Til styrktar ungmennum
Seilist í styrk hans
Mars 2024


„Seilist í styrk hans,“ Til styrktar ungmennum, mar. 2024.

Um þessa sérstöku útgáfu

Seilist í styrk hans

Í Markúsarguðspjalli lesum við um konu sem hafði glímt við heilsubrest í 12 ár. Einhver sagði henni frá Jesú. Hún sat því við vegkantinn og beið, þegar hann átti leið um heimabæ hennar. Þegar hann fór fram hjá henni, seildist hún hljóðlega í og snerti klæði hans.

Hún læknaðist samstundis. En hún var ekki sú eina sem veitti kraftaverkinu athygli; Jesús gerði það líka. „Jesús fann þegar á sjálfum sér að kraftur hafði farið út frá honum og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: ‚Hver snart klæði mín?‘“ (Markús 5:30). Kraftur [e. virtue] getur líka þýtt styrkur. Jesús vissi um leið að einhver hefði hlotið styrk frá honum. Viðbrögð hans voru þau að finna hana, tala við hana og minna hana á kraft trúarinnar. Hann kallaði hana „dóttur“. Fyrir hans tilstuðlan varð hún heil.

Ég hef komist að því að bæn um styrk er aldrei ósvöruð. Ef við seilumst eftir honum, „seilist hann á móti okkur“ (sjá Hymns, nr. 129). Hver grein í tímariti þessa mánaðar er til minnis um þennan sannleika.

Í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísi að ákvarðanatökum, kennir Æðsta forsætisráðið að „frelsarinn … er ‚styrkur ungmenna‘“ ([2022], 2). Þið veltið ef til vill fyrir ykkur hvernig hægt sé að hafa aðgang að þessum styrk. Það er von mín að þið finnið eitthvað á þessum blaðsíðum, sem mun verða til þess að þið seilist eftir honum.

Kannið þessar blaðsíður. Leitið að orðum vonar, finnið ritningarvers til styrktar, skrifið hjá ykkur hvatningu sem hefur markað spor í hjarta ykkar. Þið munið einnig vera gerð heil í gegnum Jesú Krist.

Ljósmynd
Emily Belle Freeman

Með kærleikskveðju,

Emily Belle Freeman

aðalforseti Stúlknafélagsins