2011
Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
Apríl 2011


Hugmyndir að fjölskyldukvöldi

Í tímariti þessu eru greinar og ábendingar sem hægt væri að nota á fjölskyldukvöldi. Hér á eftir koma nokkur dæmi.

„Hafa hann ávallt í huga,“ bls. 20: Hugleiðið að ræða þessa leiðsögn öldungs Christofferson í fjölskyldunni: „Við getum byrjað á því að taka allt út úr lífi okkar og setja það síðan aftur á þann stað sem það ætti að vera með frelsarann að þungamiðju.“ Íhugið að ræða nokkrar þeirra blessana sem öldungur Christofferson tæpti á, sem við hljótum er við „höfum frelsarann ávallt í huga.“

„Máttur ritninganna,“ bls. 52: Eftir að hafa lesið þessa grein með fjölskyldunni, bjóðið henni þá að miðla tilfinningum sínum varðandi lestur ritninganna og nám í trúarskólanum. Biðjið þau að skrifa vitnisburð sinn í dagbækur sínar um mátt ritninganna. Hvetjið börn ykkar til að lesa og læra valritningargreinar utanbókar.

„Meðalgangarinn Jesús Kristur,“ bls. 56: Þegar þið lesið greinina saman, biðjið þá fjölskylduna að hlusta eftir mikilvægi meðalgangara. Spyrjið þau hvað gerst hefði ef meðalgangarinn hefði ekki komið hinum skuldsetta manni til hjálpar. Þið getið einnig lesið ritningargreinar og rætt hvernig frelsarinn er meðalgangari okkar. Hugleiðið að lesa 2 Ne 2:27–28 og Alma 42:24–25.

„Elsa fer í leikbúninga,“ bls. 70: Hugleiðið að biðja fjölskyldumeðlimi að klæða sig í búninga eða látast vera einhver annar. Gefið öllum kost á að tilgreina hverjir þeir eru. Útskýrið, eftir að hafa lesið söguna, að engu skipti hvaða hlutverk við leikum, við séum alltaf börn Guðs.

Gleði og eilíf bönd

Þegar börnin mín voru lítil nutu þau þess að fara í leiki eftir fjölskyldukvöld. Einn eftirlætisleikur þeirra hét „Fara á bak fílsins,“ og var nefndur eftir söng sem dóttir okkar, Jocelyn, lærði í skóla. Eftir að við höfðum öll sungið sönginn, var ég fíllinn og leyfði börnunum að fara á bak mér. Fyrst var það tveggja ára sonur minn, Jorge, síðan fjögurra ára dóttir mín, Jocelyn, og loks eiginkona mín, Elizabeth. Þegar öll þrjú voru kominn mér á bak fór ég með þau um stofuna. Við skemmtum okkur innilega.

Mörgum árum síðar biðu uppvaxin börn mín eftir trúboðsköllun sinni. Á einu fjölskyldukvöldinu mundu þau eftir leiknum „Fara á bak fílsins.“ Við sungum sönginn saman og síðan eftir fjölda ára lék ég fílinn aftur. Fyrst stökk sonur minn mér á bak, síðan dóttir mín og loks móðir þeirra. Ég endaði killiflatur á gólfinu og öll hlógum við dátt.

Minningin um þessa stund vekur þakklæti okkar fyrir það sem spámennirnir hafa kennt um fjölskyldukvöld. Okkur lærðist að hversu látlaus sem fjölskyldukvöld okkar voru, er mikilvægast að njóta gleði með fjölskyldunni og styrkja hin eilífu bönd.

Víctor G. Chauca Rivera