2010–2019
Ferðin heldur áfram!
Október 2017


Ferðin heldur áfram!

Ferðalagið heim til okkar himneska föður er mikilvægasta ferðalag lífs okkar.

Fyrir 170 árum leit Brigham Young yfir Saltvatnsdalinn í fyrsta sinn og lýsti yfir: „Þetta er rétti staðurinn!”1 Hann þekkti staðinn vegna þess að Drottinn hafði opinberað honum hann.

Fram til 1869 höfðu rúmlega 70.000 heilagir farið álíka ferð. Þrátt fyrir mismunandi tungumál, menningu og þjóðerni, áttu þeir sameiginlegan vitnisburð um föðurinn, soninn og heilagan anda, endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists og löngun til að byggja upp Síon, stað friðar, hamingju og fegurð til undirbúnings síðari komu frelsarans.

Ljósmynd
Jane Manning James

Meðal hinna fyrstu heilögu til að komast til Utah var Jane Manning James, dóttir þræls sem fengið hafði frelsi, trúskiptingur í hinni endurreistu kirkjunni og óvenjulegur lærisveinn, sem glímdi við erfiðar áskoranir. Systir James var staðfastur Síðari daga heilagur allt þar til hún andaðist árið 1908.

Hún skrifaði: „Mig langar að segja hér og nú, að trú mín á fagnaðarerindi Jesú Krists, eins og Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu kennir það, er sterk í dag, jafnvel sterkari ef mögulegt er, en á skírnardegi mínum. Ég greiði tíund og fórnargjafir, held Vísdómsorðið, fer snemma að sofa og rís árla, í veikleika mínum reyni ég að vera öllum góð fyrirmynd.”2

Eins og svo margir aðrir Síðari daga heilagir, byggði systir James ekki aðeins upp Síon með blóði, svita og tárum, heldur sóttist einnig eftir blessunum Drottins með því að lifa eftir grundvallarreglum fagnaðarerindisins eins best og hún gat, og hélt áfram að trúa á Jesú Krist, hinn mikla lækni fyrir alla þá sem einlæglega leita hans.

Hinir fyrri heilögu voru ekki fullkomnir, en þeir lögðu grundvöllinn fyrir okkur til að byggja upp fjölskyldur og samfélag sem elskar og heldur sáttmála, en það kemur skírt fram í hinum ýmsu fréttum hvaðanæva að úr heiminum, vegna skuldbindingar okkar við Jesú Krist og sjálfboðastarfs okkar til aðstoðar fólki nær og fjær.3

Eyring forseti, ég vil bæta virðingu minni við þakklæti þitt til hinna tugþúsunda gulskyrtuengla sem þjóna í Texas, Mexíkó og á fleiri stöðum.

Ég er algjörlega sannfærður um að ef við missum tengslin við þá sem á undan okkur hafa farið, þar á meðal forfeður okkar sem voru landnemar, munum við týna dýrmætum fjársjóði. Ég hef áður talað um „Trú við hvert fótmál“ og mun halda því áfram á komandi tímum, vegna þess að ég veit að komandi kynslóðir verða að eiga sömu trú og hinir heilögu áttu áður fyrr, á Drottin Jesú Krist og endurreist fagnaðarerindi hans.4

Mínir eigin landnema forfeður og mæður voru meðal hinna staðföstu landnema sem drógu handvagna, keyrðu eykjum og gengu til Utah. Þau sýndu mikla trú við hvert fótmál, eins og systir Jane Manning James, er þau sýndu tókust á við ferðalag sitt.

Dagbækur þeirra eru fullar af lýsingum af harðindum, hungri og veikindum, en einnig af vitnisburðum af trú þeirra á Guð og hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists.

Þeir áttu fáar veraldlegar eigur, en nutu hinna ríkulegu blessana sem þau hlutu frá bræðra- og systralagi í kirkju Jesú Krists. Þegar unnt var, lyftu þau hinum undirokuðu og blessuðu hina veiku með þjónustu við hvert annað og með prestdæmi Guðs.

Systurnar í Cache Valley í Utah þjónuðu hinum heilögu í anda Líknarfélagsins, sem var að „starfa í einingu til hjálpar hinum þurfandi.”5 Langamma mín, Margaret McNeil Ballard, þjónaði við hlið eiginmanns síns, Henry, sem starfaði sem biskup í annarri deildinni í Logan í 40 ár. Margaret var Líknarfélagsforseti í deildinni í 30 af þessum árum. Hún bauð hinum fátæku, hinum sjúku, ekkjum og munaðarleysingjum inn á heimili sitt, hún klæddi jafnvel hina látnu í musterisskrúða sína.

Þó að viðeigandi og mikilvægt sé að minnast ferðalags Mormónanna á 19. öld, þurfum við að hafa í huga að „ferðalag lífsins heldur áfram!“ fyrir sérhvert okkar er við sjálf sönnum okkar eigin „trú við hvert fótmál.“

Ljósmynd
Meðlimir safnast saman í heimasöfnuði sína

Nýir trúskiptingar safnast ekki lengur saman í landnemabyggðir í vesturhluta Bandaríkjanna. Þess í stað safnast þeir saman í söfnuðum á heimaslóðum sínum, þar sem hinir heilögu tilbiðja himneskan föður okkar í nafni Jesú Krists. Með rúmlega 30 þúsund söfnuði sem stofnaðir hafa verið um allan heim, þá safnast allir saman í sitt eigið Síon. Eins og ritningarnar segja: „Því að þetta er Síon – hinir hjartahreinu.”6

Þegar við göngum lífsins leið, erum við reynd hvort við munum „gjöra allt, sem [Drottinn hefur] boðið.”7

Mörg okkar eru á undursamlegu ferðalagi uppgötvunar, sem leiðir til persónulegrar uppfyllingar og uppljómunar. Sum okkar eru hins vegar á vegi sem leiðir til sorgar, syndar, áhyggja og örvilnunar.

Spyrjið ykkur í þessu samhengi: Hvert er lokamarkmið ykkar? Hvert leiða fótsporin ykkur? Leiðir ferðalagið ykkur til margfaldra blessana eins og frelsarinn hefur lofað?8

Ferð heim til föðurins á himni er mikilvægasta ferð lífs okkar og hún heldur áfram sérhvern dag, sérhverja viku, sérhvern mánuð og sérhvert ár, er við aukum trú okkar á hann og ástkæran son hans, Jesú Krist.

Við þurfum að vera varkár hvert fótspor lífsins leiða okkur. Við þurfum að sýna aðgætni og hlusta á ráðleggingar Jesú til lærisveina sinna er hann svaraði spurningu þeirra: „Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?

Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.“9

Í dag endurtek ég fyrri leiðbeiningar kirkjuleiðtoga.

  • Bræður og systur, haldið kenningu Krists hreinni og látið aldrei blekkjast af þeim sem breyta kenningunni. Fagnaðarerindi föðurins og sonarins var endurreist í gegnum Joseph Smith, spámann þessa síðasta ráðstöfunartíma.

  • Hlýðið ekki á þá sem ekki hafa verið vígðir eða settir í embætti í kirkjuköllun og hafa ekki verið viðurkenndir með almennu samþykki meðlima kirkjunnar.10

  • Varið ykkur á stofnunum, hópum eða einstaklingum sem halda því fram að þeir hafi leynileg svör við kenningarlegum spurningum og staðhæfa að postularnir og spámennirnir í dag hafi ekki eða skilji ekki.

  • Hlustið ekki á þá sem vilja lokka ykkur með gylliboðum ríkidæmis. Þegnar okkar eru búnir að glata of miklu fé, farið því varlega.

Á sumum stöðum horfir fólkið okkar of langt yfir skammt og sækist eftir leynilegri þekkingu á kostnaðarsömum og viðsjárverðum aðferðum sem veita lækningu og stuðning.

Í formlegri yfirlýsingu kirkjunnar, sem gefin var út fyrir ári síðan, segir: „Við hvetjum kirkjuþegna að vera varkára þegar þeir starfa með hópum sem lofa undraverðri lækningu – í skiptum fyrir peninga – og halda því fram að þeir búi yfir sérstökum aðferðum til að tengja við lækningamátt utan réttilegra vígðra prestdæmishafa.“11

Handbók kirkjunnar segir: „Kirkjuþegnar ættu ekki að nota lyfja- eða heilsuaðferðir sem eru siðferðilega eða lagalega vafasamar. Staðarleiðtogar ættu að hvetja kirkjuþegna með heilsufarsvanda að ráðfæra sig við fagmenn með lækningaleyfi því landi sem þeir starfa í.”12

Bræður og systur, verið skynsöm og gætið að því að sum læknisúrræði sem sýnast eftirsóknarverð geta valdið andlegu og líkamlegu heilsutjóni þegar á hólminn er komið.

Sjálfstæði og sjálfsábyrgð voru forfeðrum okkar mjög mikilvæg, en samhyggjan í samfélaginu var álíka mikilvæg. Þau störfuðu saman og hjálpuðu hvert öðru að sigrast á líkamlegum og tilfinningalegum áskorunum síns tíma. Fyrir karlana var það prestdæmissveitin og fyrir konurnar, Líknarfélagið. Þetta fyrirkomulag hefur ekki breyst í dag.

Líknarfélagið og prestdæmissveitirnar sjá um andlega og stundlega velferð þegna okkar.

Haldið ykkur á vegi fagnaðarerindisins með því að hafa „trú við hvert fótmál,“ þannig að þið getið snúið til baka í návist föðurins á himni og Drottins Jesú Krists. Drottinn er hinn dýrmæti frelsari okkar Hann er lausnari heimsins. Við þurfum að heiðra hans heilaga nafn og ekki misnota það á nokkurn hátt og ætíð keppast að því að halda boðorð hans. Ef við gerum það, mun hann blessa okkur og leiða okkur örugg heim.

Ég hvet alla þá sem rödd mín nær til, að meðtaka og faðma alla þá sem hefja göngu sína í dag, sama hvar í göngunni þeir eru staddir.

Hafið í huga að engri stærri blessun er hægt að deila með öðrum en boðskap fagnaðarerindisins og ef tekið er á móti honum og lifað eftir honum, mun hann veita okkur fyrirheit um ævarandi gleði og frið – jafnvel eilíft líf. Notum kraft okkar, styrk og vitnisburð til að hjálpa trúboðunum að finna, kenna og skíra börn Guðs, þannig að kraftur fagnaðarerindisins megi leiðbeina þeim í hinu daglega lífi.

Við þurfum að faðma börn Guðs í samúð og útiloka alla hleypidóma, þar á meðal kynþáttafordóma, kynjamisrétti og þjóðernishyggju. Það skal sagt að við trúum því sannlega að blessanir hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists séu fyrir öll börn Guðs.

Ég ber vitni um að „ferðin heldur áfram,“ og ég býð ykkur að halda ykkur á vegi fagnaðarerindisins þegar þið vinnið áfram í því að ná til allra barna Guðs í kærleik og samúð, svo við megum hreinsa hjörtu okkar og hendur í sameiningu og meðtaka þær „margföldu blessanir,“ sem bíða allra sem sannlega elska himneskan föður og hans ástkæra son, það er bæn mín í nafni hinu helga nafni Jesú Krists, amen.