Til styrktar ungmennum
Þið og frelsarinn á móti heiminum
Mars 2024


„Þið og frelsarinn á móti heiminum,“ Til styrktar ungmennum, mars 2024.

Styrkur til að sigrast á heiminum

Þið og frelsarinn á móti heiminum

Truflanir, freistingar, ofsóknir – Jesús Kristur hefur sigrast á öllum jarðneskum hlutum og getur styrkt ykkur svo þið sigrist einnig á þeim.

Ljósmynd
kona með heiminn á öxlum sér, með hendur Drottins útréttar til hennar

Myndskreyting: Alex Nabaum

Jesús Kristur sigraði heiminn og hann býður okkur að gera slíkt hið sama. En hvað er „heimurinn“ og hvað þýðir það fyrir okkur að sigrast á honum?

Russell M. Nelson forseti orðaði það svona: „[Að sigrast á heiminum] þýðir að sigrast á þeirri freistingu að huga meira að því sem þessa heims er, en því sem Guðs er.“1

„Það sem þessa heims er“ gætu verið eigur, vinsældir, vald, hrós, munaður eða hvað svo sem náttúrlegi maðurinn hefur ánægju af sem hluta af jarðlífinu. Jafnvel þótt sumt þessara hluta sé ekki alltaf slæmt, þá lendum við í lengri tíma vandamálum þegar við missum sjónar á Guði vegna jarðneskra hluta sem okkur eru kærir.

Jesús Kristur kenndi að við munum standa frammi fyrir andstreymi og ofsóknum er við sigrumst á heiminum (sjá Jóhannes 15:18–21). En við getum enn fundið frið og „verið hughraust“ vegna þess að hann sigraði heiminn fyrst (Jóhannes 16:33).

Þessi ungmenni fundu styrk í Jesú Kristi til að sigrast á hindrunum heimsins og þú getur það líka!

Veraldlegar truflanir

Ljósmynd
stúlka

Ég lék tölvuleiki klukkutímum saman á hverjum degi í mörg ár. Ég eignaðist vini og fannst ég mikilvæg. En eftir að hafa leikið var ég innantóm, eins og eitthvað vantaði. Ég var ekki fullkomlega hamingjusöm.

Ég vildi einblína á það sem gerði mig raunverulega hamingjusama og hjálpaði mér að bæta mig. Ég tók að biðja oft. Þegar ég tjáði himneskum föður það sem í hjarta mínu bjó, fann ég sterka kærleikstilfinningu.

Ég vildi gera það sem færði mig nær Kristi, ég einblíndi því á einfalda hluti eins og daglegt ritningarnám og bæn, varði tíma með fólki sem hafði andann hjá sér og reyndi að vera ekki trufluð af hlutum sem fældu heilagan anda frá. Líf mitt breyttist. Mér finnst það gleðiríkara.

Þegar ég færist nær Kristi, veit ég að til eru mikilvægari hlutir en tölvuleikir ef ég ætla að vera raunverulega hamingjusöm. Til eru hlutir sem eru eilífir.

Alina U., 18, Litháen

Veraldlegar aðstæður

Ljósmynd
stúlka

Mér var strítt í skólanum og ég hædd vegna trúar minnar. Vegna þessa og annarra áskorana, fannst mér eins og heimurinn hryndi ofan á mig. En móðir mín hvatti mig til að reiða mig á friðþægingu Jesú Krists þar sem hann skilur sársauka minn og getur fært mér frið og huggun (sjá Kenning og sáttmálar 19:23).

Ég ákvað að lofa himneskum föður að ég myndi fasta reglulega. Ég bað hann að hjálpa mér með veikleika mína og erfiðleika og hann hefur gert það allt upp frá því.

Fasta hefur fært mig nær himneskum föður og Jesú Kristi. Ég veit að þeir eru ávallt mér við hlið og veita mér styrk til að sigrast á áskorunum mínum og finna raunverulega gleði. Jesús Kristur græðir sár mín og hjálpar mér að snúa aftur til himnesks föður.

Vera R., 17, Brasilía, Brasilíu