„13.–19. október: ‚Fórn hans verður mér helgari en arður hans‘: Kenning og sáttmálar 115–120“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 115–120,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
Far West, Missouri, eftir Al Rounds
13.–19. október: „Fórn hans verður mér helgari en arður hans“
Kenning og sáttmálar 115–120
Það var ástæða fyrir hina heilögu að vera bjartsýn með nýjasta samansöfnunarstaðinn í Far West, Missouri. Borgin var hratt vaxandi, nóg virtist af landi og Adam-ondí-Ahman var nálægt, staður sem hafði mikla andlega þýðingu í fortíð og framtíð (sjá Kenningu og sáttála 107:53–56; 116). Samt sem áður hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hina heilögu að hugsa ekki um það sem þeir höfðu misst. Fyrir utan að hafa verið hrakin frá Independence, miðsvæði Síonar, þá urðu hinir heilögu einnig að flýja Kirtland og yfirgefa ástkært musteri sitt eftir einungis tvö ár. Í þetta sinn voru það ekki bara óvinir utan kirkjunnar sem ollu vandræðum – margir áberandi meðlimir höfðu snúist gegn Joseph Smith þar á meðal fjórir meðlima hinna Tólf.
Í stað þess að einblína á það sem þeir höfðu misst, héldu hinir trúföstu bara áfram að byggja Síon, í þetta sinn í Far West. Þeir gerðu áætlanir um nýtt musteri. Fjórir nýjir postular voru kallaðir. Þeir skildu að menn geta fallið við að vinna verk Guðs og að þeir yrðu að „rísa aftur“ upp. Þótt nauðsyn sé að færa fórnir, eru þær fórnir Guði helgar, jafnvel „helgari … en arður [þeirra]“ (Kenning og sáttmálar 117:13).
Sjá Heilagir, 1:296–99.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Nafn kirkjunnar er Drottni mikilvægt.
Russell M. Nelson forseti sagði nafn kirkjunnar vera „[afar mikilvægt mál]“ (Hið rétta nafn kirkjunnar,“ aðalráðstefna, október 2018). Hugleiðið af hverju það er rétt við lestur Kenningar og sáttmála 115:4–-6. Hvernig tengist nafn kirkjunnar starfi og ætlunarverki hennar?
Sjá einnig 3. Nefí 27:1–11.
Síon og stikur hennar eru „athvarf fyrir storminum.“
Þegar þið lærið um hið kröftuga myndmál í Kenningu og sáttmálum 115:5–6, íhugið þá það hlutverk sem Drottinn vill að þið uppfyllið sem meðlimir kirkju hans. Hvað getið þið til dæmis gert til að „[rísa] og [láta] ljós [ykkar] skína“ eða [vera] þjóðunum tákn“? (vers 5). Hvaða andlegu storma sjáið þið kringum ykkur? Hvernig finnið þið „[athvarf] í samansöfnun? (vers 6)?
Sjá einnig „Miskunnsemdar blikið bjarta,“ Sálmar, nr 120.
Kirkja frelsarans getur verið ljós og athvarf í storminum.
Fórnir mínar eru Drottni helgar.
Ímyndið ykkur að þið væruð Newel K. Whitney eða eiginkona hans, Elizabeth, sem áttu von á farsælu lífi í Kirtland og svo eru þau beðin að fara. Hvað finnið þið í Kenningu og sáttmálum 117:1–11 sem hefði getað hjálpað ykkur við að færa þessa fórn? Hvaða fórnir færið þið fyrir Guð? Hvað kenna þessi vers ykkur um það hver Guð er og hvað hann gerir?
Fórnin sem Oliver Granger var boðið að færa var af öðrum toga en fórn Whitney-hjónanna: Drottinn fól honum að vera um kyrrt í Kirtland og greiða úr fjármálum kirkjunnar. Honum gekk ekki mjög vel þó að hann hafi verið fulltrúi kirkjunnar af heilindum. Íhugið hvernig orð Drottins í Kenningu og sáttmálum 117: 12–15 eiga við um það sem hann hefur beðið ykkur að gera.
Sjá einnig „Far West and Adam-ondí-Ahman,“ í Revelations in Context, 239–40.
Tíund mín hjálpar við uppbyggingu ríkis Guðs.
Leiðbeiningarnar í kafla 119 og 120 útskýra hvað tíund er, að við gefum „einn tíunda“ af „ábata“ (tekjum) okkar árlega (sjá Kenningu og sáttmála 119:4). Þessar opinberanir veita hins vegar meira en bara skilgreiningar. Drottinn sagði hinum heilögu að tíundin myndi „[helga] … land Síonar.“ Án þessa lögmáls, sagði hann, „mun það ekki verða yður land Síonar.“ (vers 6). Hafið þið nokkurn tíma hugsað um tíundina á þennan hátt? Hvernig getur greiðsla tíundar hjálpað ykkur að vera helgaðri, undirbúnari fyrir Síon?
Hvað lærið þið af þessum opinberunum varðandi það hvernig þjónar Drottins nota tíundarsjóði? Hvað finnst ykkur mikilvægt við orðtakið „rödd mín til þeirra“ í Kenningu og sáttmálum 120?
Öldungur David A. Bednar hefur veitt okkur hjálplega lýsingu á því hvernig tíundin er notuð og á þeim blessunum sem hlotnast við að hlýða þessu lögmáli „Gáttir himins“ (aðalráðstefna, okt. 2013). Eftirfarandi spurningar gætu hjálpað er þið lesið þennan boðskap:
The Windows of Heaven
-
Hver ákveður það hvernig tíundin er notuð, eftir að hún hefur verið greidd til kirkjunnar?
-
Í hvað er tíund notuð?
-
Hvaða blessanir hlotnast sem bein afleiðing af tíundargreiðslu? Á hvaða hátt styrkir til dæmis greiðsla tíundar samband ykkar við himneskan föður og Jesú Krist?
-
Hvað getið þið lært af boði öldungs Bednars?
-
Hvernig getið þið eflt trú annarra á tíundarlögmál Drottins?
Sjá einnig Malakí 3:8–12; „The Tithing of My People,“ í Revelations in Context, 250–55.
Stuðlið að því að aðrir tileinki sér það sem lært er. Jafnvel þegar einhvern langar til að greiða tíund, þá veit hann eða hún stundum ekki hvernig. Ef þið eruð að kenna fjölskyldu ykkar eða námsbekk, hugleiðið þá að taka frá tíma til að útskýra hvernig greiða á tíund, hvort heldur er rafrænt eða með fórnargjafaseðli. (Sjá Kenna að hætti frelsarans, 27.)
Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Ég tilheyri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
-
Til að hjálpa börnum ykkar að læra nafn kirkjunnar og skilja hvers vegna það er mikilvægt, hugleiðið þá að spyrja hvort eitthvert þeirra geti sagt fullt nafn kirkjunnar. Þið gætuð síðan sýnt þeim nafnið í Kenningu og sáttmálum 115:4 og fengið þau til að endurtaka það með ykkur. Þegar þið gerið svo, gætuð þið bent á mikilvæg orð og útskýrt mikilvægi þeirra. Þið gætuð einnig skoðað „Kafla 43: Jesús nefnir kirkju sína“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 164 eða samsvarandi myndband í Gospel Library) eða sungið „Kirkja Jesú Krists“ (Barnasöngbókin, 48).
Chapter 43: Jesus Christ Names His Church: April 1838
Fordæmi mitt getur hjálpað öðrum að koma til Krists og upplifa öryggi.
-
Börn ykkar kunna að þekkja fólk sem á erfitt og þarfnast „][athvarfs]“ fyrir storminum“ (vers 6). Hvernig getum við hjálpað þessu fólki? Hugleiðið að bjóða börnum ykkar að standa upp þegar þið lesið orðið rísið í Kenningu og sáttmálum 115:5. Þau gætu teygt úr fingrum sínum eins og sólargeislar þegar þau lesa ljós ykkar skína. Minnið börn ykkar á að ljós okkar kemur frá Jesú Kristi og hjálpið þeim að hugsa upp leiðir til að láta „ljós [sitt] skína“ eins og hann gerir.
-
Börn ykkar gætu teiknað mynd sem sýnir Kenningu og sáttmála 115:6. Þau gætu til dæmis teiknað storm þar sem fólk leitar athvarfs í kirkjubyggingu. Hvað gæti stormurinn táknað? Hvernig veitir kirkja frelsarans aðstoð? Hjálpið börnum ykkar að hugsa um vin, fjölskyldumeðlim eða nágranna sem þarfnast hjálpar. Hvernig getum við boðið þeim að finna hjálp í kirkju Jesú Krists?
Fórnir mínar eru Drottni helgar.
-
Bjóðið börnum ykkar að látast vera Newel K. Whitney. Hvernig myndi þeim líða ef Drottinn bæði þau að yfirgefa farsælt starf sitt og flytja eitthvert annað? (Það gæti hjálpað að lesa „kafla 41: Vandi í Kirtland,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 158–160 eða samsvarandi myndband í Gospel Library). Þegar þið lesið saman í Kenningu og sáttmálum 117:1–11, biðjið þá börn ykkar að stoppa þegar þau heyra eitthvað sem myndi hjálpa þeim að hafa trú til að hlýða Drottni. Hvaða fórnir færum við til að hlýða Drottni? Hvernig blessar hann okkur?
Chapter 41: Trouble in Kirtland: 1837–1838
Himneskur faðir notar tíundina til að blessa börn sín.
-
Mörg barnanna sem þið kennið kunna að vera of ung til að vinna sér inn peninga og greiða tíund, en það er gott fyrir þau að skilja hvernig tíundin leggur fram til verks Guðs um allan heim. Skoðið að nota myndirnar og verkefnasíðuna aftast í þessum lexíudrögum, til að hjálpa þeim að skilja hvað tíund er. (Sjá einnig „kafla 44: Tíund,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 165–160 eða samsvarandi myndband í Gospel Library). Hvernig notar himneskur faðir tíundina til að blessa börn sín? Miðlið tilfinningum ykkar varðandi tíundarlögmálið og hvernig það hefur blessað ykkur.
Chapter 44: Tithing: July 1838
Þegar við greiðum tíund sýnum við trú á Jesú Krist.
Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.