„15.–21. september: ‚Eftir mikið andstreymi … kemur blessunin‘: Kenning og sáttmálar 102–105,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 102–105,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
C.C.A. Christensen (1831–1912), Síonarfylkingin, um 1878, mött vatnsmálning á mússulín, 78 x 114 tommur. Listasafn Brigham Young háskóla, gjöf frá barnabörnum C.C.A. Christensen, 1970.
15.–21. september: „Eftir mikið andstreymi … kemur blessunin”
Kenning og sáttmálar 102–105
Hinir heilögu í Kirtland voru harmi slegnir yfir að heyra að bræður þeirra og systur í Jackson-sýslu, Missouri, hefðu verið hrakin frá heimilum sínum. Það hlýtur því að hafa verið hvetjandi þegar Drottinn lýsti yfir að „lausn Síonar“ myndi „verða að mætti“(Kenning og sáttmálar 103:15). Með það loforð í hjarta, tóku yfir 200 karlar og um það bil 25 konur og börn þátt í því sem þau kölluðu Ísraelsfylkinguna, síðar kölluð Síonarfylkingin. Hlutverk hennar var að ganga til Missouri og endurheimta Síon.
Fyrir fylkingarfélaga fólst endurheimtun Síonar í því að hinir heilögu fengju aftur lönd sín. Rétt áður en þau komu hins vegar til Jackson-sýslu, bauð Drottinn Joseph Smith að leysa upp Síonarfylkinguna. Sumir meðlimanna urðu ráðvilltir og æstir yfir þessum nýju fyrirmælum; það var eins og leiðangurinn hefði misheppnast og loforð Drottins væru óuppfyllt. Aðrir litu þetta þó öðrum augum. Þótt hinir útlægu heilögu fengju aldrei lönd sín og heimili aftur, færði reynslan Síon ákveðna „lausn“ og hún „varð að mætti.“ Trúfastir meðlimir í Síonarfylkingunni, sem margir hverjir urðu síðar leiðtogar kirkjunnar, vitnuðu um að reynslan hefði aukið þeim trú á mætti Guðs, guðlegri köllun Josephs Smith og Síon – ekki bara á Síon sem stað, heldur á Síon sem fólki Guðs. Frekar en að efast um gildi þessa, að því er virtist árangurslausa verkefnis, lærðist þeim að hið raunverulega verkefni væri að fylgja frelsaranum, jafnvel þegar við höfum ekki skilning á öllu. Á þennan hátt verður Síon endurheimt að lokum
Sjá Saints, 1:194–206; „The Acceptable Offering of Zion’s Camp,“ í Revelations in Context, 213–18.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Kenning og sáttmálar 102:12–23
Hver er tilgangur aðildarráða?
Kafli 102 hefur að geyma fundargerð fundarins í Kirtland, Ohio, þar sem fyrsta háráð kirkjunnar var skipulagt. Í versum 12–23 lýsir Drottinn verklagsreglum sem háráð fylgir þegar aðildarráð kemur saman sökum þeirra sem hafa brotið alvarlega af sér.
M. Russell Ballard forseti kenndi: „Meðlimir spyrja stundum um tilgang [aðildar]ráða kirkjunnar. Tilgangurinn er þríþættur: Að bjarga sál syndarans, vernda hina saklausu og tryggja hreinleika, ráðvendni og gott orðspor kirkjunnar” („A Chance to Start Over: Church Disciplinary Councils and the Restoration of Blessings,” Ensign, sept. 1990, 15).
Sjá einnig Topics and Questions, „Membership Councils,“ Gospel Library
Kenning og sáttmálar 103:1–12, 36; 105:1–19
Síon verður aðeins byggð á reglum réttlætisins.
Hvers vegna glötuðu hinir heilögu fyrirheitna landinu í Missouri? Það gætu hafa verið margar ástæður – Drottinn sagði að hið minnsta ein þeirra væri „brot fólks míns.“ Ef ekki hefði verið fyrir það „hefði lausn [Síonar] nú þegar átt sér stað“ (Kenning og sáttmálar 105:2). Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 103:1–12, 36; 105:1–19, gætuð þið tekið eftir nokkru sem hindraði stofnun Síonar í Missouri og öðru sem gæti hafa hjálpað við það. Hvað lærið þið sem getur hjálpað ykkur að stofna Síon í hjarta ykkar, á heimili ykkar og í samfélagi ykkar?
Kenning og sáttmálar 103:12–13, 36; 105:1–6, 9–19
Blessanir koma eftir prófraunir trúar.
Þátttaka í Síonarfylkingunni var að mörgu leyti prófraun trúar. Ferðin var löng, veðrið heitt og matur og vatn stundum af skornum skammti. Eftir allt sem þau þoldu, tókst Síonarfylkingunni ekki að endurheimta lönd hinna heilögu þeim til handa. Ímyndið ykkur ef þið hefðuð tækifæri til að skrifa bréf til meðlims Síonarfylkingarinnar sem upplifði efasemdir um trú sína eftir reynslu hans eða hennar. Hvað gætuð þið sagt til að hvetja þennan einstakling? Hvaða sannleika finnið þið í Kenningu og sáttmálum 103:5–7, 12–13, 36; 105:1–6, 9–19 sem gæti hjálpað?
Þið gætuð þá hugsað um nútíma dæmi prófrauna sem svipar til Síonarfylkingarinnar – eins og trúboða sem vinnur hörðum höndum en enginn gengur í kirkjuna vegna framlags hans eða hennar. Hvernig mynduð þið hjálpa þessum trúboða að sjá að trúboð hans eða hennar hafi engu að síður verið farsælt, byggt á því sem þið hafið lært?
Hvernig hefur Drottinn blessað ykkur „eftir mikið andstreymi“? (Kenning og sáttmálar 103:12).
Sjá einnig 1. Nefí 11:16–17; Alma 7:11–12; Kenning og sáttmálar 6:33–36; 84:88; 101:35–36; David A. Bednar, „On the Lord’s Side: Lessons from Zion’s Camp,“ Ensign, júlí 2017, 26–35, eða Liahona, júlí 2017, 14–23; Topics and Questions, „Endure to the End,“ Gospel Library; „Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál,“ Sálmar, nr. 21.
Undirbúið ykkur með því að lesa sögulegt samhengi opinberananna. Að skilja bakgrunn opinberananna í Kenningu og sáttmálum getur hjálpað ykkur að skilja og tileinka ykkur reglurnar sem þær kenna. Kom, fylg mér veitir hlekki að mörgum þessara heimilda. Fyrir Kenningu og sáttmálar 102–5, sjá Heilagir, 1:194–206; „The Acceptable Offering of Zion’s Camp,“ í Revelations in Context, 213–18; og „Voices of the Restoration: Zion’s Camp.“
Ísraelsfylkingin sló upp búðum við árbakka Little Fishing-árinnar.
Hver er tilgangur prófrauna?
Hugleiðið leiðsögn öldungs Orsons F. Whitney um prófraunir: „Enginn sársauki sem við líðum verður ekki til einskis. Hann verður okkur til lærdóms, þroskunar eiginleika eins og þolinmæði, trúar, æðruleysis og auðmýktar. Allt sem við líðum og allt sem við þolum, einkum er við göngum í gegnum það með þolinmæði, byggir upp persónuleika okkar, hreinsar hjörtu okkar, útvíkkar sálir okkar og gerir okkur ljúfari og kærleiksríkari, verðugri þess að vera kölluð börn Guðs … og það er með sorg og þjáningum, erfiði og þrengingum sem við öðlumst þann lærdóm sem við komum hingað til að öðlast og sem mun gera okkur líkari föður okkar og móður á himnum“ (í Spencer W. Kimball, Faith Precedes the Miracle [1972], 98).
Kenning og sáttmálar 104:11–18, 78–83
Drottinn hefur gert mig „ráðsmann … [jarðneskra] blessana.“
Auk réttarhalda í Missouri, stóð kirkjan frammi fyrir fjárhagsörðugleikum árið 1834, þar sem skuldir og útgjöld voru mikil. Í kafla 104 veitti Drottinn leiðsögn um fjárhagsstöðu kirkjunnar. Hvernig er hægt að nota reglurnar í versum 11–18 og 78–83 við fjárhagsákvarðanir ykkar sjálfra?
Sjá einnig „Treasure in Heaven: The John Tanner Story“ og „The Labor of His Hands“ (myndbönd), Gospel Library.
Treasure in Heaven: The John Tanner Story
The Labor of His Hands
Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Ég get verið „heiminum ljós“ með því að fylgja Jesú.
-
Þið gætuð boðið börnum ykkar að halda uppi myndum af ljósaperu, kerti eða öðrum ljósgjafa þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 103:9. Hvernig getum við verið eins og ljós fyrir aðra þegar við fylgjum Jesú Kristi? Sjá einnig „Sólskinsbarn“ (Barnasöngbókin, 38).
Ég get verið öðrum ljós þegar ég fylgi Jesú Kristi.
Kenning og sáttmálar 104:13–18
Drottinn vill að ég miðli því sem ég á með fólki sem er þurfandi.
-
Þið gætuð viljað gefa börnum ykkar nokkrar mínútur til að gera lista yfir blessanir sem Guð hefur gefið þeim (eins og mat, fatnað, hæfileika, trú og heimili). Hvetjið þau til að skrá eins margt og þau geta. Síðan gætuð þið lesið saman í Kenningu og sáttmálum 104:13–18 og leitað svara við spurningum eins og: Hver er hinn sanni eigandi allra hluta? Hvers væntir hann að við gerum við þessa hluti? Þið og börn ykkar gætuð miðlað reynslu þar sem einhver gaf ykkur eitthvað sem þið þörfnuðust (sjá einnig „The Coat“ [myndband], Gospel Library).
2:8The Coat
Drottinn mun blessa mig þegar ég held boðorð hans.
-
Í kafla 104 lofar Guð nokkrum sinnum þeim „margföldum blessunum“ sem hlýða boðorðum hans staðfastlega. Til að hjálpa börnunum að skilja hvað „margföldum“ þýðir, gætuð þið teiknað hring og beðið börn ykkar að hjálpa ykkur að margfalda fjölda hringja – teikna tvo, svo fjóra, átta, síðan sextán o.s.frv. Í hvert sinn sem þið bætið við hringjum, hjálpið þá börnum ykkar að hugsa um blessanir sem himneskur faðir hefur veitt þeim.
Kenning og sáttmálar 105:38–40
Ég get verið friðflytjandi.
-
Til að hjálpa börnum ykkar að læra söguna um Síonarfylkinguna, gætuð þið miðlað þeim „kafla 36 Síonarfylkingin“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 135–139 eða samsvarandi myndbandi á Gospel Library). Takið ykkur hlé öðru hverju til að tala um þær lexíur sem við getum lært af Síonarfylkingunni – til dæmis að Drottinn vill að við séum friðsöm og vinnum saman í stað þess að deila og kljást (sjá einnig Russell M. Nelson, „Friðflytjendur óskast,“ aðalráðstefna, apríl 2023).
-
Þið gætuð líka lesið Kenningu og sáttmála 105:38–40 og beðið börnin að standa upp í hvert sinn sem þau heyra orðið „friður.“ Útskýrið að Drottinn vildi að hinir heilögu friðmæltust við fólkið sem var óvingjarnlegt. Hjálpið börnum ykkar að hugsa um eitthvað sem þau gætu gert til að vera friðflytjendur og bjóðið þeim að leika nokkrar aðstæður.
The Camp of Israel
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.
Síonarfylkingin (Síonarfylkingin við Fishing River), eftir Judith A. Mehr