2023
Hvað ef einhver segir mér að vísindin afsanni eitthvað sem við trúum?
Júlí 2023


„Hvað ef einhver segir mér að vísindin afsanni eitthvað sem við trúum?“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Kjarni málsins

Hvað ef einhver segir mér að vísindin afsanni eitthvað sem við trúum?

Ljósmynd
vísindabúnaður

Russell M. Nelson forseti kenndi: „Guð er uppspretta alls sannleika. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu umfaðmar allan sannleika sem Guð veitir börnum sínum, hvort sem hann sé lærður á rannsóknarstofu eða meðtekinn beint frá honum með opinberun“ („Hvað er sannleikur?“ aðalráðstefna, október 2022).

Ef fólk segir að vísindi stangist á við sannleika fagnaðarerindisins, þá eru hér atriði sem þarf að hafa í huga:

Þið ættuð að fá staðreyndirnar. Finnið út hvað vísindin fullyrða í raun og veru (og fullyrða ekki), sem og hvað hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists fullyrðir (og fullyrðir ekki). Leggið áherslu á að rannsaka ritningarnar og orð spámanna.

Andleg þekking er raunveruleg. Vísindi eru aðferð til að læra sannleika um hinn efnislega heim. En það eru þó nokkur sannindi sem Guð gefur okkur aðeins með opinberun. Þið getið verið viss um að heilagur andi „talar um hlutina eins og þeir í raun eru“ (Jakob 4:13).

Trú krefst þolinmæði. Vísindaleg þekking er endurskoðuð með tímanum. Stundum þurfum við bara að bíða eftir því að vísindin nái að skilja opinberaðan eilífan sannleika. Við getum haldið okkur að stærri andlegum sannleika á meðan smáatriði eru fyllt út.