2010–2019
Hin dýrmætu og háleitu fyrirheit
Október 2017


Hin dýrmætu og háleitu fyrirheit

Hin mikla hamingjuáætlun himnesks föður felur í sér kenninguna, helgiathafnirnar og hin dýrmætu og háleitu fyrirheit sem gera okkur kleift að vera hluttakendur í guðlegu eðli.

Ein stærsta áskorunin sem hvert okkar stendur frammi fyrir á hverjum degi, er að leyfa ekki að áhyggjur þessa heims verði svo ráðandi hvað varðar tíma okkar og orku að við vanrækjum hið eilífa sem er mikilvægast.1 Við látum oft of auðveldlega truflast frá því að hugsa um og einblína á það sem er andlega nauðsynlegt, því við erum yfirhlaðin önnum og ábyrgðarverkum. Stundum reynum við að hlaupa svo hratt að við gleymum hvert við stefnum og afhverju.

Pétur postuli minnir okkur á sem lærisveina Jesú Krists: „Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð.

Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur.“2

Boðskapur minn undirstrikar mikilvægi hinna dýrmætu og háleitu fyrirheita sem Pétur sagði vera sanna áminningu um hver stefna okkar ætti að vera í jarðlífinu og hvers vegna. Ég mun líka ræða hlutverk hvíldardagsins, hins heilaga musteris og heimilis okkar er í tengslum við að hafa þessi mikilvægu andlegu fyrirheit hugföst.

Ég bið þess af einlægni að heilagur andi fræði hvert okkar er við hugleiðum sama þennan mikilvæga sannleika.

Okkar guðlega auðkenni

Hin mikla hamingjuáætlun himnesks föður felur í sér kenninguna, helgiathafnirnar og hin dýrmætu og háleitu fyrirheit sem gera okkur kleift að vera hluttakendur í guðlegu eðli. Áætlun hans skilgreinir eilíft auðkenni okkar og leiðina sem við þurfum að fara til að læra, breytast, vaxa og loks dvelja hjá honum að eilífu.

Eins og fram kemur í „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins“:

„Allar mannlegar verur ‒ karlar og konur ‒ eru skapaðar í mynd Guðs. Hver þeirra er ástkær andasonur eða dóttir himneskra foreldra, og sem slík á sérhvert þeirra sér guðlegt eðli og örlög. …

Í fortilverunni þekktu og tilbáðu andasynir og dætur Guðs hann sem eilífan föður og samþykktu áætlun hans, en samkvæmt henni gátu börn hans hlotið efnislíkama og öðlast jarðneska reynslu til að feta í átt að fullkomnun og að lokum gera að veruleika guðleg örlög sín sem erfingjar eilífs lífs.“3

Guð lofar börnum sínum, ef þau fylgja reglum áætlunar hans og fordæmi hans ástkæra sonar, halda boðorðin og standast allt til enda í trú, þá muni þau, samkvæmt mætti frelsarans, „öðlast eilíft líf, en sú gjöf er mest allra gjafa Guðs.“4 Eilíft líf er æðsta, dýrmætasta og háleitasta fyrirheitið.

Andleg endurfæðing

Við skiljum betur hin dýrmætu og háleitu fyrirheit og förum að vera virkir hluttakendur í guðlegu eðli, er við bregðumst af festu við kalli Drottins til dyggðar og dýrðar. Líkt og Pétur sagði, þá er þeirri köllun framfylgt með því að leggja kapp á að forðast spillingu þessa heims.

Þegar við sækjum fram í auðmýkt og í trú á frelsarann, þá mun það, sökum friðþægingar hans og krafts heilags anda, „[valda] svo mikilli breytingu á okkur, eða í hjörtum okkar, að við hneigjumst ekki lengur til illra verka, heldur stöðugt til góðra verka.“5 Við munum „endurfæðast. Já, fæðast af Guði, hverfa úr viðjum holdlegs og fallins hlutskiptis í faðm réttlætisins, endurleyst af Guði.“6 „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.“7

Svo yfirgripsmikil breyting á eðli okkar gerist yfirleitt ekki allt í einu eða á skömmum tíma. Líkt og frelsarinn, þá hljótum við „ekki fyllinguna í fyrstu, heldur [hljótum við] náð á náð ofan.“8 „Því að sjá. Svo segir Drottinn Guð: Ég mun gefa mannanna börnum orð á orð ofan og setning á setning ofan, örlítið hér, örlítið þar. Og blessaðir eru þeir, sem hlusta á setningar mínar og ljá ráðum mínum eyra, því að þeir munu öðlast visku.“9

Helgiathafnir prestdæmisins og helgir sáttmálar eru nauðsynlegir í þessari samfelldu andlegu endurfæðingu; þau eru líka þær hjálparlindir sem Guð hefur tilnefnt sem við getum hlotið hin dýrmætu og háleitu fyrirheit fyrir. Helgiathafnir sem verðuglega er tekið á móti og stöðugt eru hafðar í huga, munu ljúka upp himneskum farvegi, sem kraftur guðleikans streymir um í líf okkar. Sáttmálar sem staðfastlega eru heiðraðir og ávallt hafðir í huga, sjá okkur fyrir tilgangi og fullvissu um blessanir, bæði í jarðlífinu og í eilífðinni.

Guð lofar okkur t.d. stöðugu samfélagi við þriðja aðila Guðdómsins, já, heilagan anda, bundið trúfesti okkar,10 að fyrir friðþægingu Jesú Krists getum við hlotið og ætíð viðhaldið fyrirgefningu synda okkar,11 að við getum hlotið frið í þessum heimi,12 að frelsarinn hafi rofið bönd dauðans og sigrað gröfina13 og að fjölskyldur geti verið saman um tíma og alla eilífð.

Eins og skiljanlegt er, þá er hvorki hægt að telja nákvæmlega eða skilgreina ítarlega öll hin dýrmætu og háleitu fyrirheit sem himneskur faðir býður börnum. Hinn ófullgerði listi fyrirheita og blessana sem ég hef nú kynnt ykkur, ætti að „vekja undrun“14 okkar allra, svo við „[föllum] á kné og [tilbiðjum] föðurinn“15 í nafni Jesú Krists.

Hafa fyrirheitin hugföst

Lorenzo Snow forseti aðvaraði: „Við erum of gjörn á að gleyma hinum mikla tilgangi lífsins, ástæðu þess að himneskur faðir sendi okkur hingað til að takast á við jarðlífið, sem og hina helgu köllun sem við höfum verið kölluð til; og því er það svo að í stað þess að rísa ofar því smá og hverfula … , þá leyfum við okkur of oft að fara niður á plan heimsins, og nýtum okkur ekki þá guðlegu hjálp sem Guð hefur innleitt, og ein og sér megnar að hjálpa okkur að sigrast á [því hverfula]“16

Hvíldardagurinn og hið heilaga musteri eru hvorttveggja sérstakar guðlegar uppsprettur sem Guð hefur innleitt til að gera okkur kleift að rísa ofar háttum og spillingu heimsins. Til að byrja með gætum við talið að hinn yfirgripsmikli tilgangur með því að hvíldardaginn heilagan og fara í musterið sé samtvinnaður en ekki sá sami. Ég trúi þó að tilgangur þessara beggja sé nákvæmlega sá sami og að þau vinni saman að því að styrkja okkur andlega sem einstaklinga og á heimilum okkar.

Hvíldardagurinn

Eftir að Guð hafði skapað alla hluti, hvíldist hann á sjöunda degi og bauð að einn dagur í viku hverri skildi helgaður hvíld, til að fólk gæti minnst hans.17 Hvíldardagurinn er tími Guðs, helgur tími ætlað sérstaklega til að vegsama Guð og minnast hinna dýrmætu og háleitu fyrirheita til barna hans.

Drottinn hefur boðið á þessari ráðstöfun:

„Og þú skalt fara í hús bænarinnar, svo að þú getir enn betur haldið þér óflekkuðum frá heiminum, og færa sakramenti þín á helgum degi mínum.

Því að sannlega er þessi dagur útnefndur yður til hvíldar frá erfiði yðar og til að votta hinum æðsta hollustu yðar.“18

Við tilbiðjum því föðurinn á hvíldardeginum í nafni sonarins, með því að taka þátt í helgiathöfnum og læra um, taka á móti, minnast og endurnýja sáttmála. Á þessum helga degi, ættu hugsanir okkar, verk og hátterni að vera tákn sem við gefum Guði og sýna að við elskum hann.19

Annar tilgangur hvíldardagsins er að beina sjón okkar frá því sem heimsins er og að blessunum eilífðar. Með því að hverfa frá okkar venjubundnu önnum og verkum þennan helga tíma, þá gerir það okkur kleift „að beina sjónum [okkar] til Guðs og lifa,“20 með því að taka á móti og minnast hinna dýrmætu og háleitu fyrirheita sem gera okkur kleift að vera hluttakendur í guðlegu eðli.

Hið heilaga musteri

Drottinn hefur ætíð boðið fólki sínu að byggja musteri, helga staði, þar sem verðugir heilagir framkvæma helgar vígslur fagnaðarerindisins og helgiathafnir fyrir sig sjálfa og hina dánu. Musterin eru helgust allra tilbeiðslustaða. Musterið er í raun hús Drottins, helgur staður, ætlað sérstaklega til að vegsama Guð og minnast hinna dýrmætu og háleitu fyrirheita til barna hans.

Drottinn hefur sagt á þessari ráðstöfun: „Komið reglu á líf yðar, gjörið allt gagnlegt til reiðu og stofnið hús, já, hús bænar, hús föstu, hús trúar, hús lærdóms, hús dýrðar, hús reglu, hús Guðs.“21 Megin áhersla musteristilbeiðslu er að taka þátt í helgiathöfnum og læra um sáttmála, taka á móti þeim og hafa þá hugfasta. Við hugsum, hegðum okkur og klæðumst öðruvísi í musterinu, en á öðrum almennum stöðum.

Megin tilgangur musterisins er að beina sjón okkar frá því sem heimsins er og að blessunum eilífðar. Með því að hverfa í stuttan tíma frá hinni veraldlegu umgjörð, sem okkur er svo kunnug, þá gerir það okkur kleift „að beina sjónum [okkar] til Guðs og lifa,“22 með því að taka á móti og minnast hinna dýrmætu og háleitu fyrirheita sem gera okkur kleift að vera hluttakendur í guðlegu eðli.

Gætið að því að hvíldardagurinn og musterið eru, hvert fyrir sig, helgur tími og helgur staður, ætlað sérstaklega til að vegsama Guð og minnast hinna dýrmætu og háleitu fyrirheita til barna hans. Líkt og Guð hefur innleitt, þá er megin tilgangur beggja þessara guðlegu uppsprettna nákvæmlega sá sami – að gera okkur kleift að einblína endurtekið og kröftuglega á himneskan föður, hans eingetna son, heilagan anda og fyrirheitin sem tengjast helgiathöfnum og sáttmálum hins endurreista fagnaðarerindis frelsarans.

Heimili okkar

Mikilvæg er að heimilið sé fullkomin umgjörð bæði tíma og staðar þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta minnst hinna dýrmætu og háleitu fyrirheita Guðs af mestum árangri. Að fara frá heimilum okkar til að verja tíma á sunnudagssamkomum og á helgum stað musterisins er mikilvægt en ófullnægjandi. Aðeins með því að færa inn á heimili okkar þann anda og þrótt sem við hlutum af því að gera þetta, munum við geta einblínt stöðugt á hinn mikla tilgang jarðlífsins og sigrast á spillingu þessa heims. Upplifanir okkar á hvíldardegi og í musterinu ættu að vera andlegur hvati sem innblæs einstaklinga og fjölskyldur og heimili okkar til að hafa stöðugt í huga lærðar lexíur, fyrir nærveru og kraft heilags anda, með samfelldri og aukinni trúarumbreytingu á Drottin Jesú Krist og „í fullkomnu vonarljósi“23 á eilíf fyrirheit Guðs.

Hvíldardagurin og musterið geta gert okkur kleift að fyrirbúa á heimilum okkar „enn betri leið,“24 í því verki okkar að „safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi.“25 Hvernig við verjum hans helga tíma á heimilum okkar og hvernig við bregðumst við því sem við lærum á hans helga stað ákvarðar hvort við verðum hluttakendur í guðlegu eðli.

Loforð og vitnisburður

Við getum auðveldlega týnst í hinu hversdagslega og veraldlega þessa heims. Að sofa, borða, klæða sig, vinna, leika, æfa og ótal aðrar almennar venjur eru eðlilegar og nauðsynlegar. Örlög okkar ákvarðast þó endanlega af því hversu vel við þekkjum himneskan föður og son hans og erum fús til að læra af heilögum anda; í því tilreiknast ekki aðeins daglegar gjörðir æviskeiðs okkar.

Fagnaðarerindið er mun meira en venjubundinn gátlisti sérstæðra verkefna sem ljúka þarf; það er öllu heldur stórbrotinn listvefnaður „vandlega innrammaðs“ sannleika,“26 samofinn til að hjálpa okkur að verða eins og faðir okkar á himnum og Drottinn Jesús Kristur, já, að verða hluttakendur í guðlegu eðli. Vissulega blindumst við og horfum yfir markið27 þegar þessi yfirgripsmikli andlegi raunveruleiki fellur í skugga áhyggja, vandamála og hversdagsleika heimsins.

Ef við erum vitur og bjóðum heilögum anda að leiða okkur,28 þá lofa ég ykkur því að hann mun kenna okkur sannleikann. „Hann mun vitna um Krist [og] lýsa upp hug okkar himneskri sýn,“29 ef við kappkostum að framfylgja okkar eilífu örlögum og verða hluttakendur í guðlegu eðli.

Ég ber vitni um að hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, sem tengjast helgiathöfnum og sáttmálum okkar, eru óbrigðul. Drottinn hefur lýst yfir:

„Ég gef yður tilsögn í því hvernig þér skuluð breyta gagnvart mér, svo að það megi snúast yður til sáluhjálpar.

Ég, Drottinn, er bundinn, þegar þér gjörið það sem ég segi, en þegar þér gjörið ekki það sem ég segi, hafið þér engin loforð.“30

Ég ber vitni um að himneskur faðir lifir og er höfundur sáluhjálparáætlunarinnar. Jesús Kristur er hans eingetni sonur og frelsari okkar og lausnari. Hann lifir. Ég ber vitni um að áætlun og fyrirheit föðurins, friðþæging frelsarans og samfélag heilags anda gera frið mögulegan í þessum heimi og eilíft líf í komandi heimi.31 Um þetta ber ég vitni í hinu heilaga nafni Drottins Jesú Krists, amen.