Kom, fylg mér
25.–31. ágúst: „[Takið] á móti fyllingu hans“: Kenning og sáttmálar 93


„25.–31. ágúst: ‚[Takið] á móti fyllingu hans‘: Kenning og sáttmálar 93,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 93,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Himneskur faðir og Jesús Kristur

Hluti af Ég sé mannssoninn, eftir Walter Rane

25.–31. ágúst: „[Takið] á móti fyllingu hans“

Kenning og sáttmálar 93

Joseph Smith kenndi: „Þegar við göngum upp stiga verðum við að byrja neðst og stíga upp þrep af þrepi, uns við náum toppnum, og þannig er það með reglur fagnaðarerindisins – við verðum að byrja á þeirri fyrstu og halda áfram uns við höfum lært allar reglur upphafningar“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 268).

Stundum virðist stigi upphafningar óendanlega hár, en við erum fædd til að klífa hann á enda með stöðugri hjálp frelsarans. Himneskur faðir og sonur hans sjá eitthvað dýrðlegt í okkur, eitthvað guðlegt, þótt okkur sjálfum finnist við takmörkuð. Jesús Kristur var „í upphafi … hjá föðurnum,“ og það „[vorum við] einnig“ (Kenning og sáttmálar 93:21, 23). Á sama hátt og hann „hélt áfram frá náð til náðar, þar til hann hafði hlotið fyllingu,“ svo munum við líka „hljóta náð á náð ofan“ (vers 13, 20). Hið endurreista fagnaðarerindi kennir um hið sanna eðli Guðs og það kennir líka um ykkar sanna eðli og örlög. Þið eruð bókstafleg börn Guðs gædd þeim möguleika að geta „tekið á móti fyllingu hans á sínum tíma“ (vers 19).

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 93

Eins og Jesús Kristur, get ég hlotið dýrð og meðtekið „fyllingu“ Guðs.

Spámaðurinn Joseph Smith kenndi: „Ef menn fá ekki skilið eðli Guðs, fá þeir ekki skilið sjálfan sig“ (Kenningar: Joseph Smith40). Þegar þið lærið um frelsarann í námi ykkar í Kenningu og sáttmálum 93, gætið þá að því sem þið lærið um ykkur sjálf. Hvað lærið þið t.d. um hann í versum 3, 12–13, 21 og 26? Hvaða álíka sannleika finnið þið um ykkur sjálf í versum 20, 23 og 28–29? (sjá einnig 1. Jóhannes 3:2; 3. Nefí 27:27). Eftirfarandi spurningar gætu hjálpað ykkur að skilja og fylgja sannleikanum í þessum hluta:

  • Hver finnst ykkur merking þess vera að hljóta „náð á náð ofan“ og að halda áfram „frá náð til náðar“? (vers 12–13). Ef það hjálpar, gætuð þið lesið „Náð“ í Leiðarvísi að ritningunum (Gospel Library).

  • Hvað takið þið eftir í þessari opinberun varðandi það hvernig Guð hjálpar ykkur að vaxa og læra? Hvernig hefur það áhrif á breytni ykkar við aðra – og ykkur sjálf – að vita þetta?

  • Hvað lærið þið um „hvernig tilbiðja skal, og …hvað tilbiðja skal“? (vers 19; sjá einnig Leiðarvísir að ritningunum, „Tilbeiðsla,“ Gospel Library).

Kenning og sáttmálar 93:1–39

trúarskólatákn
Dýrð Guðs er ljós og sannleikur.

Þið gætuð tekið eftir að orð eins og dýrð, ljós og sannleikur koma oft fyrir í þessari opinberun. Þegar þið lesið vers 20–39 sérstaklega, búið þá til lista yfir sannleika sem þið finnið tengdan þessum hugtökum. Það gæti hjálpað að búa til svona töflu:

Vers

Það sem ég læri

Spurningar til að íhuga

Vers

24

Það sem ég læri

Spurningar til að íhuga

Í heiminum eru margar blekkingar. Hvernig get ég þekkt sannleikann (sjá einnig Jakob 4:13).

Vers

28

Það sem ég læri

Spurningar til að íhuga

Vers

36

Það sem ég læri

Guð er vera ljóss og sannleika.

Spurningar til að íhuga

Vers

37

Það sem ég læri

Spurningar til að íhuga

Hverja þekki ég sem virðast geta staðist ill áhrif? Hvers vegna geta þau gert það?

Vers

Það sem ég læri

Spurningar til að íhuga

Vers

Það sem ég læri

Spurningar til að íhuga

Vers

Sjá einnig: Kenning og sáttmálar 50:24

Það sem ég læri

Spurningar til að íhuga

Hvað finnið þið í þessum versum sem hvetur ykkur til að leita meira ljóss og sannleika? Hvers vegna eru ljós og sannleikur góðir titlar fyrir Jesú Krist? (sjá Jóhannes 8:12; 14:6). Hvernig áhrif hefur þessi sannleikur á líf ykkar?

Þið gætuð einnig viljað skrá hjá ykkur loforðin um eilíf örlög ykkar í versum 20, 22, 28, 33–35. Hvert er sambandið á milli þessara loforða og þess að öðlast ljós?

Hugleiðið að leita í „Ganga í ljósi Guðs“ (Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum, 18–21) til að komast að því hvernig þið getið öðlast ljós og hvernig Drottinn lofar að blessa ykkur. Myndböndin „Light and Truth, hluti 1“ og „hluti 2“ (Gospel Library) gætu vakið fleiri hugmyndir.

Sjá einnig „Kenn mér hans ljósið og kærleik að fá,“ Sálmar, nr. 116; Topics and Questions, „Holy Ghost,“ Gospel Library.

6:40

Light and Truth, Part 1

6:52

Light and Truth, Part 2

gluggi í musteri

„Dýrð Guðs … er ljós og sannleikur.“

Kenning og sáttmálar 93:40–50

„[Kom] reglu á hús þitt.“

Boðið um að „koma reglu á hús [okkar]“ vers 43) felst ekki í því að koma reglu á kistla okkar og kytrur, heldur á lærdóm okkar – og fræðslu – „ljós og sannleika“ (vers 42). Hugleiðið það hvernig þið eruð að reyna að fylgja leiðsögn hans. Hverjar eru áskoranir ykkar? Hvaða sannindi í Kenningu og sáttmálum 93 geta hjálpað?

Hvaða innsýn öðlist þið frá þessum kenningum öldungs David A. Bednar?

„Í skrifstofu minni er fallegt málverk af hveitiakri. Málverkið er mikið samansafn af einstökum penslaförum – og ekkert þeirra er áhugavert eða tilkomumikið eitt og sér. Ef þið stæðuð nálægt striganum, sæjuð þið aðeins fullt af gulum, gylltum og brúnum röndum sem virðast ótengdar og óaðlaðandi. En þegar þið færið ykkur smám saman frá striganum, þá sameinast öll einstöku penslaförin og mynda stórkostlega landslagsmynd af hveitiakri. Mörg venjuleg einstök penslaför vinna saman að því að skapa heillandi og fallegt málverk.

Hver fjölskyldubæn, hver lestur fjölskyldunnar í ritningunum og hvert fjölskyldukvöld er eitt einstakt penslafar á striga sálna okkar. Enginn einn atburður virðist vera tilkomumikill eða eftirminnilegur. En rétt eins og gulu, gylltu og brúnu penslaförin bæta hvert annað upp og mynda tilkomumikið meistaraverk, þá mun það, að vera samkvæmur sjálfum sér í smáu sem stóru, á sama hátt leiða til mikilsverðs andlegs árangurs. ‚Þreytist þess vegna ekki á að gjöra gott, því að þér eruð að leggja grunninn að miklu verki. Og af hinu smáa sprettur hið stóra‘ [Kenning og sáttmálar 64:33]. Að vera samkvæmur sjálfum sér, er meginreglan er við leggjum grunninn að miklu verki í lífi hvers og eins og sýnum meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir“ („Meiri kostgæfni og umhyggjusemi heima fyrir,“ aðalráðstefna, október 2009).

Sjá einnig Henry B. Eyring, „Heimili þar sem andi Drottins dvelur,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

fjölskylda biður saman

Drottinn býður foreldrum að „ala börn [sín] upp í ljósi og sannleika.“

Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 01

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 93:2–21

Jesús Kristur er ljós og líf heimsins.

  • Hugleiðið að sýna mynd af frelsaranum og spyrja börn ykkar að því hvers vegna mikilvægt sé að læra um Jesú Krist og fylgja honum. Síðan gætuð þið lesið saman í Kenningu og sáttmálum 93:19 til að uppgötva eina mikilvæga ástæðu.

  • Þið gætuð viljað velja nokkur sannindi um Krist í kafla 93 sem innblása ykkur og hjálpa börnum ykkar að uppgötva og skilja þau (sjá einnig „kafla 33: Opinberun um Jesú Krist,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 12–27, eða samsvarandi myndband í Gospel Library). Fyrir hvern þann sannleika sem þið veljið, gætuð þið gefið börnum ykkar orð eða orðtak til að hlusta eftir er þið lesið versið saman. Dæmi: Jesús Kristur:

    • Gerði verk föðurins (vers 5).

    • Er ljós heimsins (vers 9).

    • Er skapari heimsins (vers 10).

    • Fékk allt vald á himni og á jörðu (vers 17).

    • Var hjá Guði í upphafi (vers 21).

    1:18

    Chapter 33: A Revelation about Jesus Christ: May 1833

málverk af Kristi

Hluti af Ljós heimsins, eftir Howard Lyon

Kenning og sáttmálar 93:23; 29, 38

Ég lifði hjá himneskum föður áður en ég fæddist á jörðu.

  • Frelsarinn lagði þrisvar sinnum áherslu á það í kafla 93 að við lifðum „í upphafi“ hjá Guði (vers 23, 29, 38). Til að hjálpa börnum ykkar að uppgötva þetta, gætuð þið boðið þeim að lesa Kenningu og sáttmála 93:23, 29, 38 og leita að sannleika um sig sjálf sem er endurtekinn í þessum versum. Hvers vegna vill himneskur faðir að við þekkjum þennan sannleika? Þið gætuð einnig spurt börn ykkar að því hvað þau viti um líf okkar með himneskum föður áður en fæddumst. Til að hjálpa þeim að læra meira, lesið þá með þeim eitt eða fleiri eftirfarandi ritningarversa: Jeremía 1:5; Kenning og sáttmálar 138:53–56; HDP Móse 3:5; Abraham 3:22–26.

  • Þið gætuð líka sungið saman „Guðs barnið eitt ég er“ eða „Ég lifði á himnum“ (Líahóna, apríl 1999) og rætt þann sannleika sem við lærum af þessum söngvum um tilgang okkar hér á jörðu.

Kenning og sáttmálar 93:24–39

Ég meðtek ljós og sannleika er ég hlýði Guði.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að tileinka sér sannleikann um hlýðni í Kenningu og sáttmálum 93, hugleiðið þá að skrifa nokkrar ritningartilvísanir úr þessum kafla á blað. Á annað blað, skuluð þið skrifa sannleikann sem hvert þessara versa kennir. Börn ykkar gætu unnið saman við að lesa versin og tengja þau við sannleikann í ritningartilvísununum. Dæmi um það gæti verið:

    • Vers 24: Sannleikur er að vita það sem er raunverulegt í fortíð, nútíð og framtíð.

    • Vers 28: Ég get meðtekið ljós og sannleika er ég held boðorðin.

    • Vers 37: Þegar ég hef ljós og sannleika get ég staðist hið illa.

    • Vers 39: Ég glata ljósi og sannleika þegar ég óhlýðnast.

    Þið gætuð viljað miðla dæmum um sannleika sem þið hafið lært er þið hafið haldið boðorð Drottins.

Aðlagið kennslu að aldri barna ykkar. Þið þekkið þarfir og getu barna ykkar og hikið því ekki við að aðlaga verkefnin til að mæta þörfum þeirra. Í þessu verkefni til dæmis, ef þið eruð að kenna börnum ykkar, þá gæti verið betra að einbeita sér að einfaldari sannleika í kafla 93.

Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.

málverk af Kristi að kenna úr Tórunni

Ljós og sannleikur, eftir Simon Dewey

verkefnasíða fyrir börn