2011
Marshalleyjar
Apríl 2011


Saga kirkjunnar víða um heim

Marshalleyjar

Þótt kirkjumeðlimir hafi vitjað Marshalleyja í Síðari heimstyrjöldinni, hófst þar ekki formlegt trúboðsstarf fyrr en í febrúar 1977. Það ár var öldungi William Wardel og öldungi Steven Cooper í Honolulu-trúboðinu á Hawaii falið að starfa á eyjunum. Með aðstoð Eldreds Fewkes, meðlims kirkjunnar sem flutt hafði til Marshalleyja vegna atvinnu sinnar, komu þeir því svo fyrir að kirkjusamkomur voru haldnar í byggingu annarrar kirkju.

Fyrsta árið skírðu trúboðarnir 27 manns. Þremur árum síðar urðu Marshalleyjar hluti af Guam-trúboðinu í Míkrónesíu. Árið 1984 var umdæmi stofnað á Marshalleyjum. Kirkjumeðlimum hélt áfram að fjölga, og annað umdæmi var stofnað árið 1991 á kóraleyjunni Kwajalein. Árið 2006 var Majuro-trúboðið stofnað á Marshalleyjum. Á næstu þremur árum jókst fjöldi virkra kirkjumeðlima verulega í kjölfar átaks sem leiddi til endurvirkni meðlima, skírna trúskiptinga og eflingu staðarleiðtoga. Allt þetta leiddi til þess að 14. júní 2009 var Majuro-stikan stofnuð á Marshalleyjum.

Sjá síðu 32, en þar má lesa trúarsögur um meðlimi á Marshalleyjum.

Kirkjan á Marshalleyjum

Meðlimafjöldi

4.486

Trúboðsstöðvar

1

Stikur

1

Umdæmi

1

Deildir/greinar

11