2011
J. Reuben Clark yngri: Gæddur óvenjulegum gáfum
Apríl 2011


Mikilmenna minnst

J. Reuben Clark yngri: Gæddur óvenjulegum gáfum

Joshua Reuben Clark yngri fæddist í Grantsville, Utah, 1. september 1871. Þótt hann hafi fengið litla formlega menntun og ekki átt kost á að sækja gagnfræðaskóla, hafði móðir hans kennt honum og hann naut þess að læra. Hann útskrifaðist með hæstu einkunn úr námsbekk sínum í Utah-háskóla, með B.S. gráðu í vísindum og lagði síðan stund á lögfræði við Columbia lagaháskólann í New York borg.

Bróðir Clark giftist Luacine Annetta Savage í Salt Lake musterinu árið 1898, og saman eignuðust þau fjögur börn.

Með laganámið í farteskinu og miklar gáfur, tókst J. Reuben Clark yngri á við lífsstarfið og varð afburðalögmaður, og síðan tilnefndur sendiherra Bandaríkjanna í Mexíkó árið 1930. Þeim starfsferli lauk hins vegar 6. apríl 1933, þegar bróðir Clark var studdur sem annar ráðgjafi Hebers J. Grant forseta. Þótt hann hafi verið háprestur á þeim tíma, var hann ekki aðalvaldhafi. Hann var vígður sem postuli í október 1934 þegar hann var studdur sem fyrsti ráðgjafi Grant forseta. Clark forseti hélt áfram að þjóna sem ráðgjafi Georges Alberts Smith forseta og Davids O. McKay forseta.

Meðal þess fjölmarga sem hann gerði í þágu kirkjunnar, er minnisstæðast fordæmi hans um auðmýkt þegar David O. McKay varð forseti kirkjunnar. Hann kallaði Clark forseta sem annan ráðgjafa sinn. Þar sem Clark forseti hafði þjónað sem fyrsti ráðgjafi í fráfarandi Æðsta forsætisráði, fannst sumum augljóslega sem honum hefði verið sýnd lítilsvirðing, en Clark forseti sagði: „Í þjónustu Drottins skiptir ekki máli hvar við þjónum heldur hvernig. Í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, taka menn á móti þeirri stöðu sem þeir eru tilhlýðilega kallaðir í, sem þeir hvorki sækjast eftir né afþakka.“1

Clark forseti lést 6. október 1961.

Heimildir

  1. J. Reuben Clark yngri, í Conference Report, apríl 1951, 154.

Æðsta forsætisráðið árið 1945 (frá vinstri): J. Reuben Clark yngri, Heber J. Grant og David O. McKay.

Clark forseti (vinstri) með Lamont Toronto trúboðsforseta.