„11.–17. ágúst: ‚Stofnið … hús Guðs‘: Kenning og sáttmálar 88,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 88,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
Skóli spámannanna var hafður í þessu herbergi.
11.–17. ágúst: „Stofnið … hús Guðs“
Kenning og sáttmálar 88
Endrum og eins veitir Drottinn okkur örlítinn skilning á sinni óendanlegu „hátign … og veldi“ (Kenning og sáttmálar 88:47) með mikilfenglegum opinberunum. Kenning og sáttmálar 88 er ein slík opinberun – um ljós og dýrð og ríki sem gera jarðneskar áhyggjur okkar afar ómerkilegar í samanburði. Jafnvel þó við getum ekki skilið það allt, þá getum við hið minnsta skynjað að eilífðin er talsvert viðameiri en við höfum nokkru sinni gert okkur grein fyrir. Auðvitað talar Drottinn ekki um þennan mikla sannleika til að skelfa okkur eða vekja með okkur vanmátt. Hann lofaði í raun: „Sá dagur mun koma er þér munuð skynja sjálfan Guð“ (vers 49; leturbreyting hér). Ef til vill var það í þessum dýrðlega tilgangi sem Drottinn bauð sínum heilögu í Kirtland að stofna Skóla spámannanna. „Komið reglu á líf yðar,“ sagði hann. „Gjörið allt gagnlegt til reiðu og stofnið … hús Guðs“ (vers 119). Frekar en á nokkrum öðrum stað, er það í helgu húsi Guðs – og á heimilum okkar – sem hann fær aukið sýn okkar handan hins jarðneska heims, „afhjúpað ásjónu sína fyrir [okkur]“ og undirbúið okkur svo við fáum „staðist“ himneska dýrð“ (vers 68, 22).
Sjá Heilagir, 1:164-66.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Jesús Kristur býður mér frið.
Aðeins nokkrum dögum eftir að Drottinn hafði varað við því að „styrjöld [myndi hvolfast] yfir allar þjóðir“ (Kenning og sáttmálar 87:2), veitti hann opinberun sem Joseph Smith nefndi „Olífulaufið,“ sem er hið hefðbundna tákn friðar (Kenning og sáttmálar 88, kaflafyrirsögn; sjá einnig 1. Mósebók 8:11). Í gegnum nám ykkar á kafla 88 þessa vikuna, skuluð þið leita að friðarboðskap Drottins til ykkar.
Ljós og lögmál koma frá Jesú Kristi.
Hugtökin ljós og lögmál koma oft fyrir í kafla 88. Merkið við eða skráið vers sem þið finnið með þessum hugtökum í versum 6–67 og skráið það sem þið lærið um ljós og lögmál – og um Jesú Krist. Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera til að meðtaka ljós og lifa eftir „[lögmáli] Krists“? (vers 21).
Sjá einnig Jesaja 60:19; Jóhannes 1:1–9; 3. Nefí 15:9; Timothy J. Dyches, „Ljós laðast að ljósi,“ aðalráðstefna, apríl 2021; Sharon Eubank, „Kristur: Ljósið sem lýs í myrkri,“ aðalráðstefna, apríl 2019.
Ritningarnar geyma lögmál Krists.
„Nálgist mig.“
Hvaða reynsla hefur sýnt ykkur að loforðin í þessum versum eru sönn? Hvað er næsta skref ykkar til að „nálgast“ Krist? Hugleiðið að gera sálminn „Hærra minn Guð til þín“ (Sálmar, nr. 32) að hluta náms ykkar og tilbeiðslu.
Ég get hreinsast fyrir tilverknað friðþægingar Jesú Krists.
Boð Drottins um að „helga yður“ kemur tvisvar sinnum fyrir í kafla 88 (verum 68, 74). Hverja teljið þið vera merkingu þessarar hendingar? Þið gætuð skoðað sumar efnisgreinarnar undir „Helgun“ í Leiðarvísi að ritningunum (Gospel Library). Hvernig verðum við helguð? Látið þessa spurningu leiða nám ykkar í Kenningu og sáttmálum 88:67–76 og skráið hvern þann andlega innblástur sem þið hljótið.
Kenning og sáttmálar 88:77–80, 118–26
„Sækist eftir fræðslu með námi og einnig með trú.“
Drottinn sagði hinum heilögu að stofna „skóla spámannanna“ í Kirtland (Kenning og sáttmálar 88:137). Mikið af leiðbeiningunum í kafla 88 kenndi þeim hvernig átti að gera það. Þessi leiðsögn gæti einnig hjálpað ykkur að „[stofna] … hús fræðslu“ (vers 119) í lífi ykkar sjálfra. Í raun gætuð þið litið á vers 77–88 og 118–26 sem fyrirmynd að því að „endurhanna heimili ykkar [eða líf ykkar] í það að verða miðstöð trúarfræðslu“ og „griðarstað trúar“ (Russell M. Nelson, „Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,“ aðalráðstefna, október 2018). Það gæti verið áhugavert að teikna upp hvernig ykkar persónulega „endurhönnun“ gæti orðið og hafa þar með orðtök úr þessum versum sem ykkur finnst þið þurfa að tileinka ykkur.
Það gæti einnig hjálpað að ígrunda þessar spurningar: Hvers vegna er lærdómur og menntun mikilvæg Drottni? Hvaða nám vill hann að ég leggi stund á? Hvað vill hann að ég læri? Leitið að svörum við þessum spurningum í versum 77–80 og í „Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls“ (Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum, 30–33).
Hvað haldið þið að felist í því að læra „með námi og einnig með trú“? (vers 118). Hvaða innsýn hljótið þið frá boðskap öldungs Mathiasar Held „Leita þekkingar með andanum“? (aðalráðstefna, apríl 2019).
Sjá einnig Topics and Questions, „Seeking Truth and Avoiding Deception,“ Gospel Library; „A School and an Endowment,“ í Revelations in Context, 174–82.
Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Himneskur faðir gefur góðar gjafir.
-
Þið gætuð hafið umræður um Kenningu og sáttmála 88:33 með því að biðja börn ykkar að tilgreina gjafirnar sem þeim hafa verið gefnar – bæði þær sem þau veittu viðtöku með gleði og ekki. Kannski gætu þau leikið leikrit um að meðtaka gjöf af gleði. Þessu næst gætuð þið rætt um gjafir sem himneskur faðir gefur okkur (eins og gjöf heilags anda). Hvernig meðtökum við þessar gjafir með gleði?
Ef ég leita frelsarans, mun ég finna hann.
-
Í Kenningu og sáttmálum 88:63 má finna aðgerðarorð sem gætu innblásið skemmtilega leiki til að hvetja börn ykkar til að leita nærveru Drottins í lífi sínu. Getið þið og börn ykkar kannski hugsað um leik til að fjalla um orðtakið „Leitið mín af kostgæfni og þér munuð finna mig“ (leturbreyting hér) eða „knýið á og fyrir yður mun upplokið verða“?
Börn þarfnast fjölbreytni. „Flest börn læra best þegar nokkur skilningarvit eru virkjuð í einu. Finnið leiðir til að hjálpa börnum að nýta sjón, heyrn og snertingu er þau læra. Í sumum tilfellum gætuð þið jafnvel fundið leiðir til að virkja skilningarvit lyktar og bragðs!“ (Kenna að hætti frelsarans, 32)
-
Til að leggja áherslu á boð frelsarans „nálgist mig,“ þá gætuð þið beðið eitt barn að halda uppi mynd af Jesú (eins og myndina aftast í þessum lexíudrögum) öðrumegin í herberginu, meðan hin börnin standa hinumegin. Þegar börn ykkar hugsa um það hvað þau geta gert til að nálgast frelsarann, þá geta þau tekið skref áfram í átt að myndinni og barnið sem heldur á myndinni ætti að taka skref í átt að hinum börnunum. Talið við börn ykkar um það hvernig þið nálgist frelsarann og hvernig hann nálgast ykkur. Þið gætuð einnig sungið með þeim lag um þetta efni, eins og „Himnafaðir elskar mig“ (Barnasöngbókin, 16).
Kenning og sáttmálar 88:77–80, 118
Himneskur faðir vill að ég læri.
-
Biðjið börn ykkar að segja frá því sem þau eru að læra í skólanum og í Barnafélaginu. Þið gætuð einnig miðlað því sem þið eruð að læra. Þessu næst gætuð þið sýnt börnum ykkar orðin hvað, hvers vegna og hvernig. Hjálpið þeim að leita í Kenningu og sáttmálum 88:77–79 til að komast að því hvað það er sem Drottinn vill að við lærum. Leitið síðan saman í versi 80 til að komast að því hvers vegna hann vill að við lærum og í versi 118 til að komast að því hvernig við ættum að læra.
„Sækist eftir fræðslu með námi og einnig með trú.“
Heimili okkar getur verið heilagt eins og musterið.
-
Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 88:119 fyrir börn ykkar, þá gætuð þau mótað musteristurn með handleggjum sínum í hvert sinn sem þau heyra orðið „hús.“ Útskýrið að himneskur faðir vildi að Joseph Smith og hinir heilögu byggðu musteri eða „hús Guðs.“
-
Þið gætuð beðið börn ykkar að velja sjö orð sem lýsa heimili þeirra. Hjálpið þeim svo að finna í Kenningu og sáttmálum 88:119 þau sjö orð sem Drottinn notar til að lýsa húsi sínu. Hvernig getum við gert heimili okkar að „[húsi] Guðs“?
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.