Kom, fylg mér
18.–24. ágúst: „Regla með fyrirheiti“: Kenning og sáttmálar 89–92


„18.–24. ágúst: ‚Regla með fyrirheiti‘: Kenning og sáttmálar 89–92“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 89–92,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

hjón elda saman

18.–24. ágúst: „Regla með fyrirheiti“

Kenning og sáttmálar 89–92

Í Skóla spámannanna kenndi spámaðurinn Joseph Smith öldungum Ísraels um uppbyggingu Guðs ríkis á jörðu. Þeir ræddu andlega hluti, báðust fyrir saman, föstuðu og bjuggu sig undir að prédika fagnaðarerindið. Það var þó eitthvað við andrúmsloftið sem okkur gæti fundist undarlegt í dag og Emmu Smith fannst það ekki rétt. Á fundunum reyktu menn og tuggðu tóbak, sem ekki var óvenjulegt á þessum tíma, en það óhreinkaði trégólfið og lyktin var yfirgnæfandi sterk. Emma sagði Joseph frá þessum áhyggjum sínum og Joseph lagði þetta fyrir Drottin. Svar hans var opinberun sem náði yfir mun meira en aðeins óþrifnað reykinga og tóbaks. Í henni fólst, fyrir komandi kynslóðir hinna heilögu, „regla með fyrirheiti“ – fyrirheiti um líkamshreysti, „vísdóm“ og „mikinn þekkingarauð“ (Kenning og sáttmálar 89:3, 19).

Sjá einnig Heilagir, 1:166–68.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 89

trúarskólatákn
Drottinn gaf mér Vísdómsorðið til að hjálpa mér að keppa að andlegu og líkamlegu heilbrigði.

Þegar öldungarnir í Skóla spámannanna heyrðu Joseph Smith fyrst lesa Vísdómsorðið, fleygðu þeir þegar í stað „pípunum og tóbakstuggunum í eldinn“ (Heilagir, 1:168). Þeir vildu sýna að þeir væru fúsir til að hlýða Drottni. Ef til vill hafið þið „fleygt“ úr lífi ykkar þeim efnum sem Vísdómsorðið varar við, en hvað annað getið þið lært af þessari opinberun? Íhugið þessar hugmyndir:

  • Hugsið um opinberunina sem „[reglu] með fyrirheiti“ (vers 3) – varanlegan sannleika til leiðsagnar við ákvarðanir. Hvaða reglur finnið þið sem geta verið leiðandi við ákvarðanatökur? Hvaða blessunum lofar Drottinn? (sjá vers 18–21). Hvernig hefur hann uppfyllt þessi loforð í lífi ykkar?

  • Hvaða dæmi hafið þið séð um „illsku og [klæki] … í hjörtum undirhyggjumanna“ í tengslum við Vísdómsorðið? (vers 4). Hvað hefur Drottinn gefið, auk þessarar opinberunar, til að hjálpa ykkur við að forðast eða sigrast á þessum klækjum?

  • Hvað kennir þessi opinberun ykkur um Drottin? Hvernig tengist Vísdómsorðið Kenningu og sáttmálum 29:34–35?

  • Hvað eruð þið hvött til að gera til að hirða betur um líkama ykkar?

Þið gætuð hafa fengið tækifæri til að útskýra fyrir öðrum hvers vegna þið lifið eftir Vísdómsorðinu – og þið gætuð átt eftir að fá fleiri tækifæri í framtíðinni. Hugleiðið hvernig þið gætuð notað þessi tækifæri til að bera vitni um frelsarann, heilagleika líkama okkar og annan andlegan sannleika. Fyrir hugmyndir, sjá þá „Líkami þinn er heilagur“ í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum, 22–29

Sjá einnig 1. Korintubréf 6:19–20; Thomas S. Monson, „Reglur og loforð,“ aðalráðstefna, október 2016; Topics and Questions, „Word of Wisdom,“ Gospel Library; „The Word of Wisdom“ í Revelations in Context, 183–91; „Addiction,“ „Physical Health,“ Life Help, Gospel Library.

4:40

Principles and Promises

Lærið og kennið með hliðsjón af reglum. Frekar en að búa til lista yfir það sem má og má ekki getum við lifað eftir reglum til að iðka sjálfræði okkar og trú á Krist. Hugleiðið til dæmis spurningar sem tengjast reglum, eins og þessar varðandi Vísdómsorðið: Hvaða reglur geta hvatt einhvern sem á erfitt með að halda Vísdómsorðið? Hvaða reglur geta hughreyst mig þegar ég á við heilsufarsvanda að stríða, þrátt fyrir að lifa eftir Vísdómsorðinu?

kona í jóga

Himneskur faðir vill að við hirðum vel um líkama okkar.

Kenning og sáttmálar 90:1–17

Æðsta forsætisráðið hefur „lykla ríkisins.“

Í kafla 90 gaf Drottinn fyrirmæli um „þjónustu og forsætisráð“ (vers 12) Josephs Smith, Sidneys Rigdon og Fredericks G. Williams – meðlimanna sem nú skipa það sem við köllum Æðsta forsætisráðið. Hvað lærið þið um Æðsta forsætisráðið af versum 1–17? Hugleiðið að rifja upp nýlegan boðskap frá meðlimum Æðsta forsætisráðsins. Hvað gera þeir til að „koma reglu á öll mál þessarar kirkju og ríkis“? (vers 16). Hvernig getið þið sýnt að þið farið ekki „léttúðlega“ með þau? (vers 5).

Skoðið að syngja eða lesa orðin í „Kom, heyrið spámann hefja raust“ (Sálmar, nr. 8) eða öðrum söngtexta um spámennina sem tengjast kenningunum í þessum versum. Hvernig hefur þjónusta Æðsta forsætisráðsins hjálpað ykkur að komast til þekkingar á himneskum föður og Jesú Kristi?

Kenning og sáttmálar 90:24

„Allt mun vinna saman að velfarnaði [mínum].“

Ígrundið allar upplifanir ykkar sem vitna um fyrirheit Drottins í Kenningu og sáttmálum 90:24. Íhugið að skrá upplifanir ykkar og miðla þeim fjölskyldumeðlimi eða ástvini – hugsanlega einhverjum sem þarfnast huggunar eða hvatningar. Ef þið bíðið enn ákveðinna blessana, ígrundið þá hvað þið getið gert til að vera áfram trúföst í þeirri bið, til að sjá hvernig „allt mun vinna saman að velfarnaði yðar.“

Kenning og sáttmálar 90:28–31

Hver var Vienna Jaques?

Vienna Jaques fæddist 10. júní 1787, í Massachusetts. Vienna var trúuð kona, nokkuð efnuð fjárhagslega, sem fyrst hitti trúboða 1831. Eftir að hún hafði hlotið andlegt vitni um að boðskapur þeirra væri sannur, fór hún til Kirtland, Ohio, til að hitta spámanninn, þar sem hún skírðist.

Vienna fylgdi leiðsögn Drottins fyrir hana í Kenningu og sáttmálum 90: 28–31. Helgað framlag hennar til Drottins, ásamt fyrri framlögum hennar í Kirtland, kom á afdrifaríkum tíma fyrir kirkjuna, er leiðtogar reyndu að kaupa landið þar sem byggja skyldi Kirtland-musterið. Vienna var alla ævi „[trúföst og iðjusöm]“ og gat að lokum „komið sér fyrir í friði“ (vers 31) í Saltvatnsdalnum, þar sem hún andaðist 96 ára.

Kenning og sáttmálar 91

„Andinn opinberar sannleikann.“

Við stöndum öll andspænis boðskap sem inniheldur „margt [sem]… er sannleikur“ og „margt … [sem] er ekki rétt“ (Kenning og sáttmálar 91:1–2). Hvaða ráð finnið þið í kafla 91 sem getur hjálpað ykkur að greina sannleika í þeim boðskap sem þið lesið eða heyrið. Hvernig hefur andinn hjálpað ykkur að greina sannleika frá villu?

Sjá þessa mánaðar útgáfur tímaritanna Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 02

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 89

Vísdómsorðið hjálpar mér að keppa að andlegu og líkamlegu heilbrigði.

  • Til að kynna kafla 89, gætuð þið og börn ykkar ef til vill skoðað mynd af musteri eða sungið söng um líkamlegt heilbrigði, eins og „Ég lifi í því húsi“ (Barnasöngbókin, 73), til að kenna að líkamar okkar séu eins og musteri fyrir anda okkar. Hjálpið börnum ykkar að leika það hvernig þau geta annast líkama sinn.

  • Til að læra um boðorð Drottins í Kenningu og sáttmálum 89:10–17, þá gætuð þið og börn ykkar teiknað eða skoða myndir af góðum hlutum sem við getum borðað eða gert til að halda líkama okkar heilbrigðum (sjá myndina og verkefnasíðuna aftast í þessum lexíudrögum). Hvað hefur Drottinn varað okkur við að nota? Af hverju vill hann að við hirðum vel um líkama okkar?

  • Öldungur Gary E. Stevenson ráðlagði ungu fólki að gera áætlanir fyrirfram um hvað gera skal þegar því er freistað með áfengi eða vímuefnum. Hann kenndi: „[Þið] finnið … að freistingin hefur minni tök á ykkur. Þið hafið þegar tekið ákvörðun um það hvernig þið eigið að bregðast við og hvað þið munið gera. Þið þurfið ekki að taka ákvörðun í hvert skipti“ („Leikkerfabók prestdæmisins,“ aðalráðstefna, apríl 2019). Eftir að hafa lesið Kenningu og sáttmála 89:4 saman og yfirlýsingu öldungs Stevensons, ræðið þá við börn ykkar um það hvernig þau geta tekið ákvörðun nú – fyrir allt líf sitt – um að lifa eftir Vísdómsorðinu. Þið gætuð jafnvel farið í hlutverkaleik um það hvernig þau gætu svarað ef einhver, jafnvel vinur, býður þeim eitthvað sem er andstætt Vísdómsorðinu. Hvernig blessar Drottinn okkur er við hlýðum Vísdómsorðinu? (sjá vers 18–21).

börn leika á ströndu

Líkami okkar er gjöf frá Guði.

Kenning og sáttmálar 90:5

Guð gefur mér spámenn til að leiða og vernda mig.

  • Þið gætuð skoðað myndir af fornum spámönnum eða sungið söng eins og „Fylgið spámanninum“ (Barnasöngbókin, 58). Hvernig hefur Guð blessað börn sín fyrir tilstuðlan spámanna sinna? Hvers vegna ættum við að hlusta á spámenn Guðs? (Sjá Kenning og sáttmálar 90:5). Þessu næst gætuð þið og börn ykkar horft á mynd af lifandi spámanni og miðlað einhverju sem Drottinn hefur kennt eða varað okkur við með honum. Hvernig getum við fylgt spámanninum?

Kenning og sáttmálar 91

Andinn getur hjálpað mér að vita hvað er sannleikur.

  • Þið gætuð gert útdrátt úr kaflafyrirsögn Kenningar og sáttmála 91 til að hjálpa börnum ykkar að skilja hvers vegna þessi opinberun var gefin. Þau gætu þá hugsað um staði, eins og í fjölmiðlum, þar sem við finnum „margt [sem er] … sannleikur“ og „margt [sem] er ekki rétt“ (vers 1–2). Hvað kenna vers 4–6 okkur um heilagan anda? Hvernig hjálpar heilagur andi okkur við að vita hvað er rétt?

Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.

ávöxtur

„Allar korntegundir eru góðar manninum til viðurværis, svo og ávextir vínviðarins.“

verkefnasíða fyrir börn