2023
Halda fast í sannleikann
Júlí 2023


„Halda fast í sannleikann,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Halda fast í sannleikann

Ljósmynd
stúlka heldur á ljóskúlu

Myndskreyting: Ben Simonsen

Í fyrsta skipti sem ég sá kirkjubyggingu, hélt ég að hún væri sjúkrahús. Hún var svo hrein og kyrrlát. Ég elskaði fagnaðarerindi Jesú Krists um leið og ég fór á kirkjusamkomur.

Systurtrúboðar byrjuðu að kenna mér og ég ákvað að láta skírast. Þetta var besti dagurinn!

Ég var kynnt fyrir fagnaðarerindinu af nágranna mínum, sem er heimkominn trúboði. Hún hringdi í mig einn sunnudagsmorgun og spurði hvort ég vildi fara í kirkju með sér og fjölskyldu sinni. Í fyrstu sagði mamma mér að ég gæti ekki farið vegna þess að við ættum ekki pening fyrir rútufargjaldinu. Þegar ég sagði nágranna mínum frá því, sagðist hún ætla að ná í mig og mamma leyfði mér að fara.

Jafnvel þótt við göngum ein

Eftir að ég var skírð, átti ég margar erfiðar stundir með fjölskyldunni. Stundum vildu þau að ég yrði heima á sunnudögum, en ég valdi að fara í kirkju í staðinn. Oftast var erfitt að reyna að vera á sáttmálsveginum.

Sumir af fjölskyldumeðlimum mínum hafa verið á móti kirkjunni og sagt mér að ég hafi valið rangt að ganga í hana. Þegar þeir segja þetta við mig, koma þessi orð upp í huga minn: „Ég veit að himneskur faðir og Jesús Kristur lifa. Ég veit að kirkjan er sönn.“ Þessar hugsanir hafa hjálpað mér að halda fast við sannleikann.

Breytni okkar getur snert líf annarra

Þegar ég átti erfitt með að vita hvernig ég gæti borgað tíund, sýndi nágranni minn mér hvernig ég ætti að gera það. Nú þegar mamma gefur mér vasapeninga, þá borga ég alltaf tíundina mína. Ég og fjölskylda mín höfum séð blessanir af því. Fjölskyldan mín er meira að segja farin að gefa mér peningana sína til að borga sem tíund! Það hefur komið á óvart.

Oftast fer ég sjálf í kirkju en stundum kemur mamma með mér. Mamma mín ákvað að læra meira um fagnaðarerindið og henni finnst það mjög ánægjulegt, þótt hún hafi ekki enn verið skírð.

Bæn og trú breytir hjörtum

Ég hef séð hönd Drottins í lífi fjölskyldu minnar þegar ég bið fyrir þeim og bið aðra að biðja fyrir þeim í musterinu. Fjölskyldumeðlimir mínir eru orðnir stuðningsríkari og þeir hvetja mig núna til að fara í kirkju og vera trú því sem ég er.

Afi minn lést nýlega og ég fann nafnið hans þegar ég var að vinna í ættarsögu. Ég spurði pabba hvort ég gæti látið framkvæma helgiathafnir hans í musterinu. Hann sagði: „Gerðu það bara ef það er rétt.“

Sönn gleði og hamingja

Að lesa ritningarnar og læra um friðþægingu Jesú Krists, hefur veitt mér gleði, hamingju, frið og huggun.

Ég veit að fyrir friðþægingarfórn frelsarans get ég verið hjá himneskum föður mínum aftur og að fjölskylda mín getur verið hjá mér að eilífu, ef við verðum innsigluð í musterinu einhvern daginn.

Höfundurinn er frá Vanúatú og býr á Fídjíeyjum.