„4.–10. ágúst: ‚Standið … á heilögum stöðum‘: Kenning og sáttmálar 85–87,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 85–87,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
4.–10. ágúst: „Standið … á heilögum stöðum“
Kenning og sáttmálar 85–87
Á jóladegi er yfirleitt venjan að hugleiða boðskap eins og „[frið] á jörðu“ (sjá Lúkas 2:14). Hinn 25. desember 1832, var Joseph Smith þó að hugsa um stríðsógnir. Ríkið Suður-Karólína í Bandaríkjunum hafði nýverið andmælt ríkistjórninni og var að búa sig undir stríð. Drottinn opinberaði að þetta væri aðeins upphafið og lýsti yfir: „Styrjöld hvolfist yfir allar þjóðir“ (Kenning og sáttmálar 87:2). Svo virtist sem þessi spádómur myndi uppfyllast fljótt.
En svo varð þó ekki. Innan fárra vikna komust Suður-Karolína og ríkisstjórn Bandaríkjanna að samkomulagi og stríði var aflýst. Opinberun uppfyllist hins vegar ekki alltaf á þeim tíma eða á þann hátt sem vænst er. Um 30 árum síðar, löngu eftir að Joseph Smith var myrtur, gerði Suður-Karolína uppreisn og borgarastríð braust út. Í dag halda stríð víða um heim áfram að valda því að „[jörðin tregar]“ (Kenning og sáttmálar 87:6). Virði þessarar opinberunar segir minna um það hvenær hörmungar verða, en meira um hvað gera skuli þegar þær verða. Þessi leiðsögn á jafnt við 1831, 1861 og 2025: „Standið … á heilögum stöðum og haggist ekki“ (vers 8).
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Drottinn vill að ég „[skrái] sögu.“
Gætið að því sem Drottinn vildi að yrði með í þeirri „sögu“ sem lýst er í Kenningu og sáttmálum 85:1–2. Hvers vegna haldið þið að hann vilji að hans heilögu skrái sögu? Hvað gætuð þið skráð um „lífsmáta …, trú [ykkar] og störf“ sem gæti verið ykkur og kynslóðum framtíðar blessun? Hvernig gæti það hjálpað ykkur að koma til Krists að skrá ykkar persónulegu sögu?
Sjá einnig „Journals: ‚Of Far More Worth than Gold,‘“ Teachings of Presidents of the Church: Wilford Woodruff (2011), 125–33; „Turning Hearts“ (myndband), ChurchofJesusChrist.org.
Turning Hearts
Andinn talar „lágri, hljóðlátri rödd.“
Ígrundið orðin sem Joseph Smith notaði til að lýsa andanum í Kenningu og sáttmálum 85:6. Á hvaða hátt er andinn með „lága“ og „hljóðláta“ rödd? Hugleiðið þessa viðbótarlýsingu sem gefin var með Joseph Smith: Kenning og sáttmálar 6:22–24; 8:2–3; 9:7–9; 11:12–13; 128:1. Á hvaða hátt talar andinn til ykkar?
Sjá einnig Lúkas 24: 32; Mósía 5: 2; Alma 32:28; Helaman 5:30; Kenning og sáttmálar 6:22–23; 11:12–13.
Hafið sýnikennslu. Fólk man betur eftir kennslu um fagnaðarerindið þegar það sér eða tekur þátt í sýnikennslu sem tengist því sem það er að læra um. Dæmi: Þegar verið er að kenna um hina lágu, hljóðlátu rödd andans, gætuð þið kannski spilað upptöku af ljúfri, helgri tónlist og nemendur gætu rætt um hvaða tilfinningar tónlistin vekur og hve erfiðara væri að hlusta ef truflandi hljóð heyrðust. Það gæti leitt til umræðu um hluti sem trufla í lífi okkar, sem koma í veg fyrir að við heyrum hina lágu og hljóðlátu rödd.
Ritningarnar lýsa rödd andans sem lágri og hljóðlátri.
Hinum réttlátu er safnað saman til Krists á síðustu dögum.
Kenning og sáttmálar 86 felur í sér túlkun á dæmisögunni um hveitið og illgresið sem finna má í Matteus 13:24–30, 37–43. Þegar þið lærið um merkingu þessarar dæmisögu, hugleiðið þá að fylla út töflu eins og þessa:
|
Tákn |
Möguleg merking |
Spurningar til að íhuga |
|---|---|---|
Tákn Sáðmenn | Möguleg merking Spámenn og postular | Spurningar til að íhuga Hvers kyns „sáðkornum“ gróðursetja spámenn og postular? |
Tákn Óvinurinn | Möguleg merking Satan | Spurningar til að íhuga Hvernig reynir andstæðingurinn að stöðva verk Drottins? |
Tákn | Möguleg merking | Spurningar til að íhuga |
Tákn | Möguleg merking | Spurningar til að íhuga |
Hér eru nokkrar fleiri spurningar til hugleiðingar:
Frið er að finna á „heilögum stöðum.“
Spádómurinn í kafla 87 varar við áþreifanlegum hættum sem tengjast stríði á síðustu dögum. Leiðsögnin í þessari opinberun á þó líka við um andlega hættu. Hugleiðið spurningar eins og eftirfarandi:
-
Spádómur er opinberun frá Guði til spámanns, oft um framtíðina. Hver eru einhver dæmi um spádóma sem spámenn fyrr og síðar hafa hlotið? (sjá Jóhannes 3:14; Mósía 3:5; Helaman 14:2–6). Hvernig uppfylltust þeir? (sjá Lúkas 23:23; Matteus 15:30–31; 3. Nefí 1:15–21).
-
Hverjar eru blessanir þess að taka á móti spádómum spámanna Guðs?
Lesið kafla 87 með þetta í huga. (Fyrir sögulegt samhengi gætuð þið viljað lesa innganginn að þessum lexíudrögum.) Hvað lærið þið um spádóma af þessari opinberun og hvernig þeir uppfyllast? Hvað mynduð þið segja við einhvern sem efast um spádóma vegna þess að þeir uppfyllast ekki samstundis?
Hver var leiðsögn Drottins í versi 8? Hverjir eru ykkar „heilögu staðir,“ þar sem þið finnið frið og öryggi? Hvað gerir stað heilagan? Auk efnislegra staða, gæti friður ef til vill falist í heilögum stundum, heilögum verkum eða heilögum hugsunum. Hvernig geta til að mynda orð spámanna Guðs verið ykkur heilagur staður? Hvað merkir að „standa“ og „[haggast] ekki“ af þessum stöðum?
Sjá einnig „Hvar ást er,“ Barnasöngbókin, 78; Saints, 1:163–64; „Peace and War,“ í Revelations in Context, 158–64.
Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Andinn talar „lágri, hljóðlátri rödd.“
-
Hvað myndu börn ykkar segja ef einhver spyrði hvernig þau viti þegar heilagur andi talar til þeirra? Bjóðið þeim að lesa um eina lýsingu Josephs Smith á rödd andans í Kenningu og sáttmálum 85:6. Þau gætu síðan æft sig í því að hlusta á og tala lágri röddu. Þið gætuð einnig miðlað upplifun af því þegar andinn talaði til ykkar lágri, hljóðlátri röddu.
-
Til að hjálpa börnum ykkar að skilja orðtakið „lága, hljóðláta rödd,“ gætuð þið spilað barnasöng hljóðlega, eins og „Heilagur andi“ (Barnasöngbókin, 56). Biðjið eitt barna ykkar að geta sér til um hver söngurinn er, meðan önnur börn gera truflandi hljóð. Þessu næst gætuð þið endurtekið lagið án truflunar. Hvaða truflanir getum við fjarlægt úr lífi okkar til að skynja andann oftar?
Ég get hjálpað við samansöfnun fólks Guðs.
-
TIl að hjálpa börnum ykkar að skilja dæmisöguna sem lýst er í kafla 86, gætuð þið undirbúið nokkrar litlar myndir eða teikningar af hveiti og falið þær í herberginu. Útskýrið fyrir börnum ykkar dæmisöguna um hveitið og illgresið (sjá Matteus 13:24–30) og lesið saman athugasemd Drottins í Kenningu og sáttmálum 86:1–7. Börn ykkar gætu síðan safnað saman földu myndunum af hveitinu og skrifað á þær nöfn þeirra sem þau geta „safnað“ saman til Jesú Krists. Hvað felst í því að safna saman fólki til Jesú Krists? Hvaða leiðir getum við notað til að gera þetta?
Ég get verið öðrum ljós.
-
Hér eru spurningar sem þið getið spurt börn ykkar er þið ræðið Kenningu og sáttmála 86:11: Hvernig blessar ljós okkur? Hvernig er það þegar við höfum ekkert ljós? Hvernig getum við verið öðru fólki ljós? Hjálpið börnum ykkar að finna leiðir fyrir okkur til að „[halda] áfram í gæsku“ Jesú og miðla henni öðrum.
Ég get „staðið á helgum stöðum.“
-
Lesið saman í Kenningu og sáttmálum 87:6 til að læra um það sem Drottinn sagði að myndi gerast á síðari dögum. Síðan gætuð þið talað um eitthvað af þeim áskorunum sem þið og börn ykkar standið frammi fyrir. Hvað sagði Drottinn í versi 8 að við getum gert á erfiðleikatímum?
-
Hjálpið börnum ykkar að gera lista yfir heilaga staði, heilagar hugsanir og heilög verk sem getur hjálpað þeim að horfast í augu við andlega hættu. Fyrir hugmyndir, sjá myndböndin „Standing in Holy Places“ og „Stand Ye in Holy Places – Bloom Where You’re Planted“ (Gospel Library).
5:36Standing in Holy Places
4:36Stand Ye in Holy Places - Bloom Where You’re Planted
Musterið er heilagur staður.
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.
Drottinn safnar fólki sínu saman eins og hveiti