2023
Ganga í sama lið
Júlí 2023


„Ganga í sama lið,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Ganga í sama lið

Þessir tveir keppinautar urðu vinkonur til æviloka.

Ljósmynd
systurtrúboðar

Ljósmyndir: Jeffery Barker Edwards

Systir Dil átti aðeins sex vikur eftir af trúboði sínu í Ástralíu þegar hún komst að því að hún myndi verja síðustu vikunum í að þjóna með systur Tuala!

„Þetta er það síðasta sem ég hefði viljað takast á við,“ segir systir Dil.

Ljósmynd
stúlkur í körfuboltabúningum

Systir Dil og systir Tuala höfðu verið byrjunarliðsleikmenn bestu keppnisliða framhaldsskóla sinna í körfubolta í Auckland, Nýja-Sjálandi. Þær voru keppinautar. Þær spiluðu oft á móti hvor annarri í úrslitakeppnum og það voru ekki fallegar aðfarir.

„Til að setja þetta aðeins í samhengi,“ segir systir Tuala, „þá gengum við af vellinum með rispur og mar.“

Ljósmynd
stúlkur spila körfubolta

Systir Dil og systir Tuala vörðu miklum tíma við að æfa og spila körfubolta. „Körfubolti var líf okkar og yndi,“ segir systir Dil.

Eftir að hafa útskrifast úr menntaskóla, fannst þeim báðum að þær ættu að þjóna í trúboði – þótt hvorugar hefðu fundið áður til löngunar til að þjóna.

Velja að þjóna

Hjá systur Tuala tók það tíma að samræma vilja hennar vilja Drottins. „Ég var 21 árs þegar ég tók ákvörðun um að fylgja hughrifunum,“ segir hún. „Ég var í raun að berjast gegn þessu allt þar til ég var komin í flugvélina.“

Systir Tuala kom í trúboð sitt í Ástralíu á meðan Kóvid-19 heimsfaraldurinn stóð yfir og þótt það hafi verið erfitt, er hún mjög þakklát fyrir að hafa ákveðið að þjóna.

„Ég get ekki ímyndað mér að vera sú systir Tuala sem ég var þegar ég var 21 árs. Mér líður virkilega eins og ég hafi vaxið.“

Systir Dil hlaut „skýra og afgerandi“ hvatningu um að þjóna í trúboði þegar hún fékk patríarkablessunina sína. Eftir nokkurn tíma, ákvað hún að fylgja hvatningunni um að þjóna, því „vilji Drottins er alltaf rétta leiðin og besti kosturinn.“ Kallið kom og hún pakkaði ofan í töskurnar sínar til að þjóna í Ástralíu.

Að ganga til liðs við sama lið … í smá fjarlægð

Þótt systir Dil og systir Tuala hafi þjónað í sama trúboði, þýddi það ekki að þær yrðu strax vinir. Eftir að hafa verið keppinautar í svo langan tíma, áttu systir Dil og systir Tuala enn erfitt með að sjá hvor aðra sem eitthvað annað.

Fyrsta daginn sem systir Tuala sá systur Dil, var reyndar ein af fyrstu hugsunum hennar: „Ég veit ekki hvort mér á að líka við hana.“

Ljósmynd
systurtrúboðar

Binda enda á átökin

Þegar systir Tuala og systir Dil voru síðan látnar þjóna saman, var það vissulega skrítið.

Báðar höfðu hugmyndir um hvor aðra út frá því hvernig þær spiluðu á körfuboltavellinum. Hvorri fannst hin árásargjörn, kappsöm og illskeytt.

Hlutirnir breyttust þó þegar þær kynntust. Systir Dil áttaði sig á því að systir Tuala væri „algjör andstæða“ við það hvernig hún hafði alltaf séð hana. „Hún er í raun mjög kærleiksrík manneskja – einn kærleiksríkasti félagi sem ég hef þjónað með,“ segir systir Dil.

Systir Tuala upplifði álíka hluti. Hún hafði ekki áttað sig á að keppnistilfinningar hennar í garð systur Dil, hefðu verið „nokkuð ómeðvituð barátta“ í lífi hennar.

Ljósmynd
systurtrúboðar

Þessar neikvæðu tilfinningar baráttu og dómhörku, hurfu í stað elsku og skilnings þegar hún tók að sjá hver systir Dil var í raun. Þótt systir Tuala hafi haldið að systir Dil væri fámál, komst hún að því að „systir Dil gat talað!“

Í nýfundinni vináttu, áttuðu systir Dil og systir Tuala sig á því, að ef til vill höfðu þær aldrei verið óvinir eftir allt saman.

„Í körfubolta byggir maður upp þessa hugmynd í huganum, að við verðum að sigra og öll önnur lið eru óvinurinn,“ segir systir Dil. „Svo lýkur körfuboltanum og maður áttar sig: ‚Ó, þær eru ekki lengur óvinurinn. Þær hafa líklega aldrei í raun verið óvinurinn.‘“

Nú sjá systir Dil og systir Tuala að þær eru í sama „liði“ – liði Guðs.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Kristur meðal vor, eftir Judith Mehr

Fórn Jesú Krists er fyrir alla

Báðar systurnar fundu fyrir hendi Guðs í þjónustu sinni sem félagar og vita að kraftur friðþægingar Jesú Krists gerði þeim kleift að upplifa lækningu og breytingar.

„Jesús Kristur færði þá fórn, svo hægt sé að lækna, laga og bæta allt það sem farið hefur úrskeiðis í fortíðinni,“ segir systir Dil. „Við getum fyrirgefið. Við getum gleymt. Við getum haldið áfram og hlutirnir breytast.“

Systir Tuala og systir Dil læknuðust ekki aðeins af baráttu sinni, heldur lærðu þær líka að sjá aðra eins og Guð sér þá.

„Þegar ég kom hingað og sá félaga minn og annað fólk í öðru ljósi, gerði ég mér grein fyrir að saga hvers og eins skiptir máli,“ segir systir Tuala. „Allir þurfa friðþægingu Jesú Krists.

Þær lærðu að þótt það geti verið erfitt, þá er mögulegt fyrir tvær manneskjur sem eitt sinni sáu hvor aðra sem óvini, að sameinast í kærleika.

„Það skiptir ekki máli á hvaða aldri fólk er eða af hvaða þjóðerni það er,“ segir systir Tuala, „eða hvort það er trúlaust eða trúað.“

Ljósmynd
systurtrúboðar á bæn

„Ef ég get starfað með einhverjum sem ég hef aldrei átt í góðu sambandi við og við komum saman í einum megintilgangi, þá getur annað fólk það líka.“