„8.–14. september: ‚Hald ró yðar og vitið að ég er Guð‘: Kenning og sáttmálar 98–101,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 98-101,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
C.C.A. Christensen (1831–1912), Heilagir hraktir frá Jackson-sýslu, Missouri, um 1878, mött vatnsmálning á mússulíni, 77 ¼ × 113 tommur. Listasafn Brigham Young-háskóla, gjöf frá barnabörnum C.C.A. Christensen, 1970
8.–14. september: „Hald ró yðar og vitið að ég er Guð“
Kenning og sáttmálar 98–101
Á áratugnum 1830 var Independence, Missouri, hinum heilögu hið fyrirheitna land. Það var „miðpunkturinn“ í Síon (Kenning og sáttmálar 57:3) – borg Guðs á jörðu – og samansöfnun hinna heilögu þangað var spennandi forleikur að Síðari komunni. Nágrannar þeirra á svæðinu litu þó hlutina öðrum augum. Þeir mótmæltu þeirri staðhæfingu að Guð hefði gefið hinum heilögu landið og var órótt yfir þeim stjórnmálalegu, efnahagslegu og félagslegu afleiðingum sem fylgdi því að svo mikið af ókunnugu fólki fluttist svo fljótt á svæðið. Óþægindi snérust fljótlega upp í ofsóknir og ofbeldi. Árið 1833 var prentsmiðja kirkjunnar eyðilögð og hinir heilögu voru hraktir frá heimilum sínum.
Joseph Smith var meira en 1300 km í burtu í Kirtland og fréttirnar voru margar vikur að berast til hans. Drottinn vissi þó hvað var að gerast og opinberaði spámanni sínum reglur friðar og hvatningar, sem yrðu hinum heilögu huggunarríkar – reglur, sem geta líka verið okkur gagnlegar frammi fyrir ofsóknum, þegar réttlátar þrár eru óuppfylltar eða við þurfum áminningu um að daglegar þrengingar verði endanlega „[okkur] í heild … til góðs“ (Kenning og sáttmálar 98:3).
Sjá Heilagir, 1:171–93; „Waiting for the Word of the Lord,“ í Revelations in Context196–201.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Kenning og sáttmálar 98:1–3, 11–14, 22; 101:1–16, 22–31, 36
Raunir mínar geta í heild orðið mér til góðs.
Sumar áskoranir lífsins eru afleiðing eigin ákvarðana. Aðrar eru af völdum ákvarðana annarra. Stundum gerast líka bara atburðir sem eru hluti af jarðlífinu. Sama hver orsökin er, þá getur mótlæti hjálpað við að uppfylla guðlegan tilgang er við snúum til Guðs.
Þetta átt við í tilfelli hinna heilögu í Missouri árið 1833 og það á við um okkur í dag. Þegar þið lesið það sem Drottinn sagði hinum heilögu í Kenningu og sáttmálum 98 og 101, hugleiðið þá hvernig boðskapur hans á við í hinum ýmsu prófraunum eða erfiðleikum sem þið gætuð staðið frammi fyrir. Hér eru nokkrar spurningar og heimildir sem geta hjálpað ykkur.
Ef prófraunin er afleiðing af:
-
Persónulegu vali: Hvaða ráð – og loforð – finnið þið í Kenningu og sáttmálum 98:11–12; 101:1–9? Hvað lærið þið í þessum versum um himneskan föður og Jesú Krist? Hvað finnst ykkur að Guð vilji að þið gerið?
-
Vali annarra: Hvaða huggun finnið þið í Kenningu og sáttmálum 98:1–3, 22; 101:10–16, 22? Hvernig vill Drottinn að við bregðumst við misnotkun, einelti eða ofbeldi? (Sjá Life Help, „Abuse,“ Gospel Library; Topics and Questions, „Abuse,“ Gospel Library.) Hvað kenna þessi vers um það hvernig setja á traust sitt á Drottin?
-
Erfiðleikum jarðlífsins: Hvaða innsýn öðlist þið úr Kenningu og sáttmálum 98:1–3; 101:22–31, 36? Hvað eruð þið að læra af prófraunum ykkar? Hvað gerið þið til að stuðla að liðsinni Guðs? Hvernig hjálpar hann ykkur?
Til að læra meira um það hvernig Guð getur séð til þess að „allar þrengingar yðar … [verði] yður til góðs“ (Kenning og sáttmálar 98:3), hugleiðið þá að lesa boðskap öldungs Anthony D. Perkins „Minnstu þjáninga þinna heilögu, ó Guð vor“ (aðalráðstefna, október 2021). Þið gætuð leitað að klausu í þessum boðskap sem hjálpar ykkur að skilja hvernig frelsarinn býður ykkur að sjá áskoranir ykkar. Á hvern hátt hafa prófraunir ykkar orðið ykkur til góðs eða uppfyllt tilgang Guðs?
Sjá einnig Rómverjabréfið 8:28; 2. Nefí 2:2; Kenning og sáttmálar 90:24; D. Todd Christofferson, „Come to Zion,“ aðalráðstefna, október 2008; „Trial of Adversity,“ „Feeling the Lord’s Love and Goodness in Trials,“ „The Refiner’s Fire“ (myndbönd), ChurchofJesusChrist.org.
Trial of Adversity
Feeling the Lord's Love and Goodness in Trials
The Refiner's Fire
Drottinn vill að ég leiti friðar að hans hætti.
Russell M. Nelson forseti kenndi: „Fylgjendur Jesú Krists ættu þó að setja fordæmi sem heimurinn getur tileinkað sér. Ég bið ykkur að gera allt sem þið getið til að binda enda á þau persónulegu átök sem geisa í hjörtum ykkar og í lífi ykkar“ („Máttur andlegs skriðþunga,“ aðalráðstefna, apríl 2022).
Hvaða reglur finnið þið í Kenningu og sáttmálum 98:23–48 sem geta gagnast ykkur við að leysa persónulegan ágreining í lífi ykkar, þótt allt þar eigi ekki við um persónuleg samskipti ykkar við aðra? Þið gætuð fundið fleiri sannindi í sálmi um frið eða fyrirgefningu, eins og „Ást ef heima býr“ (Sálmar, nr.110).
Hluti af Kristur og ríki ungi höfðinginn, eftir Heinrich Hofmann
Drottinn annast fólk sem þjónar honum.
Opinberanirnar í kafla 99 og 100 voru gefnar fólki sem bar mikla kirkjulega ábyrgð en var einnig umhugað um fjölskyldur sínar. Hvað finnið þið í þessum opinberunum sem hefði getað hjálpað því? Hvaða boðskap hefur Drottinn fyrir ykkur í þessum opinberunum?
Sjá einnig „John Murdock’s Missions to Missouri“ í „I Quit Other Business’: Early Missionaries“ og „A Mission to Canada,“ í Revelations in Context, 87–89, 202–7.
Kenning og sáttmálar 101:43–65
Það verndar mig að fylgja leiðsögn Guðs.
Dæmisagan í Kenningu og sáttmálum 101:43–62 útskýrir af hverju Drottinn leyfði að hinir heilögu yrðu hraktir frá Síon. Sjáið þið einhverjar hliðstæður hjá ykkur og þjónunum í dæmisögunni við lestur þessara versa? Hvernig sýnið þið Guði að þið eruð „[fús] til að taka leiðsögn á réttan og sannan hátt, [ykkur] til sáluhjálpar“? (sjá vers 63–65).
Leikið frásagnir eða dæmisögur. Stundum er auðveldara að læra gegnum og tengja við sögur og dæmisögur í ritningunum þegar við setjum okkur sjálf í hlutverk fólksins sem þær lýsa. Ef þið eruð að kenna Kenningu og sáttmála 101:43–62, þá gætuð þið boðið nemendum að leika dæmisöguna sem einhver les upphátt. Hvaða innsýn öðlist þið af því að færa orð yfir í verk?
Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Guð getur umbreytt raunum mínum í blessanir.
-
Þið gætuð hafið umræður á því að spyrja börn ykkar um einhverjar þær áskoranir sem börn á þeirra aldri takast á við. Þið gætuð síðan lesið saman í Kenningu og sáttmálum 98:1–3 og rætt um það hvernig Jesús Kristur getur snúið raunum í blessanir. Þið gætuð miðlað börnum ykkar dæmum um það hvernig hann hefur snúið raunum ykkar í blessanir.
Frelsarinn hjálpar mér að fyrirgefa.
Athugið: Þegar þið kennið börnum ykkar um mikilvægi fyrirgefningar, sjáið þá til þess að þau skilji einnig að ef einhver meiðir þau að láta ávallt fullorðinn aðila vita sem þau treysta.
-
Kaflar 34 og 35 í Sögur úr Kenningu og sáttmálum (128–34) gætu hjálpað ykkur að kenna um það hvað hinir heilögu þurftu að þola í Missouri árið 1833. Þið og börn ykkar gætuð rætt um það hvernig þessum heilögu gæti hafa liðið. Síðan skulið þið lesa saman í Kenningu og sáttmálum 98:23, 39–40 til að komast að því sem Drottinn vill að þau geri. Þið og börn ykkar gætuð talað um það þegar þið þurftuð að fyrirgefa einhverjum og hvernig frelsarinn hjálpaði ykkur.
-
Þið gætuð einnig sýnt börnum ykkar mynd af glöðu andliti og döpru andliti. Ræðið um aðstæður þar sem einhver var óvinsamlegur og leggið til leiðir til að bregðast við. Hjálpið börnum ykkar að velja hvert þessara viðbragða myndi gera þau glöð eða döpur með því að benda á viðeigandi andlit. Hvers vegna vill Jesús að við fyrirgefum fólki, jafnvel því sem er ekki vingjarnlegt við okkur?
Chapter 34: God Warns the People of Zion: July–August 1833
Chapter 35: The Saints Leave Jackson County, Missouri: September–December 1833
Kenning og sáttmálar 101:16, 23–32
Jesús Kristur getur fært mér frið.
-
Eftir að hafa lesið Kenningar og sáttmála 101:16, hjálpið þá börnum ykkar að bera kennsl á hina friðsælu tilfinningu sem hlýst þegar við erum hljóð og hugsum um Jesú – til dæmis þegar við erum að biðja eða meðtaka sakramentið. Þið gætuð líka sungið saman söng um lotningu, eins og „Þýtt og rótt“ eða „Ég les um Jesú“ (Barnasöngbókin, 11, 35). Hvernig getum við upplifað frið hans á heimili okkar?
-
Börn ykkar gætu haft áhuga á því að læra um það hvernig lífið verður þegar Jesús Kristur kemur aftur. Lesið saman Kenningu og sáttmála 101:23–32 og ræðið um það sem þau finna í þessum versum sem mun færa okkur gleði þegar hann kemur. Hvers vegna er það hjálplegt að vita um þetta þegar við eigum erfitt?
Jesús Kristur mun færa okkur frið og gleði þegar hann kemur aftur.
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.
Missouri brennur, eftir Glen S. Hopkinson