„29. september – 5. október: „Að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns“: Kenning og sáttmálar 109–110“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 109–110,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
Dýrðlegt ljós – Kirtland-musterið, eftir Glen S. Hopkinson
29. september – 5. Október: „Að það sé þitt hús, staður heilagleika þíns“
Kenning og sáttmálar 109–110
Dyrum Kirtland-musterisins átti ekki að ljúka upp fyrr en klukkan átta að morgni 27. mars 1836. Hinir heilögu sem vonuðust til að komast á vígsluathafnirnar tóku þó að raða sér upp klukkan sjö um morguninn. Viðbótarsvæði var nauðsynlegt ásamt auka athöfn til að koma til móts við alla. Það voru ekki einungis lifendur sem vildu áfjáðir vera viðstaddir. Fjöldi manns bar vitni um að hafa séð engla inni í musterinu, og jafnvel á þaki þess, meðan vígslan stóð yfir og eftir hana. Svo virtist sannlega sem hinir heilögu hafi „fagnandi [sungið] með herskörum himna,“ sem komið höfðu („Guðs andi nú ljómar og logar sem eldur,“ Sálmar, nr. 2).
Af hverju þessi mikla eftirvænting – beggja vegna hulunnar? Eftir margar aldir var hús Drottins enn á ný á jörðu. Drottinn var að uppfylla loforð sitt um að veita hinum heilögu „[kraft] frá upphæðum“ (Kenning og sáttmálar 38:32). Og þetta var, samkvæmt orðum hans einungis „upphaf þeirra blessana“ (Kenning og sáttmálar 110:10). Sá tími sem við nú lifum á – með auknum hraða musterisverks og helgiathafna fyrir milljónir lifenda og látinna – hafði hafist í Kirtland, er hann „[opnaði] í veraldarmyrkrinu ljósinu dyr“ („Guðs andi“).
Sjá einnig Heilagir, 1: 232–41; „A House for Our God,“ í Revelations in Context, 169–72.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Drottinn býður mér ríkulegar blessanir gegnum musterissáttmála.
Kirtland-musterið var frábrugðið musterunum sem við þekkjum á okkar tíma. Þar voru til dæmis hvorki altari né skírnarfontar. Blessanirnar sem tilgreindar eru í kafla 109, sem er vígslubæn Kirtland-musterisins, eru einnig tiltækar í húsi Drottins á okkar tíma. Lesið eftirfarandi vers til að finna nokkrar þessara blessana og hugleiðið hvernig þær geta hjálpað við að styrkja samband ykkar við himneskan föður og Jesú Krist.
Vers 5, 12–13 (sjá einnig Kenning og sáttmálar 110:6–8): Í húsi Drottins getur hann opinberað mér sig og ég get skynjað kraft hans.
Fleiri blessanir:
Ef þið hafið farið í hús Drottins, hugsið þá um hvernig þessi loforð hafa uppfyllst í lífi ykkar.
Sálmurinn „Guðs andi“ (Sálmar, nr. 2) var saminn fyrir vígslu Kirtland-musterisins – og hefur upp frá því verið sunginn í öllum musterisvígslum. Íhugið að syngja eða hlusta á hann sem hluta af námi ykkar og tilbeiðslu. Hvaða blessunum musterisins er lýst í þessum sálmi?
Bæn eru samskipti við himneskan föður.
Kafli 109 er vígslubæn sem spámanninum Joseph Smith veittist með opinberun (sjá fyrirsögn kafla). Hvað lærið þið í þessum kafla um bænina? Þið gætuð til dæmis punktað niður hvað það var sem spámaðurinn þakkaði fyrir og hvaða blessanir hann bað um. Hvað annað sagði hann í þessari bæn? Þegar þið lærið, gætuð þið metið ykkar eigin samskipti við himneskan föður. Hvað lærið þið um hann og son hans frá þessari bæn?
Ef ykkur myndi langa að lesa vígslubænir annarra mustera, þar á meðal musterisins sem er næst ykkur, heimsækið þá heimasíðu musterisins á temples.ChurchofJesusChrist.org
Drottinn getur opinberað sig mér í musterinu.
Þegar þið lesið lýsingarnar um frelsarann í Kenningu og sáttmálum 110:1–10, þar á meðal kaflafyrirsögnina, hugleiðið þá hvað þessi vers segja um hann.
Hvernig opinberar Jesús Kristur sig – eða gerir sig kunnan ykkur – í húsi hans? Hvernig hjálpar hann ykkur að vita að hann veitir fórn ykkar viðtöku?
Kirtland-musterið að innan.
Kenning og sáttmálar 110:10–16
Drottinn stjórnar verki sínu með prestdæmislyklum.
Rétt áður en að Móse, Elías og Elía birtust í musterinu til að endurreisa prestdæmislykla, sagði Jesús Kristur: „Þetta er upphaf þeirra blessana, sem úthellt verður yfir fólk mitt“ (Kenning og sáttmálar 110:10). Þegar þið lesið vers 11–16, hugleiðið þá þær blessanir sem frelsarinn úthellir yfir ykkur gegnum það verk sem unnið er með þessum lyklum. Dæmi:
-
Vers 11: Móse og lyklar samansöfnunar Ísraels (eða trúboðsstarf). Hvernig hefur Drottinn blessað ykkur og fjölskyldu ykkar fyrir tilstilli trúboðsstarfs kirkjunnar?
-
Vers 12: Elía og lyklar fagnaðarboðskapar Abrahams, ásamt Abrahamssáttmálanum. Hvernig gæti Drottinn blessað ykkur og „allar kynslóðir eftir [ykkur]“ vegna sáttmála ykkar? (Sjá Russell M. Nelson, „The Everlasting Covenant,“ Liahona, okt. 2022;: 4–11; Leiðarvísir að ritningunum, „Elías,“ Gospel Library.)
-
Vers 13–16: Elía og innsiglunarkrafturinn, opinberast gegnum musteris- og ættarsögustarf. Hvers vegna haldið þið að himneskur faðir vilji að þið séuð tengd áum ykkar gegnum helgiathafnir musterisins? (Sjá Gerrit W. Gong, „Varanleg hamingju,“ aðalráðstefna, október 2022.)
Hvaða tengsl sjáið þið á milli þessara lykla og ábyrgðar okkar á sáluhjálpar- og upphafningarstarfi Guðs (lifa eftir fagnaðarerindinu, annast hina þurfandi, bjóða öllum að taka á móti fagnaðarerindinu og sameina fjölskyldur um eilífð)?
Hvaða reynslu hafið þið af sáluhjálpar- og upphafningarstarfi Guðs? Hvað kennir þessi reynsla ykkur um frelsarann, kirkju hans og verk?
Finnið leiðir til að bjóða öðrum að taka þátt. Ef þið eruð að kenna um Kenningu og sáttmála 110:11–16, gætuð þið íhugað að fela hverjum nemanda að læra um Móse, Elías eða Elía og lyklana sem þeir endurreistu. Eftir það gætu nemendurnir miðlað hver öðrum því sem þeir uppgötvuðu. Slík nálgun krefst þess að allir taki þátt í að læra og kenna. (Sjá Kenna að hætti frelsarans, 24–27).
Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Kenning og sáttmálar 109:12–13; 110:1–7
Musterið er hús Drottins.
-
Þið og börn ykkar gætuð rætt um eitthvað sem þið hafið unun af á heimili ykkar. Því næst gætuð þið skoðað mynd af Kirtland-musterinu og notað Kenningu og sáttmála 109:12–13; 110:1–7 til að ræða um það hvernig musterið var vígt og varð hús Drottins (sjá einnig „kafla 39: The Kritland Is Dedicated,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 154 eða samsvarandi myndband á Gospel Library). Miðlið hverju öðru einhverju sem þið unnið við hús Drottins.
2:17Chapter 39: The Kirtland Temple Is Dedicated: January–March 1836
-
Ef til vill gætuð þið og börn ykkar ímyndað ykkur að vinur sé að reyna að finna húsið ykkar. Hvernig mynduð þið hjálpa vini ykkar að vita hvaða hús er ykkar? Hvernig vitum við að musterið er hús Drottins? (sjá Kenningu og sáttmála 109:12–13).
Frelsarinn blessar fólk sitt með prestdæmislyklum.
-
Þið gætuð notað verkefnasíðu þessarar viku eða „Kafla 40: Visions in the Kirtland Temple“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 155–57 eða samsvarandi myndband í Gospel Library) til að segja börnunum frá hinum himnesku verum sem heimsóttu musterið. Þið gætuð einnig notað myndina aftast í þessum lexíudrögum.
1:17The Kirtland Temple
-
Til að læra um mikilvægi þess sem átti sér stað í Kirtland-musterinu, gætuð þið og börn ykkar rætt um það hvað lyklar gera. Ef til vill gætu börn ykkar skipst á við að halda á lyklum og látist opna læstar dyr. Hjálpið þeim að finna orðið lyklar í Kenningu og sáttmálum 110:11–16, og ræðið um blessanirnar sem þessir lyklar ljúka upp. Þið gætuð útskýrt það að prestdæmislyklar séu leyfi Guðs til að leiða kirkju hans. Miðlið þakklæti ykkar fyrir það að Drottinn veitti okkur prestdæmislykla.
Drottinn vill að ég snúi hjarta mínu til áa minna.
-
Eftir að hafa lesið Kenningu og sáttmála 110:15 saman, segið þá börnum ykkur frá upplifun sem hjálpaði ykkur að snúa hjarta ykkar til áa ykkar. Þið gætuð einnig sungið lag saman eins og „Ættarskráin mín“ (Barnasöngbókin, 100).
-
Hvað gæti hjálpað við að „snúa hjörtum“ barna ykkar að áum sínum? Þið getið fundið einhverjar skemmtilegar hugmyndir á FamilySearch.org/discovery. Þið gætuð unnið saman að því að auðkenna áa sem þurfa helgiathafnir musterisins. Af hverju vill Jesús að við vinnum þetta verk?
Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.
Opinberun í Kirtland-musterinu, eftir Gary E. Smith