2023
Vera svar við bæn einhvers
Júlí 2023


„Vera svar við bæn einhvers,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Kom, fylg mér

Postulasagan 3

Vera svar við bæneinhvers

Að fylgja innblæstri, getur hjálpað okkur að koma góðu til leiðar.

Ljósmynd
Pétur og Jóhannes lækna mann við musterið

Það sem ég hef, gef ég þér, eftir Walter Rane

Pétur og Jóhannes lækna mann við musterið.

Ykkur gæti fundist að þið hefðuð ekki mikið að gefa. En þið hafið trú ykkar á Jesú Krist og trú ykkar á hann nægir til að leiða til nokkuð dásamlegra hluta.

Stuttu eftir dauða og upprisu Jesú Krists, fóru Pétur og Jóhannes til musterisins og þar fyrir utan sat maður sem ekki gat gengið og bað þá um peninga.

Pétur sagði við manninn: „Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!“ (sjá Postulasagan 3:6; skáletrað hér).

Pétur togaði manninn á fætur. Í fyrsta skipti á ævinni gat maðurinn staðið. Hann gekk og stökk meira að segja af gleði. Trú Péturs á Krist gaf honum hugrekki til að lækna manninn með krafti prestdæmisins.

Við skulum samt vera hreinskilin. Þið eruð líklega ekki að fara að lækna líkamlega kvilla allra allan tímann. En trú ykkar getur hjálpað á annan hátt. Eins og Pétur, getið þið gefið það sem þið hafið.

Ljósmynd
piltar

Ljósmynd frá Getty Images

Láta að sér kveða

Hafið þið einhvern tíma beðist fyrir til að vera síður einmana? Eða að einhver yrði vinur ykkar?

Hefur einhver einhvern tíma komið, hringt eða sent ykkur skilaboð á þeirri stundu? Þau gætu hafa fylgt eftir hvatningu og reynt að bæta sig, alveg eins og þið gerið. Það eina sem þau gerðu var að nota stutta stund af tíma sínum, eitthvað af hugrekki sínu og örlitla góðvild – með öðrum orðum, það sem þau höfðu. Þið getið líka látið trú ykkar knýja ykkur til að bregðast við innblæstri.

Öldungur Ronald A. Rasband, í Tólfpostulasveitinni, hefur kennt: „Við höfum þá helgu ábyrgð að læra að þekkja áhrif [heilags anda] í lífi okkar og bregðast við þeim.“1

Þið takið ekki alltaf eftir því hvort eða hvenær þið hafið skipt sköpum í degi einhvers, svo það getur verið erfitt að sjá tilganginn í því að fylgja innblæstri.

Að reyna að þjóna – gera það sem þið getið – mun gera ykkur hamingjusöm og árangursrík, jafnvel þótt þið sjáið ekki alltaf niðurstöðuna. Þegar þið hlustið á hvatninguna, mun heilagur andi hjálpa ykkur að læra hvernig á að þjóna öðrum, jafnvel í annasamri dagskrá. Eins og öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, hefur kennt: „Bænum er svarað … oftast … með því að Guð notar annað fólk. Ég bið þess þó að hann noti okkur. Ég bið þess að við verðum svarið við bænum fólks.“2

Gleði fyrir alla

Með því að gera gott, getið þið verið svar við bænum annarra og fundið gleði í lífinu – og í eilífðinni. Eins og öldungur Rasband hefur kennt: „Gleði hlýst sem friður mitt í erfiðleikum eða sorgum. Hún veitir huggun og hugrekki, afhjúpar sannleika fagnaðarerindisins og eykur kærleika okkar til Drottins og allra barna Guðs.“3 Með öðrum orðum, þið verðið líka kristilegri.

Gefið bara það sem þið hafið og byrjið með örlitlum tíma og hlýðni.

Stundum eruð þið auðvitað þau sem þarfnist örlítið meiri hjálpar. Þá sendir kærleiksríkur himneskur faðir öðrum hvatningu. Þeir geta fundið gleði á meðan þeir verða svar við bænum ykkar, alveg eins og þið gætuð verið svar við þeirra. Það þýðir að það eru milljarðar mögulegra svara og það næsta gæti verið á gangi eftir götunni, um það bil að segja halló.