2023
Greinarheiti
Júlí 2023


„Glataði sonurinn,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Dæmisögur frelsarans

Lúkas 15:11–32

Glataði sonurinn

Ljósmynd
Glataði sonurinn – Veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Uppreisnargjarn sonur biður um arfleifð sína og fer að heiman.

Hann eyðir öllu sem faðir hans gaf honum í skemmtanir.

Hungursneyð skellur á, svo hann fær vinnu við að fæða svín.

Dag einn áttar hann sig á því að hann getur farið heim og beðið um hjálp.

Þegar hann kemur heim, biður hann um að fá að vera þjónn fjölskyldu sinnar og hefur ekki trú á því að hann verðskuldi lengur að komið sé fram við hann sem son föður síns.

En faðir hans fyrirgefur hinu glataða barni sínu og tekur á móti honum sem syni sínum og heimilisfólkið fagnar endurkomu sonarins.

Merkingin

Glataði sonurinn táknar okkur þegar við gerum uppreisn gegn himneskum föður. En sama hvert við höfum farið eða hvað við höfum gert, þá vill himneskur faðir að við komum aftur heim til hans og fagnaðarerindis Jesú Krists.

Við þurfum ekki að vera fullkomin. Við verðum að sýna eftirsjá og auðmýkt, koma til Krists og iðrast. Guð mun íklæða okkur dýrð og sýna okkur hinn sanna verðleika okkar.