2023
Tengjast
Júlí 2023


„Tengjast,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2023.

Tengjast

Aura K.

16 ára, Naíróbí, Kenía

Ljósmynd
stúlka

Ljósmynd: Benson Arudo

Ég elska að baka. Ég elska brosin sem rekja má til baksturs. Allir njóta góðra veitinga. Eitt sinn skildi mamma eftir í eldhúsinu allt hráefnið fyrir bananabrauð, en hún hlakkaði ekki til að baka það.

Ég ákvað að baka bananabrauðið fyrir hana. Fljótlega komst ég að því að bananabrauðið var ekki fyrir hana. Þess í stað var hún að undirbúa það til að gefa nemendum sínum. Mamma var mjög ánægð að ég hjálpaði henni á þann hátt.

Trúboð er eitthvað annað sem mér finnst gaman að gera! Sumt af kirkjustarfinu sem ég hef notið þess að gera, hefur verið að gefa fólki eintök af ritningunum og syngja fyrir það sálma.

Í annað skipti stóð vinkona mín mig að því að lesa tímaritið Líahóna og spurði mig um kirkjuna. Ég útskýrði fyrir henni iðrun og friðþægingu Jesú Krists. Hún var mjög áhugasöm og ég gaf henni eintakið af Líahóna.

Ég elska að miðla öðrum fagnaðarerindinu, svo að fólk fái tækifæri til að vita meira um himneskan föður.