Til styrktar ungmennum
Hirðir ykkar um dal óttans
Mars 2024


„Hirðir ykkar um dal óttans,“ Til styrktar ungmennum, mars 2024.

Styrkur gegn kvíða og ótta

Hirðir ykkar um dal óttans

Á kvíðastundum getum við hlustað eftir rödd hirðis okkar.

Ljósmynd
Jesús Kristur sem góði hirðirinn.

Drottinn er minn hirðir, eftir Yongsung Kim

Einn af best þekktu köflum ritninganna eru Sálmarnir 23. Trúfast fólk frá ýmsum trúarbrögðum um allan heim finna áfram hughreystingu í þessum versum, sem skrifuð voru fyrir svo mörgum árum.

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.

Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.

Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.

Ljósmynd
lamb

Hafið þið nokkurn tímann verið í kringum sauðfé? Það er svolítið taugaveiklað og hleypur af stað við hávaða eða hreyfingu. Það er alls ekki þekkt fyrir að vera óttalaust! Og þetta er kannski það sem við getum lært af þessari myndlíkingu – Drottinn veit að við verðum stundum óttaslegin. Það er ekkert til að skammast sín fyrir! Það er hluti af áskorunum jarðlífsins. Á þessum kvíðastundum getum við hlustað eftir rödd hirðis okkar. Hann reynir að leiða okkur „á [grænar grundir]“ væntanlegs friðar og öryggis. Hér eru nokkrar af þeim blíðlegu leiðum sem hann býður okkur að fylgja sér.

  • Ljósmynd
    stúlka les ritningarnar

    Nemið orð hirðis okkar – t.d. kenningar hans í Nýja testamentinu, 3. Nefí eða í Kenningu og sáttmálum. Þegar við gerum það erum við andlega nærð og verðum betur í stakk búin til að bera kennsl á rödd hans í framtíðinni.

  • Ljósmynd
    piltur á bæn

    Biðjið til himnesks föður í nafni Jesú Krists hvenær sem er, til að biðja um huggun og frið í lífi ykkar.

  • Ljósmynd
    móðir faðmar dóttur

    Samþykkið að liðsinni frelsarans getur borist í ýmsum myndum, þar á meðal með foreldrum, kirkjuleiðtogum, vinum eða jafnvel læknum og öðru fagfólki.

  • Ljósmynd
    piltar í kirkju

    Safnist saman með öðrum sem elska frelsarann, t.d. í kirkju eða í trúarskóla. Þetta getur tengt okkur við kærleiksríkt samfélag heilagra sem vinna í sameiningu að því að fylgja frelsaranum og sigrast á ógnvekjandi vandamálum með hans hjálp.

Ljósmynd
piltur

Stundum er það að sigrast á ótta eins og ferðalag, t.d. í gegnum dimman dal, líkt og Sálmarnir 23 nefna. Nicolas F. frá Brasilíu getur borið vitni um að ef þið haldið áfram að sækja fram, mun lækning berast. Hann glímdi í langan tíma við tilfinningar þess að finnast vera misheppnaður og við ótta.

„Ég baðst mikið fyrir, bað Guð um að fjarlægja slæmu hugsanirnar, bað hann að fjarlæga slæmu tilfinningarnar,“ sagði hann. Hann gekk í gegnum glundroðatíma og dvaldi við mistökin sem hann hafði gert.

„Ég reyndi að finna kraft Guðs en ég fann enn ekki lækningu hans,“ segir Nicolas. Hann leitaði að versum í ritningunum um að sigrast á ótta og fann styrk í þeim orðum. Hann fékk stuðning móður sinnar og annarra.

Að lokum, síðdegi nokkurt, fann hann sérstaklega fyrir því að vera heill og fann til þakklætis. Hann áttaði sig á því hversu langt hann hefði náð.

„Mér fannst áður eins og ég væri í fangelsi,“ segir hann. „En nú líður mér eins og ég geti sigrað orrusturnar. Þegar ég leita liðsinnis Guðs, finn ég von.“

Hvort sem þetta tímabil í lífinu virðist sem sólrík fjallshlíð eða dimmur dalur, þá hafið þið góða hirðinn og hann mun ganga með ykkur. Hann elskar ykkur! Hann mun hjálpa ykkur að þrauka. Verið náin honum og hann mun leiða ykkur til friðar.