Til styrktar ungmennum
Aðgengi að styrk hans – Nú og alltaf
Mars 2024


„Aðgengi að styrk hans – Nú og alltaf,“ Til styrktar ungmennum, mars 2024.

Styrkur öllum stundum

Aðgengi að styrk hans – Nú og alltaf

Þið eruð verðug styrks og hjálpar Jesú Krists.

Ljósmynd
piltur í þyrnirunna

Myndskreyting: Alex Nabaum

Ímyndið ykkur að þið gangið gegnum skóg og hittið á dreng sem hefur hrasað og flækst í dauðar greinar. Ein greinanna er svo þung að hann getur ekki lyft henni sjálfur.

Hjálpið þið honum? Eða setjist þið fyrst og ákveðið hvort hann verðuskuldi hjálp ykkar?

Auðvitað hjálpið þið honum! Hugmyndin um að halda aftur af aðstoð þangað til drengurinn hefur áunnið sér hjálpina, gæti jafnvel hljómað fáránlega. En þrátt fyrir það hugsum við svona um okkur sjálf – nema að í þessu tilfelli erum við barnið sem þarf á hjálp að halda.

Þið eruð björgunar virði

Aldur ykkar skiptir engu, þið eruð barn í samanburði við himneskan föður og Jesú Krist. (Þið eruð raunar bókstaflega börn himnesks föður.) Og styrkur ykkar – líkamlegur, tilfinningalegur, andlegur eða sálrænn – er enginn í samanburði við þeirra. Flest okkar skiljum hugmyndina nógu vel. En þegar við hrösum af einhverjum ástæðum, finnst okkur of oft að við getum ekki seilst eftir hjálp þangað til við höfum áunnið okkur hana. Það er einfaldlega ekki satt.

Dieter F. Uchtdorf forseti, þá annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, talaði eitt sinn um dæmisöguna um týnda sauðinn í Lúkasi 15.

„Þarf sauðurinn að kunna að nota flókinn sextant, til að geta reiknað út staðsetningarhnit sín? Þarf hann að kunna að nota GPS, til að vita hvar hann er? Þarf hann að kunna að búa til forrit til að geta kallað á hjálp? Þarf sauðurinn meðmæli frá bakhjarli áður en góði hirðirinn getur komið honum til hjálpar?

Nei. Vissulega ekki! Sauðurinn verðskuldar guðlega björgun einfaldlega vegna þess að góði hirðirinn elskar hann.

Mér finnst dæmisagan um týnda sauðinn vera sú ritningarlega frásögn sem vekur hvað mestar vonir.“1

Hvert okkar getur týnst af mörgum mismunandi ástæðum. Og guðleg hjálp gæti nú þegar vera að leita að hverju okkar.

Ljósmynd
hönd Drottins útrétt til handar pilts í þyrnirunna

Hjálp er alltaf fyrir hendi

Hjálp er ekki aðeins fyrir hendi þegar við syndgum, heldur líka þegar við lifum eftir allra bestu getu. Öldungur David A. Bednar í Tólfpostulasveitinni kenndi:

„Ég velti fyrir mér hvort við skiljum fyllilega þessa styrkjandi hlið friðþægingarinnar og teljum ranglega að nauðsynlegt sé fyrir okkur að bera byrði okkar einsömul – af hreinum viljastyrk, seiglu og sjálfsögun og af okkar augljósu takmörkuðu getu.

Eitt er að vita að Jesús Kristur hafi komið til jarðarinnar til að deyja fyrir okkur. Við þurfum líka að vita að Drottinn þráir, fyrir friðþægingu sína og kraft heilags anda, að lífga upp á okkur – ekki aðeins til að veita okkur handleiðslu, heldur líka til að styrkja og lækna okkur.“2

Þið eruð verðug hjálpar hans! Óháð hvaða vegi þið hafið nýlega gengið, þá er Jesús Kristur reiðubúinn að ganga næsta hluta með ykkur.

Ljósmynd
piltur og Jesús Kristur ganga burt frá þyrnigreinum