2011
„Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum‘ (Préd 12:1)
Apríl 2011


„Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum“ (Préd 12:1)

Ritningarnar segja frá þjónustu spámanna og postula. Margir þessara leiðtoga þekktu Guð frá bernsku og æskuárum sínum. Hér eru fimm frásagnir um nokkra slíka verðandi leiðtoga.

  • Jóhannes skírari hafði það hlutverk að búa fólk „undir komu Drottins“ og „engill Guðs vígði hann þessu valdi þegar hann var átta daga gamall“ (K&S 84:27–28).

  • Jósía konungur var krýndur átta ára gamall og á 31 árs valdatíð sinni hjálpaði hann Gyðingum að taka í trú á móti fagnaðarerindinu (sjá 2 Kon 22).

  • Mormón var um 10 ára þegar Ammaron valdi hann sem næsta gæslumann heimildanna (taflna) Nefís). Um 16 ára aldur fór Mormón fyrir her Nefíta. (Sjá Morm 1:2–4; 2:1–2.)

  • Davíð var aðeins „ungliði“ (ungur maður) þegar hann atti kappi við Golíat, hugsanlega á sama aldri og stríðsmenn Helamans (sjá 1 Sam 17:49–56; Alma 53:22).

  • Jósef var 17 ára þegar hann var seldur til Egyptalands, þar sem „Drottinn var með Jósef“ (sjá 1. Mós 37:2, 27–28; 39:2).