2010–2019
Hugur ekkjunnar
Október 2017


Hugur ekkjunnar

Gerum það sem nauðsynlegt er til að hafa hug ekkjunnar, gleðjast sannarlega yfir þeim blessunum sem munu uppfylla „skortinn“ sem kemur í framhaldi.

Ég hef notið þeirrar miklu blessunar að fá að þjóna að meðal hinna heilögu í Kyrrahafinu, meiri hluta fullorðinsára minna. Trúin, kærleikurinn og ótrúlegar fórnir þessara trúföstu heilagra fyllir mig af innblæstri, þakklæti og gleði. Þeirra sögur eru eins og ykkar.

Það hefur hvarflað að mér þessir heilögu eiga margt sameiginlegt með ekkjunni sem frelsarinn fylgdist með þar sem hann „settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið.

Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. …

Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: ‚Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna.

Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“1

Jafnvel þó að hennar smápeningar væru lítið framlag þá var gjöf hennar mikils virði fyrir Krist, því að hún gaf allt. Á þeirri stundu þekkti frelsarinn konuna fyllilega, því að gjöf hennar sýndi honum hjarta hennar. Gæði og dýpt kærleika hennar og trúar voru þannig að hún gaf, vitandi að „þörf“ hennar yrði fullnægt.

Ég hef séð sama hug hjá hinum heilögu í Kyrrahafinu. Í litlu þorp, á einni af þessum eyjum, þá þáðu gamall maður og kona hans nýlega boð trúboðanna um að biðja til Drottins í einlægni hvort að lexíurnar sem var verið að kenna þeim, væru sannar. Í þessu ferli íhuguðu þau einnig afleiðingar skuldbindingar þeirrar sem þau yrðu að gera ef svarið sem þau fengju myndi leiða til þess að þau meðtækju endurreist fagnaðarerindið. Þau föstuðu og báðu varðandi sannleiksgildi kirkjunnar og áreiðanleika Mormónsbókar. Svarið við bænum þeirra kom í formi ljúfrar en hringjandi staðfestingar: „Já! Það er satt!“

Hafandi meðtekið þetta vitni völdu þau að skírast. Þetta var ekki val án persónulegs kostnaðar. Ákvörðun þeirra og skírn urðu þeim dýrkeypt. Þau misstu vinnuna, þau fórnuðu samfélagslegri stöðu, mikilvægar vináttur leystust upp og stuðningur, kærleikur og virðing fjölskyldu var dregin tilbaka. Þau gengu nú til kirkju á hverjum sunnudegi, mættu neyðarlegum augngotum frá vinum og nágrönnum sem gengu í andstæða átt.

Í þessum erfiðu aðstæðum þá var þessi góði bróðir spurður hvað honum fyndist um ákvörðun þeirra um að ganga í kirkjuna. Einfalt og óhagganlegt svar hans var: „hún er sönn, ekki satt? Val okkar var einfalt.“

Þessir nýju trúskiptingar voru sannarlega með sama hug og ekkjan. Eins og ekkjan þá gáfu þau „allt“ sem þau gátu gefið, vitandi að þau gáfu af „skorti“ sínum. Sem afurð af trúföstu hjarta þeirra og varanlegri trú á erfiðum tímum, þá var byrði þeirra létt. Þau fengu aðstoð og voru umkringd stuðningi og þjónandi kirkjuþegnum og þau öðluðust persónulegan styrk í gegnum þjónustu þeirra í kirkjunni.

Eftir að hafa gefið „allt“ sitt, þá upplifðu þau gleðilegasta dag sinn þegar þau voru innsigluð í musterinu sem eilíf fjölskylda. Eins og með trúskiptingana undir leiðsögn Alma þá „[gaf Drottinn] þeim svo mikinn styrk, að þau gátu borið byrðar sínar léttilega og lutu vilja Guðs með gleði og þolinmæði.“2 Þannig sýndi hugur ekkjunnar sig í þessum yndislegu hjónum.

Leyfið mér að segja ykkur frá annari reynslu þar sem hugur ekkjunnar var mjög áberandi. Í Samóa störfum við með þorpsráðum til þess að fá aðgang fyrir trúboðana að kenna fagnaðarerindið. Fyrir nokkrum árum síðan átti ég spjall við höfðingja einn frá þorpi sem trúboðum okkar hafði verið bannaður aðgangur í fjölda mörg ár. Samtalið átti sér stað ekki löngu eftir að yfir höfðinginn opnaði þorpið fyrir kirkjunni og leyfði trúboðunum að kenna þeim sem voru áhugasamir um að læra um fagnaðarerindið og kenningar þess.

Þegar að slíkt kraftaverk gerðist eftir öll þessi ár var ég forvitinn að vita hvað hefði orðið til þess að yfirhöfðinginn tæki þessa ákvörðun. Ég spurði um þetta og höfðinginn sem ég var að ræða við, svaraði mér á þessa leið: „Maður getur lifað í myrkri í viss langan tíma en sá tími kemur að hann þráir að koma inn í birtuna.“

Yfirhöfðinginn sýndi hug ekkjunnar er hann opnaði þorpið, hug sem mýkist er hlýja og ljós sannleikans opinberast. Þessi leiðtogi var fús til að gefa upp áralanga hefð, takast á við mikið mótlæti og standa fastur svo að aðrir gætu hlotið blessanir. Þetta var leiðtogi sem var með hugann við velferð og hamingju fólks hans, frekar en að taka tillit til hefða, menningar og persónulegs valds. Hann gaf það upp í skiptum fyrir það sem Thomas S. Monson hefur kennt okkur: „Þegar við fylgjum fordæmi frelsarans, getum við orðið ljós í lífi annarra.“3

Að lokum langar mig að deila með ykkur einni reynslu í viðbót frá hinum heilögu í Kyrrahafinu, sem er orðin rótföst í sálu minni. Fyrir mörgum árum síðan var ég ungur ráðgjafi biskups í nýrri deild í Bandarísku Samóa. Við vorum með 99 meðlimi sem samanstóðu af bændum sem stunduðu sjálfsþurftarbúskap, dósaverksmiðjustarfsmönnum, opinberum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þegar Æðsta forsætisráðið tilkynnti árið 1977 að musteri yrði byggt í Samóa létum við öll í ljós mikla gleði og þakkargjörð. Það að fara til musterisins frá Bandarísku Samóa á þeim tíma þýddi að ferðast þurfti til Hawaii eða Nýja Sjálands. Það var kostnaðarsöm ferð sem var utan getu margra trúfastra kirkjuþegna.

Á þessum tíma voru kirkjuþegnar hvattir til að gefa fjármagn í byggingarsjóð til að hjálpa til við byggingu mustera. Í þessum anda bað biskupsráðið deildarmeðlimi um að íhuga í bæn hvað þeir myndu treysta sér að gefa. Dagsetning var sett þar sem fjölskyldur myndu safnast saman til að koma með framlög sín Seinna, þegar framlögin voru opnuð afsíðis, þá fylltist biskupinn auðmýkt og var snortinn af trú og örlæti okkar yndislegu deildarmeðlima.

Vitandi hverjar aðstæður voru hjá fjölskyldunum þá fylltist ég djúpri og viðvarandi tilfinningu lotningar, virðingar og auðmýktar. Þetta var á allan mögulegan máta, nútíma ekkjueyrir sem var gefinn af „skorti“ þeirra, með þeirri gleði sem fylgdi því loforði að fá byggt musteri Drottins í Samóa. Þessar fjölskyldur höfðu helgað Drottni allt sem þau áttu, með þeirri trú að þau yrðu ekki skilin eftir í skorti. Gjöf þeirra var lýsandi fyrir hjarta ekkjunnar. Allir sem gáfu, gerðu svo fúslega og af gleði því hugur ekkjunnar innra með þeim gat séð með augum trúar þær krýnandi blessanir sem biðu fjölskyldna þeirra og allra í Samóa og Bandarísku Samóa um komandi kynslóðir. Ég veit að Drottinn vissi af og meðtók helgaðar fórnargjafir þeirra, ekkjueyririnn.

Hugur ekkjunnar sem gaf tvo smápeninga er hugur sem mun gefa allt með því að veita fórnir, með því að þola mótlæti, ofsóknir og höfnun og með þvi að bera margs kyns byrðar. Hugur ekkjunnar er hugur sem skynjar og þekkir ljós sannleikans og mun gefa allt til að meðtaka þann sannleika. Hann hjálpar einnig öðrum til að sjá það sama ljós og upplifa sömu eilífu hamingjuna og ljósið. Að lokum þá er hugur ekkjunnar skilgreindur af þeim fúsleika að gefa allt fyrir uppbyggingu ríkis Guðs á jörðu.

Söfnumst saman sem alheims heilagir til að gera það sem nauðsynlegt er til að hafa hug ekkjunnar, gleðjast sannarlega yfir þeim blessunum sem munu uppfylla „skortinn“ sem kemur í framhaldi. Bæn mínar fyrir hvert og eitt okkar, er bæn um að hafa hjartað til að bera byrðarnar, færa nauðsynlegar fórnir og til að hafa viljan til að gefa og að láta verða af því. Ég lofa að Drottinn mun ekki skilja ykkur eftir í skorti. Hugur ekkjunnar var fullur af þakklæti fyrir það að frelsarinn væri „harmkvælamaður og kunnugur þjáningum“4 svo að við þyrftum ekki að bergja hinn „beiska bikar“5 Þrátt fyrir veikleika okkar og galla og vegna þeirra, þá heldur hann áfram að bjóða fram hendur sínar, sem voru gegnum reknar fyrir okkur. Hann lyftir okkur upp ef við erum fús að koma inn í ljós fagnaðarerindis hans, umfaðma hann og leyfa honum að fylla „skort“ okkar.

Ég ber vitnisburð minn um hina miklu ást sem við getum deilt sem lærisveinar og fylgjendur Jesú Krists. Ég elska og styð Thomas S. Monson forseta sem spámann Guðs á jörðu. Mormónsbók er annað vitni fyrir heiminn um Jesú Krist og ég býð öllum að lesa hana og uppgötva boðskap hennar til ykkar. Allir sem þiggja boð Drottins um að koma til hans munu finna frið, kærleika og ljós. Jesús Kristur er hin mikla fyrirmynd okkar og lausnari. Aðeins í gegnum Jesú Krist og kraftaverk hinnar ævarandi friðþægingar hans getum við hlotið eilíft líf. Ég ber þessu vitni í hans heilaga nafni, jafnvel Jesú Krists, amen.