Kom, fylg mér
20.–26. Október „Ó Guð, hvar ert þú?“: Kenning og sáttmálar 121–123


„20.–26. Október ‚Ó Guð, hvar ert þú?‘: Kenning og sáttmálar 121–123“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)

„Kenning og sáttmálar 121–123,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025

Joseph Smith í Liberty-fangelsinu

Liberty-fangelsið, eftir Welden Andersen

20.–26. Október: „Ó Guð, hvar ert þú?”

Kenning og sáttmálar 121–123

Neðsta hæð fylkisfangelsisins í Liberty, Missouri, kallaðist „dýflissan.“ Veggirnir voru þykkir, steingólfið var kalt og óhreint, matur var fágætur og skemmdur og tveir gluggar með járnrimlum uppi við loftið hleyptu lítilli birtu inn. Það var þarna sem Joseph Smith og nokkrir aðrir vörðu fjórum ísköldum mánuðum, veturinn 1838–39. Á þessum tíma fékk Joseph stöðugt fréttir af þjáningum hinna heilögu. Friður og bjartsýni sem ríkti í Far West hafði aðeins viðhaldist í nokkra mánuði og nú voru hinir heilögu enn á ný heimilislausir, hraktir út í óbyggðirnar, í leit að enn einum staðnum til að byrja frá grunni – að þessu sinni með spámann sinn í fangelsi.

Þrátt fyrir það, í þessu hræðilega fangelsi, „[úthelltist þekking] frá himni“ (Kenning og sáttmálar 121:33). Spurningu Josephs: „Ó Guð, hvar ert þú?“ var svarað skýrt og kröftuglega: „Óttast þess vegna ekki … því að Guð verður með þér alltaf og að eilífu“ (Kenning og sáttmálar 121:1; 122:9.).

Sjá Heilagir, 1:323–96; „Within the Walls of Liberty Jail,” í Revelations in Context, 256–63.

námstákn

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Kenning og sáttmálar 121:1–10, 23–33; 122

Mótlæti getur „verið [mér] til góðs“ með Guði.

Þegar við eða það fólk sem við elskum líður þjáningar, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort Guð sé meðvitaður um okkur. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 121:1–6, hugsið þá um þau skipti þegar þið hafið haft álíka spurningar eða tilfinningar og Joseph Smith. Hvað finnið þið í svari Drottins sem gæti hjálpað ykkur þegar þið hafið þessar spurningar eða tilfinningar? Gætið til að mynda að blessununum sem hann lofar í versum 7–10, 26–33. Hverja teljið þið vera merkingu þess að „standast vel“? Hvernig hjálpar frelsarinn ykkur að gera það?

Þegar þið lesið kafla 122, íhugið þá hvernig Drottinn vill að þið sjáið mótlæti ykkar. Þið gætuð ígrundað þá reynslu sem þið hafið öðlast af raunum ykkar og hvernig hún getur orðið „[ykkur] til góðs“ (vers 7).

Sjá einnig Quentin L. Cook, „Persónulegur friður á krefjandi tímum,“ aðalráðstefna, okt. 2021 „Hvar finn ég frið og ást?,” sálmamappa, nr. 123.

Kenning og sáttmálar 121:34–46

trúarskólatákn
Sannur kraftur og áhrif byggjast á „reglum réttlætisins.“

Veraldlegur kraftur hrakti hina heilögu frá Missouri og Joseph Smith í fangelsi. En hinsvegar sagði Drottinn Joseph, á meðan hann var þar, frá öðruvísi krafti: Hans krafti, „krafti himins.“ Lestur um þann kraft í Kenningu og sáttmálum 121:34–46 gæti hjálpað ykkur að læra hvernig þið getið öðlast þann kraft – og hvernig hægt er að nota hann til að blessa aðra. Kannski gætuð þið skráð það sem þið lærið í töflu og merkt dálkana Kraftur himins og Veraldlegur kraftur. Hver er munurinn á þessum tveimur kröftum? Hvað kenna þessar lýsingar um kraft Drottins ykkur um hann?

Þið gætuð einnig ígrundað orðið áhrif í versi 41. Hverjar eru sumar þær aðstæður sem þið mynduð vilja vera í og hafa áhrif til góðs – kannski í fjölskyldusamböndum, í skóla, vinnu eða í kirkjuverkefnum. Hvað lærið þið af versum 41–46 um áhrif Guðs á börn hans? Þið gætuð dregið saman það sem þið lærðuð með því að ljúka álíka setningu og þessari: „Til að hafa áhrif til góðs mun ég .“

Sjá einnig Jeffrey R. Holland, „Ekki eins og heimurinn gefur,“ aðalráðstefna, apríl 2021; David A. Bednar, „Kraftur himins,“ aðalráðstefna, apríl 2012; „The Powers of Heaven“ (myndband), Gospel Library.

9:14

"The Powers of Heaven"

Veljið setningu og lærið hana í þaula. Til að læra meira um hinar dásamlegu blessanir sem lýst er í versum 45–46, gætuð þið valið setningu sem stendur upp úr hjá ykkur og lært hana í þaula. Dæmi: Hvað þýðir orðið prýða og hvernig geta dyggðir prýtt hugsanir ykkar? Kannski gætuð þið líka fundið mynd af dögg og lært um það hvernig dögg myndast á plöntum. Hvernig svipar það til þess hvernig Drottinn kennir kenningar sínar? Miðlið fjölskyldu ykkar eða vinum því sem þið uppgötvið, þar á meðal vinum ykkar í kirkju.

Kenning og sáttmálar 122:8

Jesús Kristur hefur beygt sig undir alla hluti svo að hann geti lyft mér upp.

Hvað haldið þið að það þýði að segja að „Jesús Kristur hafi „beygt sig undir allt þetta“? Hér eru nokkur fleiri vers sem gætu hjálpað ykkur að skilja þetta orðtak: Jesaja 53:3–4; Hebreabréfið 2:17–18; 1. Nefí 11:16–33; Alma 7:11–13. Byggt á því sem þið lærið, hugleiðið þá að endurorða Kenningu og sáttmála 122:8 með ykkar eigin orðum. Hvernig getið þið sýnt Jesú Kristi þakklæti ykkar fyrir að beygja sig undir allt?

Hvernig getur þessi innsýn frá Dallin H. Oaks forseta, haft áhrif á skilning ykkar? „Við getum því sagt, að þar sem [Jesús Kristur] sté neðar öllu, þá sé hann í fullkominni aðstöðu til að lyfta okkur upp og veita okkur nauðsynlegan styrk til að standast raunir okkar“ („Styrkt af friðþægingu Jesú Krists,“ aðalráðstefna, október 2015).

Jesús Kristur þjáist í Getsemane

Hluti af Verði þó ekki minn heldur þinn vilji, eftir Walter Rane.

Kenning og sáttmálar 123

„[Við skulum] með glöðu geði gjöra allt, sem í okkar valdi stendur.“

Í Kenningu og sáttmálum 123:7–8 talaði Joseph Smith um falstrú sem leiddi til þjáninga, þar á meðal ofsókna hinna heilögu. Í mars 1839 gæti það hafa virst þannig að hinir heilögu gætu fátt gert varðandi þetta. Í bréfum sínum sem skrifuð voru í Liberty-fangelsinu, sagði Joseph þeim hinsvegar hvað þeir gætu gert: „Safnið saman vitneskju um allar staðreyndir,” „með fullri vissu … eftir að sjá hjálpræði Guðs” (Kenning og sáttmálar 123:1, 17). Er þið hugleiðið vandamálin í heiminum í dag, hugsið þá upp leiðir til að gera „allt sem í [ykkar] valdi stendur“ (vers 12, 17) til að takast á við þau. Og horfið ekki framhjá því sem virðast „[smámunir]“ (vers 15). Hvers vegna er mikilvægt að gera þessa hluti „með glöðu geði”? (vers 17).

Margar þeirra frásagna sem Joseph bað um í þessu bréfi, voru lagðar fyrir ríkisstjórnina og gefnar út í ellefu hluta greinaröð í fréttablaði Nauvoo, Times and Seasons (sjá „A History, of the Persecution, of the Church of Jesus Christ, of Latter Day Saints in Missouri, December 1839–October 1840,“ [josephsmithpapers.org]).

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

barnahluti tákn 03

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Kenning og sáttmálar 121:1–9; 122:7–9

Mótlæti getur orðið mér til góðs með Guði.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að ímynda sér hvernig það hefði verið fyrir Joseph Smith og vini hans í Liberty fangelsinu, gætuð þið lesið saman í „Kafla 46: Joseph Smith í Liberty fangelsinu“ (í Sögur úr Kenningu og sáttmálums, 172–74) eða „Raddir endurreisnarinnar: Liberty-fangelsið“ eða horft á myndbandið „Joseph Smith: Prophet of the Restoration“ (Gospel Library, frá 41:30). Þá gætuð þið, er þið lesið saman í Kenningu og sáttmálum 121:1–9, rætt saman um það hvernig frelsarinn hjálpaði Joseph að hafa hugarró. Hvernig finnum við frið í frelsaranum, jafnvel á raunarstundu?

    1:51

    Chapter 46: Joseph Smith in Liberty Jail: November 1838–April 1839

    62:4

    Joseph Smith: The Prophet of the Restoration

  • Til að hjálpa börnum ykkar að bera kennsl á að erfiðleikar okkar geti „[orðið okkur] til góðs“ (Kenning og sáttmálar 122:7), gætuð þið rætt við þau um það hvernig vöðvar okkar vaxa er við berum eitthvað þungt. Þið gætuð jafnvel boðið þeim að lyfta þungum hlut. Þá gætuð þið rætt um það hvernig það getur hjálpað anda ykkar að vaxa að takast á við erfiðleika – ef við snúum okkur til Drottins fyrir hjálp. Miðlið einhverjum dæmum úr lífi ykkar.

Kenning og sáttmálar 121:34–46

Réttlæti kallar á „[krafta] himins.“

  • Ef til vill myndi samlíking hjálpa börnum ykkar að skilja „[kraft] himins.” Þið gætuð til dæmis borið kraft Guðs saman við raforku. Hvað gæti hindrað raftæki frá því að hljóta orku? Hvað dregur úr andlegum krafti okkar? Hvað eykur hann? (Leitið orða og setninga í Kenningu og sáttmálum 121:34–36; sjá einnig Almenn handbók, 3,5, 3.6, (Gospel Library).

Kenning og sáttmálar 122:7–9

Jesús Kristur veit hvað ég er að ganga í gegnum.

  • Eftir að hafa lesið Kenningu og sáttmála 122:7–9 með börnum ykkar, gætuð þið miðlað reynslu þegar þið funduð nálægð frelsarans á erfiðleikastundu. Þið gætuð einnig sungið saman lag eins og „Jesús var líka lítið barn“ (Barnasöngbókin, 34) og borið vitni um að Jesús Kristur geti hjálpað okkur, því hann veit hvernig okkur líður.

Kenning og sáttmálar 123:15–17

Jafnvel smáatriði geta skipti miklu máli í þjónustu Guðs.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja Kenningu og sáttmála 123:15–17, gætuð þið sýnt þeim mynd af stóru skipi og litlu stýri eða miðlað þeim útskýringu öldungs Davids A. Bednar í „Grundvallarreglur fagnaðarerindis míns“ (aðalráðstefna, apríl 2021). Svo gætuð þið rætt um hvernig við getum gleðilega þjónað fjölskyldu okkar og vinum í smáum hlutum.

15:0

“The Principles of My Gospel”

mynd af skipi úti á hafi

Eins og hið litla stýri stórs skips, þá geta smáverk okkar skipt miklu máli.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Joseph Smith að skrá opinberuni í Liberty fangelsinu

Joseph Smith í Liberty fangelsinu, eftir Greg Olsen

verkefnasíða fyrir börn