2010–2019
Kveikið ljós ykkar
Október 2017


Kveikið ljós ykkar

Spámennirnir eru að skora á okkur, mínar kæru systur. Munið þið að vera réttlátar? Munið þið segja frá trú ykkar? Munið þið kveikja ljósið ykkar?

Þið vitið það kannski ekki, en ég og Monson forseti eru tvíburar. Sama dag og ég fæddist – á sömu klukkustund – í Norður-Kaliforníu, var hinn 36 ára gamli Thomas S. Monson studdur sem nýr postuli. Þessi sérstaka tenging við spámann Guðs, Monson forseta, er mér afar kær.

Spámennirnir ræða um konur.1 Þið munið hlýða á orð þeirra á þessum fundi. Ég ætla að ræða um 40 ára gamlan merkilegan spádóm sem ritaður var af Spencer W. Kimball forseta. Í september árið 1979 komu konur þessarar heimskirkju saman í annað sinn á eigin aðalfundi. Kimball forseti hafði ræðu sína fyrirbúna, en daginn sem hann átti að flytja hana, var hann á sjúkrahúsi. Hann fól því eiginkonu sinni, Camillu Eyring Kimball, að lesa hana upp fyrir sig.2

Ljósmynd
Systir Camilla Kimball talar við ræðupúltið

Systir Kimball las upp orð spámannsins, sem kváðu á um áhrif SDH kvenna á góðar konur heimsins fyrir Síðari komu frelsarans. Í ræðulok kom fram magnað boð til allra kvenna kirkjunnar, sem við höfum rætt um æ síðan.

Ég ætla að vitna aðeins í það sem Kimball forseti sagði:

„Loks, mínar kæru systur, þá legg ég til nokkuð sem áður hefur ekki verið sagt eða hið minnst ekki á þennan hátt. „Vöxtur kirkjunnar á hinum síðari dögum mun að stórum hluta verða rakinn til þess að fjölmargar góðar konur í heiminum … munu laðast að kirkjunni í miklum mæli. Það mun gerast að svo miklu leyti sem konur í kirkjunni sýna réttlæti og skýrleika í framkomu og að því marki sem konurnar í kirkjunni skeri sig áberandi úr – hvað gleði og hamingju varðar – frá öðrum konum í heiminum.

Meðal hinna raunverulegu kvenhetja í heiminum sem munu koma í kirkjuna, eru konur sem hafa meiri hug á því að vera réttlátar en sjálfhverfar. Þessar raunverulegu kvenhetjur búa yfir sannri auðmýkt, sem felur í sér meiri áherslu á ráðvendni en sýndarmennsku. …

… Það verður … fordæmi kvenna í kirkjunni [sem] verður hið mikilvæga afl bæði hvað varðar vöxt að meðlimafjölda og andríki kirkjunnar á efstu dögum.“3

Hve merkileg spámannleg yfirlýsing þetta er: Ég geri samantekt:

  • Það verða góð sambönd kvenna sem veldur stórum hluta af vexti kirkjunnar á komandi árum.

  • Vináttan sem konur í Líknarfélaginu og stúlkur í Stúlknafélaginu og Barnafélaginu mynda við einlægar, trúfastar og guðlegar konur annarra trúarbragða, sem verður hið mikilvæga afl hvað varðar vöxt kirkjunnar á efstu dögum.

  • Kimball forseti sagði þessar konur annarar forsögu vera „kvenhetjur,“ sem láta sig meiru skipta að vera réttlátar en sjálfhverfar, sem munu sýna að ráðvendni er dýrmætara en sýndarmennska.

Ég hef hitt svo margar af þessum góðu konum, er ég hef unnið verk mitt víða um heim. Vinátta þeirra er mér dýrmæt. Þið þekkið þær líka meðal vina og samferðafólks. Þær geta verið meðlimir kirkjunnar eða ekki á þessari stundu, en mikilvægt er að tengjast vináttuböndum. Hvernig gerum við þá okkar hlut? Hvað ættum við að gera? Kimball forseti bendir á fimm hluti:

Í fyrsta lagi að vera réttlátar. Að vera réttlátur, merkir ekki að vera fullkomin eða að gera aldrei mistök. Það felur í sér að þróa innra samband við Guð, iðrast af syndum okkar og mistökum og að vera fús til að hjálpa öðrum.

Konur sem hafa iðrast hafa haft áhrif á framvindu sögunnar. Ég á vinkonu sem varð fyrir bílslysi á yngri árum og upp úr því ánetjaðist hún kvalastillandi lyfjum. Síðar skyldu foreldrar hennar. Hún varð þunguð eftir stutt samband og ánetjunin fylgdi henni. Kvöld eitt sá hún óreiðu og glundroða eigin lífs og hugsaði með sér: „Nú er nóg komið.“ Hún ákallaði frelsarann Jesú Krist um að liðsinna sér. Henni lærðist að Jesús Kristur væri jafnvel máttugri en hennar eigin hræðilegu aðstæður og að hún gæti reitt sig á mátt hans við að fara veg iðrunar.

Með því að koma aftur til Drottins og hans háttar, þá breytti hún framvindu eigin sögu, litla drengsins síns og eiginmanns síns. Hún er réttlát og er afar kærleiksrík gagnvart þeim sem hafa orðið á og þrá að breytast. Hún er ekki fullkomin, líkt og við öll, en hún veit hvernig á að iðrast og heldur áfram að reyna.

Í öðru lagi að vera skýrmæltur. Að vera skýrmæltur, er að geta tjáð tilfinningar sínar greinilega og útskýra þær. Fyrr á þessu ári voru ummæli í fréttastreymi mínu í Facebook sem rægðu kristindóminn. Ég las þau, varð svolítið örg en ýtti því til hliðar. Kunningjakona sem var ekki okkar trúar svaraði aftur á móti ummælunum. Hún skrifaði: „[Þetta er] einmitt andstæða þess sem Jesús stóð fyrir – hann var … róttækur á hans tíma, því hann … kom á heimslægu jafnræði. … Hann [ræddi við] vændiskonur, [neytti matar] með tollheimtumönnum … , liðsinnti vanmátta konum og börnum … , [og] sá okkur fyrir dæmisögunni um miskunnsama Samverjann. … Þessu fylgir svo að … allir sannkristnir reyna eftir bestu getu að vera elskuríkasta fólk á jörðu. Þegar ég las ummælin, þá hugsaði ég með mér: „Afhverju skrifaði ég ekki þetta?“

Sérhver okkar þarf að vera betri í því að útskýra ástæður trúar okkar. Hvað finnst ykkur um Jesú Krist? Af hverju eruð þið í kirkjunni? Af hverju trúið þið að Mormónsbók sé ritning? Hver er ykkar uppspretta friðar? Af hverju skiptir það máli að spámenn hafa eitthvað að segja á árinu 2017? Hvernig vitið þið að hann er sannur spámaður? Notið rödd ykkar og orðfimi til að segja hvað ykkur finnst og hvað þið vitið – á samfélagsmiðlum, í innilegum viðræðum við vini ykkar, í samræðum við barnabörn ykkar. Segið þeim afhverju þið trúið, hvað ykkur finnst um það, hvort þið hafið einhvern tíma efast, hvernig þið sigruðust á því, hvaða þýðingu Jesús Kristur hefur fyrir ykkur. Líkt og Pétur postuli sagði: „Hræðist eigi. … En helgið Krist sem Drottin í hjörtum yðar. Verið ætíð reiðubúnir að svara hverjum manni sem krefst raka hjá yður fyrir voninni, sem í yður er.“4

Í þriðja lagi að vera frumleg. Ég ætla að segja ykkur frá nokkru sem gerðist síðastliðinn júlímánuð á Panama City strönd í Flórída.5 Seint síðdegis sá Roberta Ursrey tvo syni sína hrópa á hjálp úti á sjó í um 90 metra fjarlægð frá landi. Sterkur straumur hafði borð þá frá landi og þeir stefndu út á haf. Hjón þar nærri reyndu að koma drengjunum til hjálpar, en straumurinn náði líka tökum á þeim. Einhverjir í Ursrey fjölskyldunni stukku því út í til að reyna að bjarga þeim sem streittust við sundið og brátt voru níu manns fastir í útsoginu.

Það voru engin reipi við hönd. Það var enginn lífvörður. Lögreglan hafði sent eftir björgunarbáti, en fólkið í sjónum hafði streist við í 20 mínútur, var orðið úrvinda og átti erfitt með að halda sér á floti. Meðal áhorfenda á ströndinni var Jessica Mae Simmons. Hún og eiginmaður hennar fengu þá hugmynd að mynda mennska keðju. Þau kölluðu saman fólkið á ströndinni og báðu það um hjálp og margir meðal þess kræktu saman örmum og gengu út í sjóinn. Jessica skrifaði: „Að sjá fólk af ólíkum kynþáttum og kyni taka höndum saman við að hjálpa ALGJÖRLEGA ókunnugum [var] alveg stórkostlegt að sjá!!“6 Um 80 manns mynduðu keðju í átt að sundfólkinu. Sjáið hér mynd af þessu ótrúlega afreki.

Ljósmynd
Sundfólk býr til mennska keðju

Allir á ströndinni voru hálf lamaðir og stungu aðeins upp á hefðbundnum björgunaraðferðum. Á einu andartaki komu hjón nokkur þar fram með frumlega lausn. Nýbreytni og frumleiki eru andlegar gjafir. Þegar við höldum sáttmála okkar, getum við verið öðruvísi en aðrir að menningu og lífsháttum, en það veitir okkur aðgang að innblæstri, svo við getum komið fram með frumlegar lausnir, aðrar nálganir og annað notagildi. Við munum ekki alltaf falla að heiminum, en að vera frumleg á jákvæðan hátt getur reynst þeim sem streitast sem líflína.

Í þriðja lagi að vera öðruvísi. Að vera öðruvísi, merkir að vera auðkennanlegur og vel skilgreindur. Ég ætla að ræða aftur um frásögnina um Jessicu Mae Simmons á ströndinni. Þegar mennska keðjan hafði verið mynduð í átt að sundfólkinu, þá var henni ljóst að hún gæti hjálpað. Jessica Mae sagði: „Ég get auðveldlega kafað … á milli bakka Ólympíuleika-sundlaugar! [Ég vissi hvernig komast ætti út úr straumröst.] Ég vissi að ég gæti tengt [hvern sundmann] við hina mennsku keðju.“7 Hún og eiginmaður hennar gripu með sér flotbretti og syntu meðfram keðjunni, þar til þau og fleira björgunarfólk náði til sundfólksins og ferjað það eitt af öðru að keðjunni, svo það fikraði sig eftir henni í örugga höfn á ströndinni. Jessica bjó yfir sérstakri kunnáttu; hún vissi hvernig synda skildi gegn straumröst.

Hið endurreista fagnaðarerindi er auðkennanlegt og vel skilgreint. Við verðum líka að vera hnitmiðuð í því að lifa eftir því. Líkt og Jessica æfði sund, þá þurfum við að þjálfa okkur í því að lifa eftir fagnaðarerindinu áður en neyðin skellur á, svo við höfum nægan styrk til að hjálpa þegar straumar svipta öðrum af braut.

Loks í fimmta lagi er að gera þessi fjögur fyrrgreindu atriði með gleði í hjarta. Að vera hamingjusamur, er ekki að setja upp gervibros sama hvað á gengur. Það felur hins vegar í sér að halda lögmál Guðs og styrkja og efla aðra8 Þegar við styrkjum og eflum aðra, þá blessar það okkur svo erfiðleikar okkar megna ekki að sliga okkur. Ég hef staðsett tilvitnun í Gordon B. Hinckleys forseta svo hún blasir við mér á hverjum degi. Hann sagði: „Þið … byggið ekkert úr svartsýni og bölsýni. Þið tileinkið ykkur bjartsýni, starfið í trú og hlutirnir gerast.“9

Þann anda gleði og bjartsýni má finna í fordæmi hinnar 13 ára gömlu Elsu, en fjölskylda hennar er að flytja til Baton Rouge, Louisiana, sem er í um 2.900 kílómetra fjarlægð frá vinum hennar. Það er ekki auðvelt að flytja á nýjan stað þegar maður er 13 ára. Elsa var skiljanlega óviss með flutninginn, svo faðir hennar gaf henni blessun. Á sama andartaki og blessunin var gefin, klingdi síminn með textaboði. Stúlkurnar sem bjuggu í deildinni í Louisiana höfðu sent þessa mynd með textanum: „Við viljum fá þig í deildina okkar!“10

Ljósmynd
Stúlkur haldandi á velkomin tákni

Þessar stúlkur voru svo bjartsýnar að þær vildu fá Elsu, jafnvel án þess að hafa séð hana. Eldmóður þeirra vakti Elsu bjartsýni varðandi hinn aðsteðjandi flutning og var svar við bænum hennar um að allt færi vel.

Það er orka sem stafar af gleði og bjartsýni sem blessar ekki aðeins okkur sjálf – heldur lyftir öllum umhverfis. Hvaða smáræði sem þið gerið til að vekja öðrum raunverulega gleði sýnir að þið berið kyndilinn sem Kimball forseti vísaði í.

Ég var 15 ára þegar ræða Kimballs forseta var flutt. Við, sem erum eldri en 40 ára, höfum frá þessum degi varðveitt þetta boð Kimballs forseta. Nú horfi ég til þeirra ykkar sem eruð 8 ára, 15 ára, 20 ára og 35 ára og ég færi ykkur þennan kyndil í hendur. Þið eruð framtíðarleiðtogar í þessari kirkju og það verður undir ykkur komið að bera ljósið áfram og uppfylla þennan spádóm. Við sem erum eldri en 40 ára tökum höndum saman við ykkur og finnum styrk ykkar og þrótt. Við þörfnumst ykkar.

Hlýðið á þessi ritningarvers í Kenningu og sáttmálum 49:26–28. Það kann að hafa verið ritað undir öðrum kringumstæðum, en ég vona að þið munið, fyrir heilagan anda, taka þeim sem persónulegu boði til þessa helga verks.

„Sjá, ég segi yður, farið eins og ég hef boðið yður, iðrist allra synda yðar. Biðjið og yður mun gefast, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.

Sjá, ég mun fara fyrir yður og ég mun vera bakvörður yðar. Og ég mun verða mitt á meðal yðar og þér verðið ekki sigraðir.

Sjá, ég er Jesús Kristur, og ég kem skjótt.“11

Ég hvet ykkur allar til að hafa ykkur til reiðu, svo þið getið fundið hina dásamlegu elsku sem Guð ber til ykkar. Þið megið ekki staðsetja ykkur utan þeirrar elsku. Þegar þið finnið elsku hans, þegar þið elskið hann, þá munið þið iðrast og halda boðorð hans. Þegar þið haldið boðorð hans, þá getur hann notað ykkur í verki sínu. Verk hans og dýrð er upphafning og eilíft líf karla og kvenna.

Spámennirnir eru að skora á okkur, mínar kæru systur. Munið þið að vera réttlátar? Munið þið segja frá trú ykkar? Getið þið verið frumlegar og öðruvísi? Mun hamingja ykkar, þrátt fyrir erfiðleikana, vera hvetjandi fyrir aðra sem eru góðir og göfugir og þarfnast vináttu ykkar? Munið þið kveikja ljósið ykkar? Ég ber vitni um að Jesús Kristur mun fara fyrir okkur og vera mitt á meðal okkar.

Ég lýka með orðum okkar ástkæra spámanns, Thomas S. Monson forseta: „Mínar kæru systur, þetta er ykkar dagur, þetta er ykkar tímai.“12 Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Brigham Young forseti: „Látum [systurnar] skipuleggja kvenlíknarfélag í hinum mörgu deildum. Við höfum margar hæfileikaríkar konur meðal okkar og óskum eftir liðsinni þeirra hvað þetta varðar. Sumum gæti fundist þetta smávægilegt mál, en svo er ekki; og þið munið komast að því að systurnar verða driffjöður hreyfingarinnar“ (í Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society [2011], 41.

    Lorenzo Snow forseti: „Ykkar staður hefur ávallt verið við hlið prestdæmisins … til að gera ykkar hlut í því að hjálpa til við framþróun Guðs ríkis; og að svo mikly leyti sem þið hafið deilt byrði þessa verks, munið þið vissulega njóta sigurs verksins og upphafningar og dýrðar, sem Drottinn mun gefa sínum trúföstu börnum“ (í Daughters in My Kingdom, 7).

    Spencer W. Kimball forseta: „Það er kraftur í þessu félagi [Líknarfélaginu] sem hefur enn ekki verið nýttur til fulls til að styrkja heimili Síonar og byggja upp ríki Guðs – og hann mun ekki nýttur fyrr en bæði systurnar og prestdæmisbræðurnir hljóta framtíðarsýn um Líknarfélagið“ (í Daughters in My Kingdom, 142).

    Howard W. forseta: „Það er mikil þörf á því að safna konunum í kirkjunni saman til að standa með og fyrir bræðurna til að stemma stigu við flóði hins illa sem umkringir okkur og að halda fram á við með verk frelsarans. … Við biðjum ykkur innilega um að þjóna í krafti góðra áhrifa ykkar við að efla fjölskyldur okkar, kirkju og samfélag“ (í Daughters in My Kingdom, 157).

    Gordon B. Hinckley forseta: „Það býr mikill styrkur og geta í konum þessarar kirkju. Það er leiðtogun og handleiðsla, ákveðinn andi sjálfstæðis, og einnig mikil ánægja að vera hluti af þessu, ríki Drottins, og að starfa hönd í hönd með prestdæminu, til að þoka því áfram“ (í Daughters in My Kingdom, 143).

    Thomas S. Monson forseti vitnaði í Belle Smith Spafford, níunda aðalforseta Líknarfélagsins: „Áhrif kvenna hafa aldrei verið meiri en í heimi okkar tíma. Aldrei áður hafa dyr tækifæra verið þeim opnari. Þetta er aðlaðandi, spennandi og krefjandi tími fyrir konur. Þetta er tími mikillar umbunar, ef við viðhöldum jafnvægi okkar, lærum hin sönnu gildi og forgangsröðum af skynsemi“ [A Woman’s Reach (1974), 21]. „Kæru systur mínar, þetta er ykkar dagur, þetta er ykkar tími“ (“The Mighty Strength of the Relief Society,” Ensign, nóv. 1997, 95).

    Russell M. Nelson forseti: „Svo í dag grátbið ég systur mínar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu að stíga fram! Takið réttmæta og nauðsynlega stöðu ykkar á heimilum ykkar, í samfélögum ykkar og í ríki Guðs, í ríkari mæli en þið hafið nokkrum sinnum gert áður. Ég bið ykkur að uppfylla spádóm Kimballs forseta. Ég lofa ykkur, jafnframt, í nafni Jesú Krists, að er þið gerið svo þá mun heilagur andi magna upp áhrif ykkar á fordæmislausan hátt!“ (“A Plea to My Sisters,” Liahona, nóv. 2015, 97).

  2. Sjá myndband af systur Camillu Kimball lesa ræðu Spencers W. Kimball á conference.lds.org; sjá einnig Spencer W. Kimball, “The Role of Righteous Women,” Ensign, nóv. 1979, 102–4.

  3. Spencer W. Kimball, “The Role of Righteous Women,” 103–4; skáletrað hér.

  4. 1 Pét 3:14–15.

  5. Sjá McKinley Corbley, “80 Beachgoers Form Human Chain to Save Family Being Dragged Out to Sea by Riptide,” 12. júlí 2017, goodnewsnetwork.org.

  6. Jessica Mae Simmons, in Corbley, “80 Beachgoers Form Human Chain.”

  7. Simmons, in Corbley, “80 Beachgoers Form Human Chain.”

  8. Sjá Alma 41:10; 34:28; Kenning og sáttmálar 38:27; Lúk 16:19–25.

  9. Teachings of Presidents of the Church: Gordon B. Hinckley (2016), 71.

  10. Athugasemd frá fjölskyldu Virginiu Pearce.

  11. Kenning og sáttmálar 49:26–28.

  12. Thomas S. Monson, “The Mighty Strength of the Relief Society,” 95.