottni“?

Kenning og sáttmálar 95

Drottinn agar þá sem hann elskar.

Þegar opinberunin í kafla 95 var meðtekin, höfðu um fimm mánuðir liðið frá því að Drottinn bauð hinum heilögu að byggja hús Guðs (sjá Kenning og sáttmálar 88:117–19) – og þau höfðu ekki enn hafist handa. Takið eftir því hvernig Drottinn leiðrétti þau í þessari opinberun. Þið gætuð jafnvel gert lista yfir þær reglur sem þið finnið um að veita innblásna leiðréttingu. Hvað lærið þið um Drottin af því hvernig hann leiðrétti hina heilögu?

Sjá einnig Kenningu og sáttmála 121:43–44; D. Todd Christofferson, „Alla þá, sem ég elska, tyfta ég og aga,“ aðalráðstefna, apríl 2011.

8:40

God Loves His Children

Kenning og sáttmálar 95:8, 11–17; 97:10–17

trúarskólatákn
Musterið er hús Drottins.

Eftir að hafa verið ávítaðir fyrir að byggja ekki hús Drottins í Kirtland, völdu kirkjuleiðtogar lóð á hveitiakri þar sem byggja átti. Hyrum Smith, bróðir spámannsins, hljóp samstundis eftir orfi og ljá til að byrja að ryðja svæðið. „Við búum okkur nú undir það að byggja hús fyrir Drottin,“ sagði hann, „og ég er staðráðinn í því að verða fyrstur til verka“ (í Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 271, 273). Hvers vegna haldið þið að Hyrum hafi verið svo ákafur að byggja musterið? Hugleiðið það er þið lesið Kenningar og sáttmála 95:8, 11–17; 97:10–17.

Á okkar tíma er Drottinn „að flýta fyrir því að við byggjum musteri“ (Russell M. Nelson, „Einblínið á musterið,“ aðalráðstefna, október 2022). Hvað segðuð þið, ef þið væruð spurð að því af hverju Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu byggir svona mörg musteri? Skoðum möguleg svör í:

5:41

What Is a Temple?

Þið gætuð líkt framlagi hinna heilögu við byggingu Kirtlands-musterisins við framlag ykkar við að búa ykkur undir þýðingarmikla upplifun með Drottni í musterinu. Hvernig getið þið sýnt fram á sömu kappsemi og Hyrum Smith upplifði gagnvart hinu heilaga húsi Drottins? Hvað gætuð þið til dæmis gert sem myndi vera eins og að ryðja land, eins og Hyrum gerði? Hvaða fórnir finnst ykkur að Drottinn vilji að þið færið? (sjá Kenning og sáttmálar 97:12).

Sjá einnig „Á háum fjallsins hnjúk,“ Sálmar, nr. 4; Topics and Questions, „Temples,“ Gospel Library.

bændur uppskera

Hyrum Smith að ryðja land fyrir Kirtland-musterið.

Kenning og sáttmálar 97:8–9

„Þeim veiti ég viðtöku.“

Hugsið um tilvik þegar þið voruð samþykkt – eða ekki samþykkt – inn í hóp eða lið. Hvernig er það líkt eða ólíkt því sem Kenning og sáttmálar 97:8 kennir um merkingu þess að njóta viðurkenningar Drottins? Hvað haldið þið að Drottinn sé að reyna að kenna ykkur með myndlíkingunni í versi 9?

Sjá einnig Erich W. Kopischke, „Njóta viðurkenningar Drottins,“ aðalráðstefna, apríl 2013.

Skapa andlegt umhverfi lærdóms og kennslu. „Andinn heilagi,“ lofaði Jesú „mun kenna yður allt“ (Jóhannes 14:26). Svo hvort sem þið eruð að læra ein eða með öðrum, gerið það þá að forgangsatriði að bjóða andanum til ykkar. Helg tónlist, bæn og kærleiksrík samskipti geta hjálpað við að skapa friðsælar aðstæður þar sem heilagur andi getur kennt ykkur sannleika.

Kenning og sáttmálar 97:18–28

Síon er „hinir hjartahreinu.“

Hvað hina heilögu varðaði upp úr 1830, þá var Síon staður. Í opinberuninni í kafla 97, þá útvíkkaði Drottinn skilgreininguna til að lýsa fólki – „hinir hjartahreinu“ (vers 21). Þegar þið lesið vers 18–28, skiptið þá út þessari skilgreiningu er þið lesið orðið Sion. Hver er merking þess að vera hreinn í hjarta?

Sjá einnig HDP Móse 7:18.

Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 02

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 95:8; 97:10–17

Musterið er hús Drottins.

  • Til að fá einhvern bakgrunn fyrir kafla 95 og 97, gætuð þið miðlað „Kirtland-musterið“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum fyrir unga lesendur (Gospel Library; sjá einnig Heilagir, 1:210). Börn ykkar gætu notið þess að þykjast vera að hjálpa við byggingu Kirtland-musterisins (höggva við, negla nagla, mála veggi o.s.frv). Meðan þið lesið Kenningu og sáttmála 95:8, gætuð þið einnig sýnt þeim mynd af Kirtland-musterinu, eins og þá sem eru í lexíudrögunum, til að kenna börnum ykkar ástæðu þess að Drottinn vill að við byggjum musteri.

1:17

The Kirtland Temple

  • Eftir að hafa lesið saman í Kenningu og sáttmálum 97:15–16, gætuð þið og börn ykkar miðlað hvert öðru ástæðum þess að musterið er ykkur sérstakt. Þið gætuð einnig sungið saman söng til að hjálpa börnum ykkar að upplifa lotningu fyrir húsi Drottins, eins og „Musterið“ (Barnasöngbókin, 99). Af hverju er musterið heilagt?

Kenning og sáttmálar 97:1–2; 8–9; 21

Síon er „hinir hjartahreinu.“

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja hvað orðið hreint gæti þýtt í Kenning og sáttmálar 97:21, gætuð þið horft saman á vatnsglas og bætt einhverju í vatnið sem gerir það óhreint (eins og mold eða pipar). Af hverju er mikilvægt fyrir okkur að vera hrein? Þá gætu börn ykkar lesið vers 21 og sett fingur sinn á orðið hjartahreinu. Hvað felst í því að hjörtu okkar séu hrein? Vers 1–2 og 8–9 gætu veitt einhverjar hugmyndir. Hvernig hjálpar frelsarinn við að gera hjörtu okkar hrein?

óhreint vatn og hreint vatn

Himneskur faðir vill að hjarta mitt sé hreint.

Kenning og sáttmálar 97:8–9

Drottinn blessar fólk sem heldur sáttmála við hann.

  • Vita börn ykkar hvaða sáttmála við gerum við Drottin þegar við skírumst eða erum í musterinu? Hugleiðið að fara yfir þessa sáttmála með þeim með því að lesa Mósía 18:9–10,13 eða Almenna handbók, 27.2. Miðlið hvert öðru hvernig þið vinnið að því að „virða fúslega sáttmála [ykkar] með fórn“ (Kenning og sáttmálar 97:8).

  • Þið gætuð boðið börnum ykkar að teikna myndir af því sem lýst er í Kenningu og sáttmálum 97:9. Þegar þau sýna myndirnar sínar, ræðið þá við þau um það hvernig Drottinn hefur blessað ykkur fyrir að halda sáttmála ykkar. Hvernig eru þessar blessanir eins og „afar frjósamt tré … sem gróðursett er við tært vatn?“

Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.

bygging Kirtland-musterisins

Bygging Kirtland-musterisins, eftir Walter Rane

verkefnasíða fyrir börn