Til styrktar ungmennum
12 ritningar fyrir það þegar þið finnið til …
Mars 2024


„12 ritningar fyrir það þegar þið finnið til …,“ Til styrktar ungmennum, mars 2024, síða – síða.

Styrkur úr ritningunum

12 ritningar fyrir það þegar þið finnið til …

Ritningarnar eru fullar af innblæstri, hvernig sem okkur líður.

Ljósmynd
stúlka les ritningar

Myndskreyting: Toby Newsome

Fyrir nokkrum árum byrjaði Elisabeth A., 17 ára, frá Arisóna, Bandaríkjunum, að finna til kvíða sem aðeins ágerðist. „Ég fann fyrir honum allan daginn, á hverjum degi,“ sagði hún. „Það var erfitt að komast í gegnum daginn.“

Til að finna hughreystingu, ákvað Elisabeth að reyna að lesa ritningarnar á hverju kvöldi. Með tímanum fór hún að finna meiri hamingju.

„Ég vissi að ég væri ekki ein,“ sagði hún. „Ég vissi að Guð elskaði mig og sendi son sinn Jesú Krist, sem fann sársauka okkar, sorgir, depurð og örvæntingu. Vegna ritninganna á ég sterkt samband við Krist og svo jákvæða sýn á lífið!“

Elisabeth komst að því að ritningarnar eru fullar af versum og sögum um það hvernig hægt er að finna von, frið og styrk í Jesú Kristi. Margar af eftirlætishetjum okkar í ritningunum voru í erfiðum aðstæðum. Í hvert einasta skipti, fundu þær von, frið og styrk þegar þær sneru sér að Jesú Kristi.

Lestur á ritningunum greiðir mögulega ekki úr því sem þið gangið í gegnum, en sá sannleikur sem er kenndur getur veitt ykkur styrk og líkn. Hér eru nokkur ritningarvers sem þið getið flett upp ef þið þurfið hvetjandi hugsun fyrir ykkur sjálf eða vin. Getið þið fundið nokkur vers sjálf?

Fyrir það þegar þið finnið til …

Depurðar: Kenning og sáttmálar 68:6

Verið þess vegna vonglaðir og óttist ei, því að ég, Drottinn, er með yður og mun standa með yður.

Ljósmynd
dapur piltur með ský yfir höfði sér

Vanmáttar: Lúkas 12:6–7

Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar.

Ljósmynd
skömmustuleg stúlka

Skammar: Jesaja 54:8

Ég miskunna þér með ævarandi kærleika.

Ljósmynd
piltur hæðist að öðrum pilti, sem er dapur

Hryggðar: Alma 26:27

Berið með þolinmæði þrengingar yðar, og ég mun sjá um að vel takist.

Ljósmynd
vondaufur piltur með hönd á andliti sínu

Vonleysis: Moróní 7:41

Þér skuluð eiga von fyrir friðþægingu Krists og kraft upprisu hans

Veikleika: Eter 12:27

Ef þeir auðmýkja sig fyrir mér og eiga trú á mig, þá mun ég láta hið veika verða styrk þeirra.

Ljósmynd
taugaóstyrkur piltur

Taugaspennu: Kenning og sáttmálar 84:88

Ég mun verða yður til hægri handar og til þeirrar vinstri, og andi minn mun vera í hjörtum yðar og englar mínir umhverfis yður, yður til stuðnings.

Ljósmynd
stúlka grætur

Sársauka: Sálmarnir 30:3

Drottinn, Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig.

Ljósmynd
hræddur piltur

Hræðslu: Jósúabók 1:9

Ver djarfur og hughraustur … því að Drottinn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð.

Ljósmynd
einmana og döpur stúlka

Einmanaleika: Jóhannes 14:18

Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlaus. Ég kem til yðar.

Ljósmynd
piltur og stúlka rífast

Reiði: Moróní 7:48

Biðjið … til föðurins, … af öllum hjartans mætti, að þér megið fyllast þessari elsku.

Ljósmynd
stúlka lítur óþolinmóð á úr

Óþolinmæði: Kenning og sáttmálar 100:15

Lát því huggast, því að allt mun samverka þeim til góðs, sem ganga grandvarir.